Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 5
amiá — en alls ekki sand-
pappír, svaraði hann.
Þó nokkrar aí þeim sög-
um, sem okkur hafa borizt,
eru um athugaleysi og sér-
stæðan skilning kvenna.
Þannig er til dæmis sagan
af konunni, sem kom inn í
troðfulla lyftu í húsi einu hér
í borg og hlammaði sér nið-
ur á lítinn, kringlóttan koll-
stól úti í horni. I sama bili
kvað við væll mikill undan
pilsum konunnar — og í Ijós
kom, að kollstóllinn var ekki
annað en þriggja ára dreng-
ur með stóra matrósahúfu.
„Prestssonur“ segist einn
vera, sem sendir okkur eftir-
íarandi sögu:
Fjórar konur komu saman
að Gullna hliðinu. Lykla-
Pétur spyr: Hverjar ykkar
hafa einhvern tíma talað
niðrandi um aðra?
Þrjár réttu hikandi upp
hendurnar. Þá þrumaði Pét-
ur:
— Gerið þið svo vel að
fara í neðra. Og takið þessa
heyrnarlausu með ykkur!
Hún er ekki alveg ný, en
sígild samt, sagan sem Aust-
firðingur sendi okkur um
gömlu konuna, sem svaraði
alltaf eins, þegar hún var
spurð, hvers vegna hún hefði
aldrei gift sig: Eg á hund,
sem urrar, páfagauk sem
bölvar, ofn sem reykir og kött
sem kemur elcki heim alla
nóttina, og hvað hefði ég þá
átt að gera með mann?
„Nagli“ sendi okkur þessa
sögu: Ókurteisi maðurinn
spurði konuna, hve gömul
hún væri. Hún svaraði: Lát-
um okkur sjá. Ég var 18 ára,
þegar ég giftist. Þá var mað-
urinn minn 32 ára. Nú er
hann 64 ára, svo ég hlýt að
vera 36 ára.
Það var einu sinni í strand-
túr á Esjunni, segir „Skip-
verji“, að gömul kona kom
upp í brú og sagði við karl-
inn: Skipstjóri, ég get ekki
fundið klefann minn. Hvaða
númer hafið þér? spurði hann.
Það man ég nú ekki, svaraði
sú gamla, en það var viti
fyrir utan gluggann.
Gunna sendir: Vinkona eitt
segir við vinkonu tvö: Er
þetta perlufesti, sem þú ert
með um hálsinn? Og vinkona
tvö svarar: Hvað heldurðu,
manneskja, hélztu kannski að
ég væri með mölkúlur á
bandi?
Ég hef rökstuddan grun
um, að eftirfarandi saga sé
ekki eins frumleg og hún lít-
ur út fyrir að vera. Sendand-
inn er „Snati“, og sagan er
svona. Jón og Jóna höfðu ver-
ið að skemmta sér heldur
hressilega, og fóru seint að
sofa. Þegar þau höfðu soi'ið
nokkra stund, vaknaði Jóna
við ógurlegar stunur í Jóni,
og hann segir: í guðanna
bænum hjálpaðu mér, ég er
með svo voðalega tannpínu.
Jóna kveikti ljósið og sá þá,
að Jón lá með höfuðið til
fóta en fæturna á koddan-
um. Hún flýtti sér að slökkva
ljósið og leggjast á hina hlið-
ina, og hreytti út úr sér um
leið: Helvítis vitleysa, það er
bara Hkþornið þitt!
Og þar með skulum við
hætta að skemmta okkur á
kostnað kvennanna.
I staðinn er þar til að taka,
sem „Snati“ segir okkur frá
sjómanninum.
Hann stóð fyrir framan liús
með áhyggjusvip, þegar lög-
regluþjón bar þar að. Sjó-
maðurinn var harla feginn,
og spurði: — Er þetta elcki
Aðalstærti 99? Nei, svaraði
lögregluþjónninn, þetta er
Aðalstræti 66. Guði sé lof,
stundi sjómaðurinn, ég hélt
ég stæði á haus.
Og þriðja saga „Snata“ er
stutt og laggóð mannlýsing:
Hann er svo grimmlyndur, að
hann vaknar klukkan fjögur
á hverjum morgni og flautar
út uin gluggann til að vekja
fuglana.
Sú saga er sögð um blaða-
mann einn hér í Reykjavík,
sem heldur að hann sé betri
en liann er, að liann hafi eitt
sinn sagt: Ég fæ allar mínar
beztu hugmyndir, meðan ég
er að þvo mér hendurnar. Þá
sagði ritstjórinn: Feginn vildi
ég, að þú færir í bað annað
slagið.
Nýlega var uppfundin í
Ameríku ný gerð af vekjara-
klukkum. Fyrst hringir hún
lágt, síðan hátt. Því næst
hleypir hún af fallbyssuskoti
og ef það dugar ekki, liellir
hún úr vatnsfötu yfir haus-
inn á manni. Hrífi það ekki
heldur, hringir þetta þarfa-
þing á vinnustað og tilkynn-
ir, að maður sé veikur.
Gamalkunn er sagan um
unga manninn, sem hafði
boðið tilvonandi elskunni
sinni að borða austur í Val-
höll. Stúlkan pantaði og pant-
aði, dýrast forrétt á seðlin-
um, dýrasta aðalréttinn (sér-
rétt) og dýrasta eftirréttinn.
Svo leit hún upp og spurði:
Hvað eigum við! svo að
drekka með? TJngi maðurinn
Framhald á bls. 31.
34 tbl VIKAN 5