Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 33
ósveigjanlegur. Rétt sem þau
komu að bílunum hlýtur hún að
hafa gert sér ljóst að hún hafði
glatað Howard og myndi ekki
vinna hann aftur. Hún sleit sig
lausa og hljóp í burtu. Howard
hljóp á eftir henni og náði henni.
Ég reikna með að öll sú beizkja
sem myndaðist hjá honum, þeg-
ar hann frétti hvernig allt var í
pottinn búið frá upphafi, hafi
verið í fyrsta högginu, sem hann
greiddi henni. Og þegar hún var
fallin hélt hann áfram að berja
hana. Ofboðsleg reiði knúði hann
áfram. Herra Sam tók vasaklút
úr brjóstvasa sínum og þurrkaði
í framan með honum.
— Með hverju sló hann hana?
spurði Peter.
Herra Sam leit snöggt á Ho-
ward. Howard var grafkyrr, hall-
aði sér upp að bókunum með
augun lokuð.
— Byssuskefti, sagði herra
Sam.
— Ber hann byssu á sér? Pet-
er leit á Söndru. — Er það,
Sandra?
— Eg vissi ekki að hann ætti
byssu, hvíslaði hún.
— Það er byssusafn í öðru her-
bergi hér, svaraði Sam óákveðið.
— Hvað gerðist svo, herra
Delafield? spurði Macklyn.
-— Howard rann reiðin. Hann
horfði á stúlkuna og hélt að hann
hefði drepið hana. Þá varð hann
ofsahræddur. Hann þreif hana
upp og bar hana inn í bílinn sinn,
hann lagði hana í aftursætið og
ók með hana hingað út í grjót-
námuna, svo gekk hann upp að
húsinu og sagði mér alla söguna.
Herra Sam andvarpaði: —- Hann
er sonur minn Macklyn og hann
er okkur mjög mikilvægur. Eg
ákvað að reyna að hjálpa hon-
um og gerði Joe að trúnaðar-
manni mínum- Við sendum Ho-
ward í verksmiðjuna en við
Joe ókum aftur út að húsi stúlk-
unnar. Joe tók bíl Howards og
ók honum aftur hingað; ég fylgdi
honum eftir á mínum. Við þaul-
leituðum allan staðinn og fund-
um ekki neitt sem beint gæti
grun að Howard. Það var skyndi-
leg hugdetta, sem kom mér til
að hringja á lögreglustöðina,
breyta röddinni og tilkynna
morðið. Mér var óbærilegt að
bíða eftir því að þetta uppgötv-
aðist fyrir tilviljun. Ég vildi að
þessu yrði aflokið sem fyrst.
Macklyn lögregluforingi leit á
Peter:
— Ánægður Styles?
— Nei, svaraði Peter.
— Hvað er nú að þér? spurði
Macklyn.
— Þú hefur ekki yfirheyrt
þriðja yfirhilmarann, sagði Pet-
er.
— Hvern meinarðu?
Peter leit á þann þjóðverja-
lega Gus Kramm:
— Herra Kramm gaf Howard
fjarvistarsönnun í gær. Hvernig
var hún nú aftur? Howard fór
úr verksmiðjunni klukkan fimm-
tán mínútur yfir tvö og kom
þangað aftur fimm mínútur fyrir
þrjú. Var í verksmiðjunni til sex.
Var þetta ekki rétt?
-—- Það er rétt, ég bókaði hann
sjálfur inn og út, sagði Kramm.
— Og þá sérðu hversvegna ég
er ekki ánægður með þetta, sagði
Peter. —• Ef Kramm segir sann-
leikann hrynur saga herra Sams
í parta. Við drögum frá hálfa
klukkustund í milliferðir og þá
verður allt það sem herra Sam
segir að gerzt hafi að hafa farið
fram á tíu mínútum. Látum okk-
ur sjá hvað hann segir að gerzt
hafi. Howard kom, hann heilsaði
Mary og þau fóru inn í húsið..
Mennirnir tveir komu, þeir þrátt-
uðu við Mary — nógu lengi til
að Howard komst á snoðir um
alla þessa leiðinlegu sögu, svo
skaut hún mennina tvo. SvO'
reyndi hún að réttlæta sig fyrir
Howard. Svo þráttuðu þau um
hvort þau yrðu að fara til lög-
reglunnar- Svo gengu þau út á
bílastæðið. Síðan reyndi Mary að
flýja, Howard náði henni og barði
hana meðvitundarlausa. Svo tróð
hann henni í litla Triumphinn og
ók henni út í grjótnámuna. Svo>
gekk hann hingað upp að hús-
inu, fann Sam og sagði honum
hvað gerzt hefði. Síðan ræddu
þeir um hvað gera skyldi, þeir-
sömdu áætlun og Howard fór:
aftur í verksmiðjuna. Getur allt
þetta hafa gerzt á tíu mínútum?
Það hefði mátt heyra flugu
anda í herberginu. Howard starði
uppglenntum augum á föður sinn.
— Þessar tímaákvarðanir sem
ég gaf ykkur um ferðir Howards
eru nákvæmar, sagði Kramm
með erfiðismunum. Ég bóka
venjulega ekki sjálfur þá sem
koma og fara, en þegar svona
margt ókunnra manna er í borg-
inni, tók ég sjálfur á mig ábyrgð-
ina gagnvart leyndasta hluta
starfseminnar — rannsóknarstof-
unni. Sg bókaði hann inn og út;.
