Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 12
Hvíta húsið í Washington er tákn hins bandaríska stórveldis. Þar situr forseti Bandaríkj-
anna, — en embætti hans svarar til embætta forseta (eða konungs) og forsætisráðherra í
flestum lýðræðislöndum öðrum — og þar eru teknar ákvarðanir sem skapa öllu mannkyni
forlög. Ekkert lýðræðisríki hefur nokkru sinni gefið þjóðkjörnum leiðtoga meira vald en það
bandaríska. (Hér mætti þó ef til vill undanskilja Frakkland). Við Hvíta húsið eru tengdar
vonir milljónanna um frið og ótti þeira við ófrið.
Þessi valdamiðstöð er staðsett í fallegum garði, umgirtum grindagirðingu, og er yfirmáta
friðsemdarleg en jafnframt tíguleg til að sjá. Staðarins er vandlega gætt af varðmönnum. Hvíta
húsið var tekið í notkun árið 1800, og síðan hafa þrjátíu og sex forsetar búið þar ásamt
fjölskyldum sínum. Þeirra á meðal voru nokkur mikilmenni, en líka nokkrir sem Banda-
ríkjamenn vilja helzt gleyma. Hvíta húsið hefur, líkt og þjóðin í heild, gengið í gegnum sitt
Að ofan: „Græna herbergið", uppáhaldsherbergi Kennedys forseta í Hvíta húsinu. Fyrir neðan: Vinnuherbergi
íorsetans, séð úr sæti hans við skrifborðið.
í»essi „röntgen-teikning" sýnir nokkur
þekktustu herbergin í Hvíta húsinu.
12 VIKAN
34. tbl.