Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 16
Ambrose sneri sér aftur að
saumavélinni. Hann hélt áfram
að hugsa um kampavín, kavíar,
portvín og virðulegar konur. Frú
Blossom kallaði framan úr eld-
húsi:
— Kökur?
Ambrose rakst á brotna nál í
óreiðunni á þann hátt að hún
stakkst á kaf í vísifingur hans,
en hann hélt röddinni í skefjum
og svaraði þýðmæltur:
— Það væri ákaflega vel þeg-
ið, frú Blossom, þakka yður fyr-
ir.
Þegar hún kom aftur inn með
bakkann — silfurtekönnu, auð-
vitað, og næfurþunnt, kínverskt
postulín, hafði hann losað verstu
flækjuna. Hann kom aðeins við
fótafjölina og vélin snerist ljúf-
lega.
— Það vantar nýja spólu.
— Eigið þér spólu?
Ambrose rótaði í skjóðu sinni:
— Já, ég er með eina.
— Gott. Ég þarf líka að fá
nýja skyrtu. Frú Blossom setti
bakkann varlega frá sér á lágt
borð. — Hvað heitið þér?
— Tuttle. Ambrose Tuttle.
— Tuttle.
Það hljómaði allt öðruvísi
þegar hún sagði það. Það var
miklu útlendingslegra. Ambrose
sagði:
— Hvaðan eruð þér? Frá Liv-
erpool?
— Ohio. Columbus.
Ambrose reyndi að rifja upp
fyrir sér mannkynssöguna:
— Já, hann var Ameríkani,
var það ekki?
Hún hellti teinu í bolla og hann
gaut augunum á klukkuna, sem
sveiflaði innyflunum á arinhill-
unni:
— Ég má ekki koma seint aft-
ur í verksmiðjuna.
— Þér getið ekki rokið svona
í burtu.
— Við erum stimplaðir út og
inn eins og það sé stríð.
— Ó, vitleysa. Talið svolítið
við mig. Ég fæ aldrei gesti. —
Aldrei.
Frú Blossom settist á annan
enda á sófa með grænu áklæði
og bleikum blómum. Augu henn-
ar stækkuðu og minnkuðu á
víxl, þegar hún virti fyrir sér
tebakkann. Hún sagði:
— Hvernig viljið þér hafa
það?
— Hvernig vil ég hafa hvað?
— Teið.
— Mjólk og sykur, takk. Tvo
mola.
Frú Blossom lét mjólk og syk-
ur í teið, en rétti Ambrose ekki
bollann. Hún klappaði á sófann
við hlið sér: — Komið og fáið
yður sæti. Ég skal ekki éta yður.
Ambrose fikraði sig kringum
borðið og settist. Hann þurfti
ekki annað en rétta út höndina
og þá gat hann lagt hana beint
á betta fallega hné. Með snögg-
um rykk rétti hann fram hönd-
ina og — tók um bollann sinn.
1(5 VIKAN 34-tbl'
— Ég ætti í rauninni að halda
áfram við það sem ég er að gera.
— Slappið af. Fáið yður kök-
ur. Þær eru heimabakaðar. Það
liggur ekkert á. Þér eruð þó
ekki hræddur við herra Bloss-
om?
— Jú. Ambrose fékk sér köku
og át hana með góðri lyst. Þetta
var allt miklu betri kaka en hann
fékk í kaffistofunni í verksmiðj-
unni. — Það eru allir, sagði
hann.
— Er það? Gerið svo vel, fá-
ið yður aðra, ég bakaði þær sjálf.
— Þess vegna eru þær svona
góðar. Ambrose sneri höfðinu og
sá að hún horfði á hann. Hann
sagði með munninn fullan af
léttri, þunnri kökumylsnu. —
Fyrirgefið, ég hefði ekki átt að
segja þetta. Ég á við um herra
Blossom, meina ég. Það er bara
— ja, hann verður svo andskoti
spólvitlaus stundum.
Frú Blossom varð undrandi á
svipinn. Eða kannske var það
henni bara eðlilegt. Kannske var
þetta kankvíslega andlit hennar
þá. Hann horfði sorgmæddur of-
an í bollann sinn. — Ég hef aldr-
ei kynnzt því í rauninni hvað
það er að eiga raunverulegt
heimili.
Frú Blossom ýtti kökudiskin-
um í áttina til hans. — Færðu
nóg að borða?
— Strákarnir í verksmiðjunni
eru ágætir. Þeir gefa mér leif-
arnar úr nestisboxunum sínum.
— Fáðu þér aðra köku.
Ambrose leit á kökudiskinn:
— Nei, það get ég ekki.
— Hversvegna ekki?
— Þetta er síðasta kakan, það
væri ekki kurteisi.
— Ég á miklu meira.
Ambrose þáði kökuna. Á hana
var stráð kókósmjöli og kirsu-
ber í miðjunni. Hann sagði: —
Ég man, þegar ég var lítill, að
Peek Frean bjó til kex. Á því
voru lítil dýr búin til úr skraut-
sykri, í mismunandi litum. Ég
hélt einkum upp á fílinn. Skrýt-
ið hvað tollir í huga manns. Ég
býst ekki við að þvílíkt sé bak-
að lengur. Allt breytist.
