Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 26
Tímabil iómfrúarinnar er síðasti
hluti sumarsins og með því lýkur
fyrra helmingi dýrahringsins, sem
hófst með hrútnum. A Ijónstímanum
þroskast kornið og blómstrar, ó
tímabili jómfrúarinnar hefst upp-
skeran. Menn byrja að skynja ná-
lægð haustsins.
Tóknmynd þessa merkis er ung
stúlka, jómfrú, sem gjarnan er sýnd
með vængi og kornöx í höndum.
Hún er tákn hinnar nýju, ósnortnu
moldar, sem býr sig undir að taka
á móti gróðri næsta dýrahringhelm-
ings. Þrátt fyrir þessa vængi sína
tilheyrir jómfrúin, ásamt nautinu og
steinbukknum, jarðþríeykinu. Segja
má að steinbukkurinn tákni gadd-
kalda janúarmoldina, en nautið hina
feitu, röku og hlýju maíjörð, þegar
gróðurinn sprettur. Jómfrúin merkir
hinsvegar síðsumarjörðina, sem er
Sophia Loren, f. 20/9 1934 við
áhrif tungls, sólar og Neptúns.
skrælþurr eftir sólskin hásumarsins.
Til að gera sér betri hugmynd
um jómfrúna, er ágætt ráð að bera
hana saman við það merki, sem er
andfætlingur hennar í hringnum,
fiskana. Segja má að jómfrúin lifi
í heimi talsverðra takmarkana;
hún leggur mikið upp úr að gera
sér sem skýrasta grein fyrir form-
um hlutanna, dáir reglur, skilgrein-
ingu og formúlur. Heimur fiskanna
er hinsvegar ótakmarkaður, óendan-
legur, formlaus, ólýsanlegur. Líkja
má jómfrúnni við líffræðing, sem
rannsakar smæstu hugsanlegar líf-
verur gegnum smásjá, en fiskunum
við stjörnufræðing, sem rýnir í vetr-
arbrautina í stjörnukíki. Jómfrúin
hneigist til hlutleysis, hleður um
sig veggi til hlífðar gegn öldugangi
veraldarinnar. Fiskmennið lítur hins-
vegar á sig sem hluta af heildinni,
líkt og einn af ótal dropum sjávar-
23.8.
ins, það er stöðugt fullt af hluttekn-
ingu gagnvart meðbræðrunum. Hún
er hinsvegar gefnari fyrir að flokka
sundur og kanna hvert einstakt smá-
atriði sér á parti. Hún heldur aftur
af tilfinningum sínum; tekur greind
og rökrænar þenkingar langt fram
yfir þær.
Sú stjarna sem mestu ræður með
jómfrúnni er Merkúr, sem einnig er
drottnari tvíburanna. Má segja að
eiginleikar merkis og stjörnu séu
að miklu leyti þeir sömu. Þeim mun
meiri sem áhrif Merkúrs eru í merk-
inu, þeim mun meira kveður þar
að greind og menntahneigð. Þessa
nutu til dæmis skáldjöfrarnir Maet-
erlinck og Tolstoj.
Tunglið er nátengt gróandi jurta-
lífi og frjósemi, svo að það á held-
ur illa heima í jómfrúnni, tákni
hinnar þurru, skrælnuðu jarðar.
Leó Tolstoj, f. 9/9 1828 vi8-áhrif
frá sól, mána og Merkúr. Dæmi-
gert meymenni af bezta tagi.
Þessvegna er máninn yfirleitt hálf-
gerður vandræðagemlingur, þegar
hann lætur sjá sig í merkinu, veld-
ur þá eirðarleysi, skorti á öryggis-
tilfinningu og elur upp í fólki
minnimóttarkennd. Mánajómfrúr
hneigjast oft til sjálfskönnunar, svo
að við þessi skilyrði verða stund-
um til góðir sálfræðingar. Kven-
fólk sem fætt er við þessi skilyrði
verður oft óþægilega barnalegt, en
reynir að bæta úr þvl með því að
temja sér hamingju og sjálfsaga.
Engu betur er Venus, stjarna ást-
arinnar, sett í þessu merki. Við
samkrull hennar og jómfrúarinnar
verða til hlédrægar, feimnar og
blygðunarfullar manneskjur. Þær
forðast að hrífast af því, sem þeim
kann að þykja fallegt og reyna að
bæla niður hverskonar tilfinningar.
Marz fylgir allsstaðar, sem við
vitum, æðimikill sóknarhugur, en
auðvitað reynir jómfrúin að halda
aftur af honum eins og öðru. En
sú hamning getur haft þær óheilla-
afleiðingar að skotið hlaupi aftur úr
byssunni, það er að ágengnin og
sóknarhugurinn, sem Marzmönnum
er eðlilegt að beina út á við, bein-
ist þess í stað inn á við, að mann-
eskjunni sjálfri. Lúðvík sextándi
Frakkakóngur hefur oft verið nefnd-
ur til dæmis um þessháttar menn,
sem nota stríðslund sína sjálfum sér
til eyðileggingar. En stundum brýzt
þessi hermannlegi baráttuhugur,
sem Marz fylgir, þó út á við, þá
venjulega ýmislega breyttur og um-
myndaður. Þannig geta komið fram
ofstækisfullir anarkistar og útsmogn-
ir og kaldrifjaðir harðstjórar en líka
sérlega skynsamir skipuleggjendur
með skýran og flækjulausan þanka-
gang.
Johann Walfgang von Goethe, f.
28/8 1749 viS mikil sólaráhrif.
Júpíter fylgja hér sem annarsstað-
ar sígildir verðleikar, reglusemi,
drenglund, agi, hófsemi, en líka
aðrar dyggðir borgaralegri: siðferð-
isleg nákvæmni, móralskur þanka-
gangur, heimilisagi og guðhræðsla.
Satúrnjómfrúr eru yfirleitt mjög
innhverfar, leggja áherzlu á nið-
urbælingu hverskonar hvata, hlé-
drægni, aga, háttprýði og stjórn-
semi. Þetta getur, þegar verst læt-
ur, endað í meinlætum og þyrrk-
ingslegri kerfisdýrkun.
Úranus magnar einnig hneigð
jómfrúarinnar til velsæmis og strang-
leika, en hefur jafnframt nokkur
byltingakennd áhrif á hana. Neptún
fylgir hvarvetna mikið og auðugt
ímyndunarafl, og á það heldur illa
við þann kaldlynda skynsemisdýrk-
anda, sem jómfrúin er. Neptúnsjóm-
frúr skortir þessvegna yfirleitt mik-
ið á innra jafnvægi og sálarró.
Af goðsögnum mun sú er fjallar
um uppskerugyðjuna Demetru hvað
nátengdust jómfrúnni. Meginatriði
hennar eru þau að Hades, drottn-
ari undirheima, stal Persefónu, dótt-
ur Demetru, sem þá hljóp út um
allar trissur og hrópaði á sitt týnda
afkvæmi. Þeir, sem innvígðir eru i
leyndardóma astrólógíunnar, segja
þesskonar skipulagslausa og æðis-
lega leit sýna, að menn vilji innzt
inni ekki finna það, sem þeir leita
að .Þetta er snar þáttur í eðlisfari
meymenna — þannig mætti nefna
þá, sem í merkinu eru fæddir —
þau óttast og forðast það, sem þau
girnast sem ákaflegast.
Lok goðsögunnar eru þau, að
Seifur miðlaði málum milli Hadesar
og Demetru; skyldi Persefóna dvelj-
ast um vetur hjá kóngi undirheima,
en um sumur hjá móður sinni.
36 VIKAN 34- tbl-