Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 23
Lady Bird með gestum X vesturálmu á fyrstu hæð. — Þetta herbergi hefi ég sjálf skreytt, segir hún. Þaö er grænt, gult og apri- kosulitt, sem eru litir fjöl- skyldunnar. Okkur finnst þetta herbergi heimilislcgt. Borðstofa fjölskyldunnar. í> onan, sem raunverulega heitir Claudia Alba, viður- kennir einfaldlega: — Ef mig liefði grunað að ég ætti einhvern tíma eftir að verða forsetafrú, fyrsta frú ríkisins, hefði ég reynt að losa mig við gælu- nafn mitt, „Lady Bird“. Lady Bird, (sem þýðir maríuhæna) hljómar líka undarlega á amerísku, þegar átt er við virðulega ommu á fimmtugast og sjötta ári. Eins og kunnugt er var það afleiðing af morð- inu á Jolin F. Kennedy, að Johnson hjónin fluttu inn í Hvíta húsið. Það hefir ekki verið erfiðislaust fyrir konu, sem ekki hafði verið mikið í opinberum störfum, fyrr en maður- inn hennar varð varaforseti, að verða að taka við slíku starfi, fyrir- varalaust, og það var örugglega ekki hentugt að heita Lady Bird. Þegar Lyndon B. Johnson, hinn örlagarika dag í nóvember 1963, tók við embætti forseta Bandaríkjanna, þótti hann, samanborið við Kennedy, ekki nema meðalmaður, og konan hans, sem bar þetta hlægilega nafn. viðurkenndi sjálf að hún væri aðeins ósköp „venjuleg kona“. Síðar kom það í ljós að Lyndon B. Johnson, var ekki einungis metnaðargjarn stjórnmálamaður, heldur var hann lika hamingju- samur eiginmaður, sem tilkynnti það hatt og hatiðlega að „an T,adv Bird, væri ég glataður maður“. Þessi ummæli og mörg önnur vöktu mikið umtal, og Lady Bird var líka stöðugt líkt við fvrirrennara sinn. Jackie Kennedy, svo hún var sannarlega ekki öfundsverð. Hún trúði náinni vinkonu sinni fyrir því að fyrstu dagana í TTvíta húsinu liefði sér liðið eins og leikkonu, sem komin væri upp á leiksvið í fyrsta sinn, án undangenginna æfinga. ITún var fædd og uppalin í sveitahéraði. Faðir hennar hét Taylor og hann vak lyfjabúð i sináþorpinu Karnack, þar sem íbúar voru aðeins 100. Þegar Lyndon B. Johnson var 25 ára var hann langur, mjög horaður, en ákaflega duglegur. TTann liefir greinilega orðið ástfangin af ungu stúlkunni Claudiu Alba Taylor, sem þá var orðin stúdent, við fyrstu sýn. Hann kvnntist henni hjá sameigin- legri vinkonu þeirra í Austin, í september 1934. Claudia A. Taylor suðræn í útliti og mjög lagleg, var aðeins 108 cm á hæð, og þykir það frekar lágvaxið í Texas. TTún hefir stór, hlýleg, brún augu og blásvart hár. en í seinni tíð hefir hún látið skola hárið og hefir það nú rauðbrúnt, sem fer betur við hvíta húðina. Þesar Claudia Alba fæddist., hrópaði þeldökka barn- fóstran: — Ó, hún er eins og ladybuff“ (ladvbug býðir hka mariu- hæna). Móðir hennar fannst þetta fallegt nafn, þótt hún hefði mis- skilið stúlkuna. Nafnið varð Ladv Bird og festist við hana ævi- langt. oa' allar tliraunir hennar til að losna við það hafa mistekizt. Ladv Bird missti móður sína þegar hún var fimm ára, og bjó með föður sínum eftir það. Lvndon Johnson lauk prófi úr sjötta bekk ríkisháskólans í John- son Cit.v, smábæ í Texas, sem afi lians hafði grundvallað. Hann var þá 10 ára. Hann fór til Kaliforniu, með aðeins 26 dollar í vasanum, og þurfti að nota megnið af þeim í fargjöld. Þar sem hann gat ekki vænzt neinnar hjólpar frá föður sínum eða bræðrmn, varð hann sjálfur að sjá sér farborða. Hann svelti sig bókstaflega til að komast gegnum kennaraskóla, og vann fvrir sér með allskonar íhlaupavinnu. T tvö ár, eða þangað til hann lauk prófi frá kennaraskólanum, svaf hann og las í lítilli kompu yfir bílskúr, og eigandi skúrsins vissi ekki einu sinni að hann var þar. Hann lauk prófi eftir tvö ár, árið 1930. Þá fór hann að kenna mexikönskum börnum og fékk 125 dollara á mánuði, lítil laun en örugg. Johnson var mjög hrifinn af Franklin Helano Roosevelt. hin- um lamaða ríkisstjóra New York fvlkis, sem sigraði remiblikan- ann í forsetakosningunum 1932. f bakklætisskvni fyrir dugnað i kosningabaráttunni, fékk Lyndon Johnson ritarastarf í Washing- ton. og 267 dollara mánaðarlaun. Frá þeim tíma var hinn ungi maður altekinn af stjórnmálunum og hefir verið það æ siðan. 34. tbi. viKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.