Framhaidssaga eftir John Burke
2. HLUTI
Copyright: John Burke 1968
svona. Hún dreypti á teinu og
spurði: — Ertu kvæntur, Am-
brose?
— Ég? Ég hef ekki efni á því.
— Býrðu hjá foreldrum þín-
um?
— Ég er munaðarleysingi.
— Ó, fyrirgefðu.
— f báðar ættir, sagði Am-
brose. Honum gazt vel að því
hvað rödd hans var dapurleg. —
Ég þekkti aldrei föður minn. Og
mamma varð fyrir strætisvagni
þegar ég var pínulítill.
— En hræðilegt!
— Þrjátíu og sex.
Frú Blossom hallaði sér fram
og bollinn staðnæmdist á leið-
inni upp að vörum hennar. Hún
hleypti í brýrnar, skilningssljó
á svipinn.
— Strætisvagninn, sagði Am-
brose. — Hann var númer þrjá-
tíu og sex. Ég var tveggja ára
— Já, allt breytist.
Frú Blossom starði út í blá-
inn. Ambrose starði með henni.
Eftir stutta stund sagði hann:
— Gerið svo vel að halda áfram
að tala.
— Þú varst að tala.
— Ég elska hreiminn í rödd
yðar. Það minnir mig á aðra
rödd, sem ég elskaði.
— Nú, hvaða rödd?
— Rödd móður minnar.
— Mig minnir þú segja, að þú
hafir verið tveggja ára þegar
hún dó.
— Það er rétt.
— Geturðu þá munað eftir
rödd hennar?
— Skýrt og greinilega, svar-
aði Ambrose, sannleikanum sam-
kvæmt.
Það voru reyndar ekki nema
sex mánuðir síðan hann hafði
heyrt hana síðast, og þá hafði
móðir hans látið móðan mása
um andskotans nágrannana, sem
höfðu gert nokkuð óprenthæft
við þvottasnúrurnar hennar.
— Ambrose, sagði frú Bloss-
om, — þú ættir að ljúka við teið
og gera við vélina. Það vottaði
fyrir tortryggni í röddinni. Am-
brose tók það nærri sér.
Jæja, svo saga hans var ekki
sönn — en hún gat vel verið
sönn, og hvað vissi hún um hvort
svo var eða ekki? Þegar allt
kom til alls var hún miklu
bragðmeiri svona. Það var til
sannleikur í henni hér og þar,
hann hafði ekki þekkt föður sinn
til dæmis. Svo sannarlega hafði
hann heyrt móður sína tala oft
um hann — og það var bragð-
mikið líka — en ekki með rétt-
um blæ fyrir kurteislegar sam-
ræður.
Frú Blossom rétti fram hönd-
ina eftir tómum bollanum og
gekk frá á bakkanum.
— Leyfið mér að hjálpa, sagði
Ambrose. — Hafið þér ekki þjón-
ustustúlku?
— Jú. Mig. Ef ég hefði aðra,
myndi ég ekki gera neitt annað
en taka til eftir hana.
Hún þreif bakkann og gekk til
dyra. Meðan hún var frammi
virti hann herbergið fyrir sér
aftur. Gapandi og glottandi
trýnið á herra Blossom í silfur-
rammanum. Allt hreint og snyrti-
legt. Allt virðulegt eins og það
átti að vera, en Ambrose fannst
það kuldalegt. Hér vantaði eitt-
hvað og þar sem hann hafði ekki
bækurrtar sínar tiltækar gat hann
ekki fyllilega komizt að niður-
stöðu um hvað það var.
Hann gekk í áttina til dyra. í
horninu við dyrnar var billjard-
borð. Enn eitt tækið til að drepa
með tímann, hugsaði hann. En
engu að síður — í hreinskilni
sagt, þegar hann hugsaði um það.
Hann hugsaði um það og hann
kallaði: — Má ég leggja fyrir yð-
ur spurningu, frú Blossom?
Hún kom aftur, bakkalaus.
Hún gekk léttilega og kæruleys-
islega — en hún var stælt og
fjaðurmögnuð. Það eitt hvernig
hún gekk gerði honum þungt um
andardráttinn.
— Ég veit það ekki, sagði hún
hljóðlega. — Spyrðu bara.
— Hve lengi hafið þér verið
gift herra Blossom?
— Tólf ár.
— Það er langt hjónaband.
— Stundum finnst mér.........
hún snöggþagnaði og gekk fram-
hjá honum. Hún tók kjuða og
raðaði kúlunum annars hugar á
billjardborðið: — Hann er svo
mikið í verksmiðjunni. Hún var
fremur að hugsa upphátt en tala
við Ambrose. — Og ég er hér
allan daginn. Meðan við unnum
saman var það allt öðruvísi.
Ambrose tók upp hinn kjuð-
ann.
— Saknið þér þess?
— Sakna ég hvers?