Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 50
PER SPARID MED ÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÓNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI VIIvAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. r i i i L ----KLIPPIÐ HER-------------------------------------.-----KLIPPIÐ HER------------ Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blað á kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað á kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember. SKRIFIÐ GREINILEGA NAFN HEIMILI POSTSTOÐ HILMIR HF. VIKAN PÓSTHÓLF 533 SÍMAR: 36720 - 35320 SKIPHOLTÍ 33 REYKJAVÍK n i i i ■Jl Hláturinn Framhald af bls. 33 tíma til að ljúka sínu verki. Það hafði verið leikið á hann, hann hafði verið svikinn, hann var fórnarlamb ótryggðar og pretta. Ef hann segðist hafa gengið af göflunum, þegar stúlkan reyndi að flýja frá honum og barið hana í bræðikasti — myndi enginn hafa láð honum það mjög mikið. Það gegndi öðru máli með mig. Mér fannst ég ætti skilið að fá ækifæri. Röddin var næstum móðursýkisleg: — Mér bar að fá tækifæri! — Og allir, sem þú hefur und- ir þumlinum dansa eftir þinni pípu, sagði Peter. — Konungur- inn skipar fyrir og þrælarnir hlýða. Síminn á borðinu hringdi og Macklyn anzaði: — Macklyn hér. Hann hlustaði og muldraði síðan þakkir og lagði tólið á. Hann leit hörkulega á þá sem í herberginu voru: — Ungfrú Landers dó fyrir um það bil tíu mínútum, sagði hann. — Ákær- an er morð, herra Delafield. Hátt, snöggt hljóð brauzt fram af vörum Howards og hann féll niður á hnén, fól andlitið í hönd- um sér.... Peter og Sandra sátu í hvíta Jagúárnum á tunglskinsbjartri hæðinni, þar sem Sandra hafði endur fyrir löngu átt sína einu hamingjustund með Howard. Hún hafði viljað fara þangað núna og Peter hafði ekki viljað neita henni um það, vegna þess að hún þarfnaðist félagsskapar af einhverjum. Án þess að virða Söndru viðlits hafði Howard far- ið aftur til sjúkrahússins til að vera sem næst Mary Landers og gera það sem hann gæti gert fyr- ir hana nú. Hafði hún ekki sagt að hún elskaði hann? Hún hafði hætt að leika á hann og hætt lífi sínu til að bjarga honum, vegna þess að hún var ástfangin af hon- um- Howard hélt dauðahaldi í það. — Hann kemur ekki aftur til mín, sagði Sandra og starði nið- ur í silfrað vatnið. — Sennilega ekki, sagði Peter. •— Svo það er ekki annað en að girða sig í brók og byrja upp á nýtt, sagði Sandra. — Ég hefði átt að gera það fyrir löngu. Mað- ur getur víst ekki fengið þann sem vill mann ekki. — Það skiptir mestu máli hvar þú byrjar Sandra, sagði Peter. — Sá afbakaði skilningur sem þið Howard byrjuðuð með, skilning- ur fólksins sem ég kalla rang- snúið fólk — er ekki réttur upp- hafsstaður. — Er hann verri en heimur Sams — heimur valdanna, þar sem tilgangurinn helgar meðalið. Er ekki til einhversstaðar ein- hver sómasamlegur millivegur? Staður þar sem maður getur gef- ið og þegið en reynir ekki að- eins að grípa það sem maður get- ur náð í? Hann leit á hana: — Ef til vill er þetta ekki verri upphafsstaður en hver annar, sagði hann. -— Ef til vill er heldur ekki úr vegi að hætta nú að leika yfir sig gáfaðan spæjara, sagði hún. — En hvernig kemst ég til þessa sómasamlega staðar? Kemst ég þangað ein? Hvernig á ég að bera mig að? — Það er ekki auðvelt, sagði hann. — Þú byrjar að leita að sannleikanum og það er ekki auð- velt nú til dags. En hann er til. — Viltu hjálpa mér að finna hann, Peter? Hann strauk henni um kinna með handarbakinu. — Ef þú vilt, sagði hann. — Við skulum koma héðan, Peter. Það fór hrollur um hana: — Þessi staður er fortíðin. Endir. Moskvíts. . . Framhald af bls. 9 frágangurinn víða groddalegur og gerður óhrjólegri en efni standa til, sums staðar sýnist ekki vera meiri vinna eða tilkostnaður að gera hlut- ina vel en illa. Um margt er þessum óhrjáleika þannig farið, að maður tekur ekki eftir honum undir eins. En þegar farið er að vera ( bdnum verður þetta æ áleitnara auganu og ósjálf- rátt fer maður að pota í ósómann. Ekki ræður þetta þó úrslitum. Minn dómur er sá, að Moskvits sé á margan hátt með eigulegri smá- bílum. Hann er gerður fyrir vonda vegi og fer vel á þeim, svo er sagt og svo er að sjá, sem hann þoli þá mörgum bílum betur. Fljótt á litið virðist heldur auðvelt að komast að flestum hlutum til viðgerða í hon- um, það er líka kostur. Það er ein- staklega þægilegt að sitja í honum og það er barnaleikur að stjórna honum. Miðstöðin hefur sjálfsagt verið prófuð í Síberíu ef dæma má eftir því hitaroki, sem hún framleið- ir. Þar að auki er bíllinn með þeim ódýrari. Væri hann hljóðari, brems- urnar léttari, gírskiftingin í gólfinu og innréttingin eins og hægt væri að hafa hana beiía með sömu fyrir- höfn og efni, skaraði Moskvits fram úr mörgum keppinautum slnum, sem dýrari eru. Mér kæmi ekki á óvart, þótt ég eignaðist einhvern tíma Moskvits. S 50 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.