Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 49
HEILBRIGT
Doris Day lifir líí'i smu á
allt annan liátt en leik. rar
almennt í Hollywood. Hún
býr í Beverly Hills og sést
þar gjarnan úti á götu að
degi til, annaðhvort fótgang-
andi eða á hjóli, en nær aldr-
ei í bíl. Hún tekur mjög
sjaldan þátt í samkvæmislífinu; sést næstum
aldrei í hinum íburðarmiklu Hollywood-veizl-
um, þar sem stórar og litlar stjörnur reyna að
láta á sér bera og taka af sér myndir. Hún hef-
ur andstyggð á öllu slíku.
Hún er orðin 44 ára gömul, en hefur haldið
vinsældum sínum ár eftir ár með því eina móti
að vera hún sjálf. Það eitt er athyglisvert í
borg eins og Hollywood.
Hún lifir ósköp venjulegu og hversdagslegu
lífi eins og hver annar borgari. Tvisvar í viku
fer hún á markaðinn. Einu sinni í viku sækir
hún móður sína og snæðir með henni hádegis-
verð. Þegar hún hefur gert innkaup til heimilis-
ins dag hvern fær hún sér kaffi og kökur á litlu
veitingahúsi. Hún hefur mikinn áhuga á íþrótt-
um og fer oft að horfa á baseballkappleiki ásamt
eiginmanni sínum, Marthy Melcher.
Sumir vilja halda því fram, að IDoris Day
fari einförum og loki sig inni, en hún harðneit-
ar því:
— Eg er oi’tar á ferli í bænum en nokkur
annár leikari, segir hún. Hins
vegar lifi ég eðlilegu lífi eins
og hver annar borgari, enekki
öfgafullu og yfirborðskenndu
lífi, eins og leikararnir gera
almennt. Hverjum manni er
nauðsynlegt að lifa ])ví lífi,
sem honum er eðlilegt. Þetta
er sérstaklega áríðandi hér
í Hollywood, þar sem allir
eru að rembast við að vera
eitthvað annað en ])eir eru.
Eg hef unnið hér í mörg ár
og séð hvernig gáfað fólk hef-
ur eyðiíagt sjálft sig og hæfi-
leika sína. Það hefur ekki
staðizt freistinguna að öðlast
skjótan frama, en ákafinn
og umstangið hefur verið
svo mikið, að líf þessa fólks
hefur gersamlega farið úr
skorðum. Slikt leiðir til
óhamingju og hefur orðið
mörgum góðum leikara ör-
agarík reynsla.
Hjónaskilnaður, t augaáfall
og mannskemmandi slúður
einkennir líf leikaranna í
Hollywood, en Doris Day
hefur tekizt að sneiða lijá
öllu ])essu. Hún lifir heil-
brigðu lífi í hinum spillta
heimi kvikmyndanna.
34. tbi. VIKAN 49