Vikan


Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 50
ONSON Tilvalin tækíffaerisgiöff Lóðar & losar ryðgaða bolta og rær # hreinsar og þurrkar rafkerti # losar málningu af við- kvæmum flötum * þíðir frosnar vatnsleiðslur * nothæfur sem suðutæki & og hentar við óteljandi fleiri verk. yS Just tha limited flamo you neec to strip window frames of páint tfté pérfect \Ara5 of heating up u thermoplastic tííes when fixing them to floors or walls. g||| Playa íittle heat opjrozen water pipes, you'll have therrt thawad innotime. . ... it liös dðwn to give a 'Buosen burner' effect for many labora- tory usea. Stillanlegur logi hvaða verk sem er. EinkaumboS: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. Reykjavík Hversvegna konur Framhald af bls. 17. ýmsan óþarfa. Hann hefir ekki hugmynd um að taskan mín er úr fyrsta flokks slönguskinni; ég sagði honum að þetta væri svona gott gerviskinn. Hvers vegna á maður að hætta á það að stofna til óánægju, þegar svo auðvelt er að komast hjá því?“ Slíkar smásyndir er hægt að fyrirgefa, enda eru þær aldrei sprottnar af glæpahneigð. Þannig er það með „vasaaura“, sem flestar konur næla sér í af m atarpeningunum. Nýgiftar konur eru yfirleitt ekki æfðar í því að skrökva svo- lítið til hægðarauka, og gera það oft með angist í hjarta. En þegar allt gengur snurðulaust, fá þær hugrekkið og hætta að blikna. Þær eldri, sem eiga kannski fimm, tíu og jafnvel fleiri ára hjónaband að baki, finna ekki fyrir því, þótt þær fari svolítið á bak við bónda sinn. Þær hafa lært það af reynsl- unni að skipta sér ekki lengur af peningamálunum. Nú eru það smávandræði barnanna, sem hún verður oft að halda leyndum, til að forðast ófrið á heimilinu. Eiginmaðurinn þarf ekki nauð- synlega að vita að dóttirin hefir tekið beztu pípuna hans trausta- taki, til að blása með sápukúlur, að elzti sonurinn barði þann yngsta og að móðirinn neyddist til að tuska þá til, þótt það væri samkomulag milli hjónanna að tala skynsamlega við börnin, en refsa þeim ekki líkamlega. Hún þeytist kannski borgina á enda, til að kaupa nýtt háls- bindi, í stað þess sem sonurinn fékk „lánað“ og eyðilagði með rauðvínsblettum. Hún fer til skólastjórans og grátbiður þrett- án ára dóttur sinni griða, þegar hún hefir framið það ódæði að hafa stefnumót við einn skóla- bróðurinn og koma of seint. Ef eiginmaðurinn finnur ein- hvern spenning í loftinu, þegar hann kemur heim, er hún fljót að finna ástæðu fyrir því; hún seg- ist einfaldlega hafa áhyggjur af símareikningnum eða einhverj - um æsifréttum í blöðunum. Það finnst varla atvik innan hjónabandsins, sem sniðug kona getur ekki hagrætt með smáveg- is prettum. Ein kona var nokk- uð áhyggjufull út af því að mað- urinn hennar veitti ungri stúlku of mikla athygli á dansleik. Hún talaði ekki um það við hann, en tók til sinna ráða: — Þegar ég kom heim frá hár- greiðslukonunni í dag, þá stopp- aði mig maður í glæsilegum Mercedes 600, og yrti á mig! Þetta var auðvitað ekki Mer- eedes, heldur gamall Volkswag- en, og maðurinn spurði hana til vegar. — Hugsaðu þér, hann vildi endilega hitta mig eitthvert kvöldið, bað mig um að koma út að dansa, eða í óperuna. Og þetta var stórglæsilegur maður. Hún sýndi honum með þessu að hún hefði enn aðdráttarafl. Ef eiginmaðurinn er farinn að vinna ískyggilega oft eftirvinnu, þá er það sniðugt sem ein kona lét sér detta í hug. Hún fór í blómaverzlun, keypti tólf rauðar rósir og lét senda það heim til sín nafnlaust. Þegar maðurinn kom heim um kvöldið, hljóp hún upp um hálsinn á honum og sagði: — Þakka þér fyrir rósirnar, elskan. Þú eyðileggur mig með eftirlæti! Það er hægt að láta senda sér rósir aftur eftir nokkra daga, — tvisvar, þrisvar, með hæfilegu millibili, þangað til þolinmæðin brestur hjá manninum og hann hrópar: — Hver sendir þér þess- ar fjandans blómadruslur? Hún kemur auðvitað af fjöll- um, og það upplýsist aldrei hver sendi blómin, og trúlega þykir bóndanum bezt að hafa sjálfur gát á henni. Það eru ábyggilega margar konur, sem eiga skilin Oscar- verðlaun fyrir frábæra leiklist á eigin heimili! Raunar þurfa þær oftast á þessari snilli að halda í svefn- herberginu. Þar þurfa þær oft að látast, en bak við það liggur ekkert annað en góðsemi og skilningur. Það er ef til vill hægt að segja þetta á annan hátt: í svefnherberginu eru ekki allir karlmenn þeir ævintýraprinsar, sem þeir voru í tilhugalífinu. Fyrir 2000 árum lýsir róm- verska skáldið Ovid konunni „dá- samlega fullnægjandi, töfrandi". Jafnvel þá hefir óþarfa mælgi ekki verið nauðsynleg, konurn- ar hafa þá eins og nú kunnað að hagræða hlutunum. Það eru aðeins hjartalausar og einfaldar konur, sem láta menn- ina sína finna ef þær eru eitt- hvað vonsviknar. Karlmaðurinn þarf alltaf á viðurkenningu að halda, jafnvel þótt hann hafi ekki til hennar unnið, og það er konan hans, sem verður að veita honum þá viðurkenningu. Hún hræsnar, til að særa hann ekki, skrökvar jafnvel upp á sjálfa sig höfuðverk eða finnur einhverja ástæðu til að kenna sér um ef eitthvað skolast til í ástalífinu, til þess að hann fái ekki minnimáttarkenncL Ung og ákaflega geðug kona sagðist fram að þessu ekki hafa þurft að grípa til lyginnar. „En ef um veruleg vandamál væri að ræða, er manni örugglega leyfi- legt að fara ögn á bak við sann- leikann, það gæti orðið til bóta.“ „Mynduð þér segja manninum yðar frá því, ef þér hefðuð hald- ið fram hjá honum? Hún þagði um stund, en sagði svo: „Ég veit það ekki, — þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það svo margt annað en líkam- leg ótryggð, sem máli skiptir í hjónabandinu. Ef til vill gæti ég svarað því þannig: Ég myndi al- drei ljúga, ef um líf og dauða væri að tefla“. Það að konur skrökva með mestu sálarró, í smáum og stór- um tilvikum, er ekkert skrýtnara en blindni eiginmannanna, og ef þá grunar eitthvað ættu þeir sannarlega ekki að svipta kon- una trúnni, heldur vera henni þakklátir. Þetta er oftast, ef ekki alltaf gert í góðri trú. Auðvitað eru þetta smábrögð, en öll sprottin af ást.... ☆ 50 VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.