Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 25
Þessi mynd af hinum hamingjusömu hjónum var tekin á brúðkaupsferðinni í nóv-
ember 1934. Þetta var stutt ferð, ungu hjónin höfðu lítinn tíma og ennþá minni
peninga.
„T. J. Taylor selur allt“, stendur á verzlun sem faðir Lady Bird rak í Karnack
Texas. Tengdafaðirinn lét Lyndon Johnson hafa 20.000 dollara til að standa straum
af kostnaði fyrstu kosningabaráttu hans.
Þegar hún kom til baka hitti hún Lyndon og föður hans.
Faðirinn sagði: — Bírdie, ef þú bíður lengi giftist þú aldrei!
Ladv Bird segir: — Konur finna ýmislegt á sér, og sem
betur fór hafði ég' brúðarkjólinn meðferðis. Við ókum all-
an daginn, með bensínið í botni, 400 mílur, til San An-
tonio; póstmeistarinn og skráningaskrifstofustjórinn þar
var gamall vinur Lyndons. Hann hringdi í þennan vin
sinn á leiðinni, og þegar við komum þangað voru öll skil-
ríki í lagi, svo við gátum gift okkur um kvöldið. Auð-
vitað hafði Lvndon gleymt hringnum ....
Þá voru liðnar nákvæmlega 8 vikur frá því hún sá
hann fyrst.
Næstu ár voru mjög áhrifarík fyrir hamingju hennar í
löngu hjónabandi. TJngu hjónin bjuggu í ódýrri ibúð í
Washington, og lifðu af þeim launum sem Lyndon fékk á
þingmannsskrifstofunni. Hundrað dollara notaði hann til
að standa straum af bílnum ogöðrum föstum gjöldum. Lady
Bird, sem ekkert kunni í matargerð og hafði ekki einu
sinni lært að búa um rúm, annaðist sjálf öll heimilisstörfin
frá fyrsta degi. Til húshaldsins hafði hún 107 dollara sem
af gengu.
Johnson hlífði lienni aldrei. Daga og kvöld fyllti hann
húsið af vinum sínum og kunningjum, og kom alltaf að
gljáfa'gðu húsi, þar sem hann heimtaði mat og drykk, og
tók ekkert eftir því þótt Lady Bird gæti varla rétt úr
bakinu fvrir þreytu. Þegar honum var bent á þetta sagði
hann: — Hún elskar mig, er það ekki?
Á sunnudagsmorgnana, þegar Lady Bird gat varla opn-
að augun, var Lyndon kominn á fætur fyrir allar aldir,
þótt hann hefði aðeins sofið í þrjá tíma. Hann stóð þá
oft við gluggann og hrópaði: — Bird vaknaðu, forsetinn
er að aka fram hjá.
— Lady Bird lét aldrei á sér standa, þegar forsetinn
var annars vegar, segir liinn hamingjusami eiginmaður.
í júlí 1035 útnefndi forsetinn sjálfur Johnson sem leið-
toga æskulýðssamtakanna í Texas. Þegar forsetinn tók í
hönd Johnsons þrýsti hann hana innilega.
— Þetta var starf við hans hæfi, sagði Lady Bird. Þegar
hún var að undirbúa flutningana til Texas, varð hún fyrir
því óláni að missa fóstur, en hún sagði ekki hinum önnum
kafna eiginmanni frá því. Fram að 1044 missti hún hvert
fóstrið af öðru, fjögur talsins.
Árið 1037 lézt gamall þingmaður i Texas; — þá sagði
Lvndon við Lady Bird: — Nú eða aldrei! Og hann bauð
sig fram til þings. En kosningabaráttan kostaði peninga,
og þá áttu þau ekki. Lady Bird hringdi þá til föður síns:
— Geturðu ekki látið mig liafa 20.000 dollara, og dregið
það frá arfinum mínum? Lyndon hefir boðið sig fram
til þings.
— Faðir hennar, segir Johnson hrevkinn, — hélt full-
komlega ró sinni og svaraði: „Það er sunnudagur i dag,
er ekki nóg að fá peningana á morgun?“
Hann sigraði í kosningunum, og var svo sjálfkjörinn
árin 1038, 1040 og 1042.
Þegar Bandaríkin fóru í stríðið, árið 1041, gekk John-
son í sjóherinn. Hann fól Lady Bird skrifstofuhaldið, og
Framhald á bls. 36.
34. tbi. VIKAN 25