Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 15
Lag Donovans, „Hurdy Gurdy Man“, er án efa eitt hið vin- sælasta, sem frá hans hendi hefur komið. Greinilegt er, að Donovan er ekki allur þar sem hann er séður! Hann er ekki aðeins eins og hver annar þjóð- lagasöngvari. eins og margir álitu, þegar hann kom fyrst fram á sviðsljósið með lögin „Colours“ og „Catch the wind“. Þau lög voru líka af nokkrum öðrum toga en nýjustu lögin hans. Lagið „Hurdy Gurdy Man“ var upphaflega samið fyrir danskt söngtríó, sem heit- ir Hurdy Gurdy, en einn í þeim hóp kenndi Donovan á gítar á sínum tíma. Þegar til átti að taka, líkaði Donovan ekki út- færsla tríósins á laginu, og ákvað hann því að syngja það sjálfur og gefa það út á tveggja laga plötu. Þegar Donovan er að því spurður, hversu þýðing- armikið það sé að hans áliti að senda frá sér tveggja laga plöt- ur, segir hann, að þær séu vel til þess fallnar að auka sölu á hæggengu plötunum, sem hann hefur sungið inn á. — Tveggja laga plöturnar mínar hafa aldrei selzt veru- lega vel, segir hann. — Ég sezt aldrei niður með því hugarfari að semja lög til að setja á tveggja laga plötu. Lögin á tveggja laga plötunum eru val- in af Mickie Most, sem hefur umsjón með öllum plötuupp- tökum mínum. Annars eru tveggja laga plötur óútreilcnan- legar. Tökum lagið „Jennifer Juniper“, sem mér fannst mjög fallegt lag. Það fékk ekki eins góðar viðtökur og Hurdy Gurdy Man“. Upphaflega ætlaði ég að fá Jimi Hendrix og hans menn til að leika undir hjá mér í laginu „Hurdy Gurdy Man“, en haun var í Bandaríkjunum þá, -vo að ég fékk aðra kunningja inína til að annast undirleik- inn. 'ít DONOVAN PÚSSUÐ SAMAN Á þessari mynd sjáum við tvo þekkta þræður, Paul og Mike Mc Cartney, en hinn síðarnefndi var að festa ráð sitt nú á dögunum. Brúðurin heitir Angela Fishwick, og er Paul hér að óska henni til hamingju. Bróðir Pauls, Mike, leik- ur sem kunnugt er með hljómsveit- inni Scaffold og hefur tekið sér eftirnafnið McGear. ☆ _____________/ R„BABY C0ME!BACK“ Fyrir tíu mánuðum kom út í Banda- ríkjunum tveggja laga plata meff alls óþekktri hljómsveit. Lagiff, sem átti að selja plötuna, hét „Hold Me Clos- er“, og hljómsveitin hét The Equals. Þessi plata seldist lítiff sem ekkert, og ekki varff lagiff „Hold me closer“ til þess aff varpa neinum ljóma á nafn hljómsveitarinnar. Baka til á plötunni var lagiff „Baby Come Back“, en þeir íélagamir liöfffu lítiff álit á því og töldu, aff þaff ætti aldrei eftir aff heyr- ast. En þaff fór á annan veg. Nokkrum mánuðum eftir útkomu plötunnar, fór þetta lag þó aff heyrast í ýmsum út- varpsstöffvum, og svo brá viff, aff ekki leiff á löngu, þar til þaff var á hvers manns vörum! Þaff var þó ekki affeins í Banda- ríkjunum, aff lagiff „Baby Come Back“ náffi geysivinsældum. Þaff komst líka ofarlega á vinsældalistann í Bretlandi, en þegar þau undur og stórmerki áttu sér staff, vissu The Equals varla, hvaff- an á þá stóð veffriff, því aff þeir höfðu svo sannarlega gefiff upp alla von um, aff platan yrffi til þess aff vekja á þeim athygli. En þaff gerffi hún samt svo um munaði, og þaff tíu máuffum eftir aff hún kom út, meff lagi, sem unniff var í flýti enda einkum hugsað sem uppfylling á plötunni. Nú er bara aff sjá, hvort The Equals tekst að halda í vinsældirnar, en nýj- asta lagiff þeirra heitir „Laurel and Hardy“. •k LIFID 06 flSTIN Þegar þú átt alla þá peninga, sem þú þarfnast effa munt þarfnast á lífsleiðinni, þegar þú nýtur vin- sælda og allir þekkja þig af góðu einu, þegar þú hefur á unga aldri séð meira af veröldinni en flest- ir gera heilt æviskeiff — hvaff er þá eftir? Aff þessu var Micky Dolenz spurffur, og hann svaraffi: - Lííiff og ástin og leitin aff sannleikanum. Þaff eru margar leiffir aff sama markinu, ef heimspeki effa trú eru leiffarljósin. Ég hef kynnt mér trúar- brögff síffan ég var ellefu ára. Maharishi hafði sinn boffskap aff flytja. Sá boffskapur var ágætur og kom mörgum aff góffu haldi. Ég er þeirrar skoffun- ar, aff hver og einn verffi aff finna þá leiff, sem: honum þykir réttust og ég er aff leita aff minni! ☆ V_______________________________________________________________/ 34. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.