Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 18
A fimmta mánuði sparkaði fóstrið rafhlöð- unni úr skorðum. Þá lá við, að hjarta móð- urinnar liætti að slá. Þegar Jim Marsden, matsveinn hjá hern- um, kvæntist Valerie, stúlkunni sem hann hafði elskað frá því þau voru bæði börn, vissi hann að hún hafði veikt hjarta. Þegar hún fæddist var henni ekki hugað líf, nema í nokkur ár, því að hjarta hennar sló aðeins 30—40 slög á mínútu, í staðinn fyrir 70, eins og eðlilegt er. En vísindunum fleygði ört fram, og læknarnir gátu með skurðaðgerð komið fyrri lítilli rafhlöðu í líkama henn- ar, sem gerði það að verkum að hjartað náði eðlilegum slagaíjölda, og gerði henni kleyft að lifa eðlilegu lífi. En læknarnir vöruðu hana við því að eign- ast barn. Það hafði komið fyrir að konur með slíkar rafhlöður höfðu fætt börn, en það hafði mikla hættu í för með sér fyrir móðurina, og börn, sem fæðzt höfðu við slíkar aðstæður, höfðu ekki verið eðlileg eða heilbrigð. En þrátt fyrir allar viðvaranir var Valerie ákveðin í því að hún vildi eignast barn, — hún ætlaði sér að eignast barn og hún var viss um að það gengi vel. Nokkrum klukku- tímum í'yrir brúðkaupið var hún æst og alls ekki eins hamingjusöm og við hefði mátt búast. Hún fleygði hringnum í unnusta sinn og sagði: — Nú verður þú að taka ákvörðun. Ann- að hvort lofar þú mér því að þú viljir eignast barn með mér, eða þú verður að finna ein- hverja aðra konu en mig. Jim sagði síðar að þetta hefði verið hræði- legt augnablik. Hann hafði talað við læknana og vissi betur en Valerie hve áhættan var mikil, bæði fyrir hana sjálfa og barnið. Læknarnir höfðu sagt við hann að þau skildu -ekki láta sér detta í hug að hugsa til þess að eignast barn saman. HÚN VILDI LIFA EÐLILEGU LÍFI, EÐA......... — Eg vissi að Jim langaði mikið til að eign- ast barn, segir Valerie, í viðtali á heimili hennar í herstöðinni í York í Norður-Eng- landi. — Allt mitt líf höfðu foreldrar mínir passað mig eins og viðkvæma plöntu, þau voru alltaf hrædd um að ég dæi, ef ég reyndi eitthvað á mig. Eg mátti aldrei leika mér með öðrum börnum, aldrei hlaupa, aldrei klifra upp í tré, og aldrei fara neitt fótgang- andi. En þegar brúðkaupið nálgaðist, kom mótþróinn upp í mér. Ég ákvað þá að lifa eðlilegu lífi, eins og annað fólk. Rafhlaðan hafði gefið mér nýja von, og ég fann ekki betur en að ég gæti lifað fullkomlega eðli- legu lífi. Jim lét í minni pokann, og það leið ekki á löngu, þangað til ég var viss um að ég væri barnshafandi. Það reyndist vera rétt, v 18 VIKAN 34-tw'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.