ég sá hann stimpla kortið sitt;
ég sá hann skrifa sig í bókina.
— Ef Kramm segir sannleik-
ann er herra Sam blygðunarlaus
lygari, sagði Peter. — Er þetta
nóg til að opna augu þín, Mack-
lyn?
Macklyn starði á herra Sam
og beið eftir afneitun. En mað-
urinn var enn einu sinni að
þurrka andlitið með vasaklútn-
um, sem nú var orðinn blautur.
— Hvernig gaztu látið koma
þér til að taka þetta á þig Ho-
ward? spurði Peter.
Hálsvöðvar Howards hreyfðust
með rykkjum.
Peter hélt áfram: -— Sandra
segist hafa séð þennan Christie
tala við þig í klúbbnum Howard.
Hvað var hann að segja? Um
hvað spurði hann þig?
Howard var enn þögull.
— É'g skal geta upp á því,
sagði Peter. — Hann spurði hvar
hann gæti fundið föður þinn.
Rétt?
Það fóru kippir um augnalok
Howards en hann svaraði engu.
Peter sneri sér að herra Sam- —
Það varst þú sem heyrðir allt,
Delafield. Það varst þú sem fald-
ir þig í húsinu.
Howard stökk fram snöggt og
óvænt. Hann var næstum kom-
inn að föður sínum, þegar lög-
reglumennirnir tveir náðu taki á
honum aftur.
— Er til sannleikskorn í því,
sem þú sagðir mér? öskraði hann
framan í herra Sam: — Sagði
hún í raun og veru að hún hefði
hætt að segja Christie, það sem
ég sagði henni vegna þess að hún
hefði orðið ástfangin af mér?
Sagði hún það nokkurntíman eða
er það enn ein helvítis lygin í
þér?
Gamli maðurinn leit þreytu-
lega á son sinn: — Hún sagði
það, Howard. Hún sagði það.
Hann sneri sér að Macklyn og
reyndi að brosa án árangurs: —
Þú gætir notað krystalskúlu þessa
Styles í þínu starfi, lögreglufor-
ingi. Já, Christie var að leita að
:mér. Hann kom til mín í klúbbn-
um og sagði mér að fyrir ákveðna
fjárupphæð skyldi hann segja
mér hvar leki væri í kerfinu
okkar. Ég trúði honum ekki. Ég
:sagði honum að fara til andskot-
ans. Hann sagðist geta sannað
mér það, ef ég vildi koma með
honum og vini hans á ákveðinn
stað. Ég sagðist skyldi gera það.
'Fyrst vildi hann fá ávísun upp
á fimmtíu þúsund dollara. Til
hvers var ávísun? Ég gat kom-
ið í veg fyrir að hún væri greidd.
Hann sagðist skyldi taka þá á-
hættu. Ef hann sannaði mér að
það væri leki og ég sviki hann
myndi hann segja CIA það, sem
hann vissi. Ef hann gæti ekki
sannað það væri mér í lófa lag-
ið að koma í veg fyrir greiðslu
á ávísuninni og við því gæti hann
ekkert gert. Svo ég skrifaði ávís-
unina og svo sagði hann mér
hvert ferðinni væri heitið og mér
féll allur ketill í eld. Gamli mað-
urinn rétti úr sér: — Þaðan í frá
er allt satt, sem ég sagði ykkur,
ef þið setjið mig í Howards stað.
Ég heyrði það allt- É’g sá það
allt. Ég kom aftan að henni og
tók af henni byssuna. Svo bað
hún og betlaði og sagðist elska
Howard og hún hefði myrt þessa
tvo þorpara til að koma í veg
fyrir að upp um hann kæmist og
hann yrði að þola skaða og smán.
Allan þann tíma ólgaði reiðin og
sauð í mér. Ég dró hana niður
undir bílastæði og ætlaði að fara
með hana til lögreglunnar. Hún
sleit sig lausa og ég náði henni
aftur, það var eins og eitthvað
spryngi í mér. Ég hafði tekið með
mér byssu, vegna þess að ég
treysti ekki Christie. Ég notaði
skeftið á hana. Annars er þetta
allt í einni rauðri þoku fyrir mér.
— Tókstu svo veskin af mönn-
unum til að koma í veg fyrir að
við uppgötvuðum hverjir þeir
væru? spurði Macklyn.
— Ekki beinlínis. Ég tók þau
vegna þess að ávísunin frá mér
var í öðru þeirra. Ég hafði ekki
tíma til að leita að henni. Ég var
með stúlkuna á höndum mér.
Hann vætti varirnar: — Eg hélt
að hún væri dáin. Ég setti hana
upp í bílinn og ók henni í grjó-
námuna. Ég varð að vinna tíma
áður en hún fyndist. Svo varð ég
að ná mínum eigin bíl og Joe
hjálpaði mér. Vertu ekki of harð-
ur við Joe lögregluforingi. Hann
er vinur; góður, tryggur vinur.
Hann sneri sér við og leit á Ho-
ward:
— Þegar ég gat í kvöld fór ég
á sjúkrahúsið og sagði Howard
alla sólarsöguna eins og hún lagði
sig- Ég neyddist til, vegna þess
að Styles var kominn svo nærri
sannleikanum. Ég leit þannig á
málið, að ef Howard játaði myndi
hann sennilega sleppa með lítinn
eða engan dóm. Hann myndi fá
Framhald á bls. 50.
34. tbi. VIKAN 33