Vikan


Vikan - 15.08.1968, Qupperneq 40

Vikan - 15.08.1968, Qupperneq 40
EG MÓTMÆLI“, sagði sir Henry Clithering. Það brá fyrir góðlát- legu og galsafengnu bliki í aug- unum leið leið og hann leit á fólkið, sem viðstatt var. Bantry ofursti, sem sat á stól og rétti frá sér fæturna, leit á hann hvössu augnaráði, eins og hann væri að gefa gætur að dátabjálfa, sem ekkert gæti gert rétt. Konan hans sat með verðlista yfir blóm- lauka, sem komið hafði með síðasta pósti, og var að gægjast í þetta hálf-laumulega. Lloyd læknir horfði á Jane Heller með ein- lægri aðdáun, en sjálf var þessi fallega leik- kona að horfa á neglurnar á sér, nýfægðar. En gamla piparmærin, hún ungfrú Marple, sat í sæti sínu staurbein eins og tólgarkerti, og leit bláum augunum spyrjandi á sir Henry. „Hverju mótmælið þér?“ spurði hún. „Ég mótmæli, og því er verr, að mótmæli mín eiga fullan rétt á sér. Við erum sex hérna, þrjú af hvoru kynferði, og ég mót- mæli fyrir mína hönd og kynbræðra minna. Hver okkar hefur sagt sína sögu í kvöld. Ég mótmæli því að kvenfólkið taki ekki þátt í þessu.“ „Suss“, svaraði frú Bantry, „það er fjarri því að við höfum ekki tekið þátt í þessu. Höfum við kannske ekki hlustað með athygli og skilningi, og fer það einmitt ekki bezt á konum, að draga sig í hlé og láta karlmenn- ina hafa orðið.“ „Þetta var fyrirtaks afsökun,“ sagði sir Henry, „en samt tek ég hana ekki gilda. Ég get bent ykkur á skínandi fordæmi þar sem eru sögurnar í Þúsund og einni nótt. Gerið þér svo vel. Scherazade, þér hafið orðið." „Er það ég, sem þér eigið við,“ svaraði frú Bantry. „Ég kann enga sögu. Ekkert, hvorki morð né neitt dularfullt hefur gerzt hjá mér.“ „Það þarf ekki endilega að vera morð- saga,“ sagði sir Henry. „En mér skjátlast víst ekki í því, að einhver af ykkur kann, sögu af undarlegum atburðum. Komið þér nú, ungfrú Marple, og segið okkur söguna af Hinum óttalega leyndardómi þvottakonunn- ar, eða Undrin hjá Mæðrahjálpinni. Gerið þér nú þetta fyrir okkur hérna í St. Mary Mead.“ Ungfrú Marple hristi höfuðið. „É'g skil ekki, að ég kunni að segja frá nokkru, sem yður gæti þótt gaman að sir Henry. Allar eigum við samt okkar leyndar- mál, auðvitað. Og allar kunnum við að segja 40 VIKAN 32- tbI-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.