Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 41
r — Mon Dieu, sagði kona hús- bóndans, nema hvað hún var ekki lengur eiginkona húsbónd- ans. Þegar hann kyssti hana aft- ur og varpaði henni glæsilega, en varlega, á ríkulega skreytta lokrekkjuna og hún starði á hann í sæluvímu, þegar hann byrjaði að leysa fínu silkiborðana henn- ar, var hún Madame Pompadour. Þetta var allt rómantískt og æs- andi og brot af eilífðinni. Umhverfið varð óskýrt, skýrt aftur og aftur óskýrt. Andlit Madame Pompadour ljómaði af fögrum kinnbeinum frú Bloss- om. Hún sneri höfðinu á kodd- unum og bóndakurfurinn frá Penge laut yfir hana eins og guð. — Gefum þeim heimabakaða köku! hrópaði hún. En hver, sem hún var, var hún það dásamlegasta, sem nokkru sinni hafði komið fyrir Ambrose Tuttle. 3. í rúminu og risinu var áleitinn rykþefur. Vitund um það vakn- aði smám saman með Harriet. Hún sneri höfðinu og velti því fyrir sér hvað hefði orðið af rík- mannlegum tjöldunum fyrir lok- rekjunni og komst að því að þetta var ekki lengur lokrekkja. Hún sá mölflugu dansa í löng- um, skáhöllum sólargeislunum, þegar hún leitaði með augunum að djúpgrænu, þykku gólftepp- inu, sem hafði umkringt rúmið. En hún sá ekkert nema víðáttu af berum gólffjölum. Hún velti sér á hliðina og sá þar við hlið sér nakta öxl óupp- dregna bóndadurgsins, sem hafði ruðzt inn í líf hennar. Hún kyssti öxlina. Ambrose muldraði eitthvað ánægjulega í sæludvalanum. Harriet settist upp. Föt hennar voru á víð og dreif Wiitker fást í þrem stærSum. ULLAREFNI er tízkan í haust. Aldrei meira úrval ullarefna í dragtir, . kjóla, pils, buxur og kápur. KOMIÐ OG SKOÐIÐ Einnig glæsilegt úrval hvers- konar annarra efna. ALLT TIL HEIMASAUMS Leggingar, hnappar, belti og alls- konar smávara. McCall snið. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. á gólfinu, hinum megin við rúm- ið. Einhvern veginn voru þau ekki eins og þau áttu að vera. Hún hefði getað svarið að hún hefði verið í krínólínu og púðr- aða hárkollan hennar hlyti að liggja einhvers staðar, og hún mundi greinilega eftir blússunni með silkiborðunum, sem grófir, óþolinmóðir fingur höfðu losað með ástúð. Raunveruleikinn var engan veginn þessu líkur. Þó hafði þetta verið þannig ekki fyrir ýkja löngu. Einmitt þannig. En það var ekki lengur. Einhvers staðar langt í burtu, í hinum raunverulega heimi fyr- ir neðan, sló stóra klukkan í for- salnum. Annars hugar taldi Harriet slögin. Svo stökk hún fram úr rúminu og fékk flís í stóru tána af endanum á einu gólfborðinu. Robert var rétt ókominn heim. Hún laut yfir Ambrose og hristi hann. Hann umlaði aftur og hreiðraði um sig í silkirekkju- voðunum, sem greinilega voru enn til í hans vitund. — Upp með þig! sagði Harriet. Hann teygði sig og geispaði án þess að opna augun. Harriet virti fyrir sér hand- leggina, sem teygðust í áttina til hennar og langaði til að hreiðra um sig í þeim einu sinni enn. Miðað við mann, sem þorði ekki að snerta stúlkur, hafði Ambrose farið undravel af stað. Harriet teygði einnig úr aumum limun- um. Minningin flóði í gegnum þá með ferskum sársauka og ferskri ánægju. Já, þetta rúm var miklu betra, en það sem var í svefnherberg- inu neðan undir. Hún sló Ambrose miskunnar- laust á öxlina. — Þú verður að vakna. Að þessu sinni vaknaði hann með rykk til raunveruleikans. Hann sveiflaði fótunum fram úr og settist upp. Hann seildist eft- ir henni og hun hörfaði. — Prinsessan mín, sagði hann. — Eg var hertogafrú, sagði Harriet, — eða eitthvað þess háttar. — Mm. Eitthvað. Sannarlega eitthvað. Harriet fór að klæða sig. Hún sagði hörkulega: — Það er kom- inn tími til að þú farir. — Ég er svangur, sagði Am- brose. Dæmigerður sveitamaður, auð- vitað. Ekkert annað en samsafn af óseðjandi þörfum. — Þú getur étið, þegar þú kemur heim, sagði Harriet. — Það er ekkert ætilegt þar. Aðeins dós með bökuðum baun- um. Harriet smeygði kjólnum yfir höfuðið. Ambrose hreyfði sig enn ekki. Hann leit út fyrir að vera dasaður og veikburða. 34. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.