Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 20
Má bíiOa yflur að
leogiast
Mörg af þessum nýtízkulegu hægindahús-
gögnum geta komið manni í þó nokkurn
vanda. Er hægt að segja við stúlku: „Má
bjóða yður að leggjast?" Eitt er víst, að í
þessum húsgögnum er ekki hægt að sitja,
greinilegt er, að þau eru alls ekki til þess
ætluð.
Gömlu Rómverjarnir eyddu yfirleitt lífi
sínu útafliggjandi, og af sögunni vitum við
hvað af því hlauzt. Hóglífi þeirra gerði þá
að lingerðum kveifum, sem lifðu í vellyst-
ingum praktuglega, í stað þess að deyja fyr-
ir föðurlandið.
Þessi hætta var ekki fyrir hendi, þegar
menn sátu á venjulegum stólum, með þrem-
ur eða fjórum fótum, svo maður tali ekki
um þegar menn tylltu sér á stein og gerðu
ekki kröfur til annarra þæginda. Flatur og
harður setflötur minnir fólk á að ekki er til
setu boðið í þessari veröld, þar sem allt er
á ferð og flugi, og menn æða um hvíldar-
laust. Lóðrétt stólbök eru samt engin trygg-
ing fyrir því að letingjar ranki við sér og
rétti úr bakinu. í upphafi vega urðu þeir
sem vildu eignast mjúkt hægindi, að fella
bjarndýr til að eignast góðan og mjúkan
loðfeld.
Það er ekki fyrr en fyrir 200—300 árum að
húsgögn fóru að taka verulegum breyting-
um, og þær breytingar komu frá Frakk-
landi. En renndar og listilega útskornar
lappir rokoko-stólanna leyfðu ekki mikið
brölt, og þessi húsgögn voru ekki beint til
hvíldar.
Almenn fátækt hefur líklega verið ástæð-
an til þess, að ekki var mikið gert af því
að afla húsgagna. í upphafi aldarinnar voru
kröfur til húsbúnaðar mjög litlar. í sæmi-
lega búinni stofu voru ef til vill engir stól-
ar, aðeins borð og sófi, sem venjulega var
lítill og alls ekki til þess gerður að liggja
í honum.
Með þetta í huga er dálítið furðulegt að
virða íyrir sér húsgögnin hér á myndunum.
Það er álitamál hvort þessi húsgögn gera
heimilið vistlegt, þótt óneitanlega sé nota-
legt að hreiðra um sig í mjúku hægindi.
Eitt er þó sennilega mikill kostur: það
bætist ekki flutningskostnaður á húsgögn,
sem keypt eru í búð, eins og loftlausar
blöðrur. Þá þarf ekkert annað en að vefja
þeim saman, stinga þeim undir handlegg-
inn og rölta heim. Og ef maður á góða
pumpu, er mjög fljótlegt að fylla þau af
lofti. Það er líka hægt að eiga nokkra stóla
eða legubekki til vara uppi í skáp, sem hægt
er svo að blása upp, þegar gesti ber að
garði.... ☆
20 VIKAN 34-tbl-
Hér er tillaga um húsbúnað framtíðarinnar. Þessum knöttum má raða saman, svo þeir verði ýmist stólar eða
legubekkir.
Nýjar linur: Stólar úr svcigjanlcgum viði og hengistólar úr harðplasti, mcð mjúkum púðum.