Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 31
ar. Svo sneri hún andlitinu við,
horfði aftur á vatnið í lauginni,
hafið, horfði fram á fimm þraut-
leiðinlega daga, einmanalega
daga, þangað til fríið var bú-
ið ....
☆
Með bros á vör
Framhald af bls. 5
andvarpaði og' stundi: Eig-
um við ekki að byrja á Þing-
vallavatni?
Hún er svolítið keimlík
sagan af unga parinu, sem
kom inn á veitingasalinn í
hóteli einu hér í bæ. Þau
fengu hvort sinn matseðil, svo
sem venju ber til, og eftir
stundarþögn leit stúlkan upp
og spurði: Hvað er kavíar?
Kavíar, svaraði ungi maður-
inn, eru sauðagarnir soðnar í
kaplamjólk. Viltu kavíar,
elskan?
Nei, svaraði stúlkan með
viðbjóði, ég ætla bara að fá
steik.
I sama dúr er þetta: Fjöl-
skyldan var úti að borða, og
á eftir spurði pabbinn: Veiztu,
hvaða kjöt þú varst að borða,
Nonni?
— Já, nautakjöt, svaraði
stráksi.
Nehei, sagði faðii'inn. Ó-
ekkí. Þetta var hrossalcjöt.
Allt sem þú fékkst, var af
hrossi.
— Líka — líka þetta í
flöskunni? spurði snáðinn.
Snúum nú aftur til New
York og indíánans, sem skrif-
aði sig í gestabók háskóla-
bókasafnsins sem XX. Hvað
þýðir þetta? spurði bókavörð-
urinn. Fyrra Xið þýðir Svarti
Örn, svaraði indíáninn. En
hið síðara? spurði safnvörð-
urinn. Dr. theol, anzaði indí-
áninn.
Sömuleiðis er hér frásaga,
sem getur af augljósum
ástæðum ekki verið íslenzk.
Hún segir frá lögreglumann-
inum, sem stöðvaði konuna
á Benzinum og sagði: Þér
ókuð yfir gatnamótin á rauðu
ljósi. Má ég sjá ökuskírtein-
ið yðar.
Konan sneri upp á sig og
sagði sneglulega: Maðurinn
minn er bankastjóri Vaxta-
bankans.
— Eg var að biðja um öku-
skírteinið yðar.
— Lögreglustjórinn er
frændi minn.
— Eg var ekki að spyrja
um það, frú.
— Borgarstjórinn er góð-
ur vinur okkar.
— Skelfing þekkið þér
margt gott fóllc. Þér þekkið
þó vænti ég ekki líka Jón
Guðmundsson á Njálsgöt-
unni?
— Nei.
— Það var slæmt, því ég
er nefnilega hann. Og má ég
nú sjá ökuskírteinið yðar!
Og við skulum ljúka þess-
um þætti á nokkrum barna-
sögum, sem aldrei bregðast.
Tveir litlir strákar voru að
metast um feður sína og ann-
ar segir: Pabbi gefur mér 100
krónur í vasapeninga á mán-
uði! Uss, anzaði hinn, það er
ekkert, pabbi minn borgar
1500 krónur á mánuði í með-
lag með mér.
Reykjavíkurdrengurinn
hafði verið hjá önnnu og afa
og séð folald fæðast. Hann
var býsna uppveðraður af
þessu, og þegar pabbi hans
kom að sækja hann, þaut
hann á móti honum og sagði:
Pabbi, veiztu það, að folöld-
in koma í plastpoka?
Þegar S. var fjögra ára,
var honum sagt, að liann
væri orðinn móðurbróðir. Það
var nú gaman, svaraði hann.
Þá verð ég líka kannski orð-
inn afi, þegar ég er orðinn
10 ára.
Sami pjakkur var að rífast
við systur sína, og móðir
þeirra kom henni til hjálpar
móti honum. Þá hrópaði
hann bálreiður: Eg vildi, að
ekkert kvenfólk væri til.
— Nú, sagði mamma hans,
hver ætti þá að hneppa upp
um þig buxunum?
— Eg þyrfti þá bara eng-
ar buxur, svaraði sá stutti
og þessa djúpu rökvísi skul-
um við hafa að lokaorðum að
þessu sinni.
☆
Jómfrúin...
Framhald af bls. 28
Meymenni hugsa sig oftast vel og
vandlega um, áður en þau velja
sér lífsstarf, og þegar þau hafa val-
ið, spara þau sér enga fyrirhöfn til
að búa sig sem bezt undir það.
Þau leggja mikið upp úr þvf að ná
sem mestri fullkomnun f starfinu,
verða meistarar í sinni grein. Þeim
lætur prýðilega að fást við störf,
sem krefjast nákvæmni og árvekni,
svo sem úrsmíði, lækningar, lyfja-
gerð, efnagerð, vélfræði og bók-
hald. En annars eru þau alltaf frá-
bærir verkmenn, hvað sem þau fást
við og hvort heldur þau eru yfir-
menn eða óbreyttir. Þótt iðni þeirra
og snilli í starfi hjálpi þeim oft til
frama, þá getur hlédrægni þeirra
og of miklar áhyggjur af smámun-
um haft áhrif í gagnstæða átt.
Meymenni efnast yfirleitt vel, svo
sem nærri má geta um iðið, forsjált
og sparsamt fólk. Undantekning frá
þeirri reglu er þó „ósamkvæma"
týpan, en fólk af henni á það stund-
um til að henda frá sér í einu óráðs-
íukasti öllu, sem það hefur önglað
saman á langri ævi.
dþ.
Kona með...
Framhal daf bls. 19
þetta er sögulegt tilfelli, ég
veit ekki til að þetta hafi geng-
ið svona vel áður í sögu lækna-
vísindanna.
Nú er litla stúlkan orðin árs
gömul. Valerie eignast ekki fleiri
börn. Hún var gerð ófrjó rétt
eftir fæðinguna, og það vildi hún
sjálf.
— Það eru margir sem hafa
gagnrýnt það að við Jim lögð-
um í þessa hættu. En þegar ég
horfði á dóttur mína núna, veit
ég að ég gerði það eina rétta.
........ ☆
Húsmæður....
Vlð vitum, að þið kunnið að meta vönduð og falleg heimilistæki —
því bjóðum við yður frystikistur, kæliskópa og eldavélar frá
Norsk gæðafram-
leiðsla byggð ó
kröfum norskra
neytendasam-
taka.
KPS-frystikist-
urnar eru 320
og 500 lítra með
körfum, skilrúm-
um I botninum,
frysta niður í -r
1°C, með Ijósi í
loki, öryggisljósi,
vandlega ryð-
varðar og eru á
hjólum.
KPS-frystiskáparnir fóst í stærðunum 60 — 125 — 210 — 250 lítra —
einnig sambyggðir kæli- og djúpfrystiskópar. KPS-kæliskóparnir eru
fallegir, ódýrir og eru ó hjólum. Kynnið yður KPS — spyrjið eftir KPS.
EINAR FARESTVEIT & C0 HF.
Aðalstærti 18 - Sími 16995.
34. tbi. vnCAN 31