Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 10
r '‘tiðStmrUl Unga konan lá og teygði letilega úr sér í garðstólnum, við sundlaugina. Það eina sem rauf heildarsvipinn á brúnum líkama hennar voru nokkrir skrautgripir, sem glitruðu i sólinni, rauðar neglur og rauðar varir, og stór sólgleraugu. Hún virtist í fljótu bragði bæði nakin og yfirskreytt. Þótt hún lægi þarna, áhugalaus fyrir umhverfinu, þá var það ekkert sem fór fram hjá henni. I raun og veru var hún spennt til þess ýtrasta. Hún átti fimm daga eftir af sumarfríi sínu, og fram að þessu hafði ekkert markvert drifið á daga henn- ar, ekkert annað en lognmollan. Fimm dagar eftir .... Það sem hún hafði þörf fyrir, var að komast í kynni við einhvern mann, sem gæti lífgað upp á tilveruna. Pálmarnir vörpuðu þægilegum skugga yfir volga sundlaugina, sem lá hátt yfir At- lantshafinu. Hér var enginn Golfstraumur. Þótt hafið væri safírblátt, var það ískalt, því að stöðugt streymdu ógrynni að köldum sjó frá landi mörgæsanna í Suður- ís- hafinu, að ströndum landsins. Fólkið sem bjó við sjávarmálið í Portúgal var yfir- leitt með gæsahúð af kulda. Það var því tvöföld ánægja að velta sér við þessar volgu sundlaugar, undir pálmunum. Hún lá þarna eins og freistingin uppmáluð. Fjöldinn allur af Portugölum hafði reynt að nálgast hana, en hún vísaði þeim ölhun frá. Það var allt of erfitt að mynda sér skoðun um þá. Þessir brúnu líkamir í sundbuxum voru allir eins, og það var ómögulegt að \ ita hvort maðurinn var milljónari eða leigubílstjóri. Hún var Jöngu búin að gera það upp við sig, að ef hún eignaðist kunningja hér, þá varf það að vera einhver, sem gat boðið upp á glæsilegt samkvæmislíf. Maður, — maður .... Og nú, loksins! Eftir tvo tómlega daga, eftir að hafa horft á brúnu kroppana, hjólfætta menn, stuttfætta, háfætta, mjóa fætur og digra, gull- krossa, sem hurfu í hárið á loðnum bringum Portugalanna, og þá loksins birtist maður, sem var eitthvað í áttina við það sem hún hafði hugsað sér. Skyldi hann sýna sig í dag. Hún beið. Hún hafði lagt þetta allt niður fyrir sér. Báðiirn megin við hana stóðu tómir stólar. Hcnni datt í hug að Ieggja einhverja hluti í þá, en það var varla þorandi. Það gat þá verið að hann ætti leið fram hjá og héldi þá að hún væri með ein- hverju fólki. Ennþá hafði hann ekki nálgazt hana, að því að séð varð. En samt hafði hann þokazt með mestu hægð aðeins nær henni í stólaröðinni. Þegar hún tók fyrst eftir honum, fyrir fjórum dögum, þá sat hann fjórum stólum utar. Þótt hann hefði ekki ennþá ávarpað hana, sá hún að hann leit oft, í áttina til hennar. Hún sá það í vasaspeglinum sínum að augnaráð hans var nokkuð ákaft. Þetta var mesta tímasóun, hugsaði hiin með sér. En þó var þetta kannski ekki alveg til einskis. Það sýndi henni tilhlýðilega virðingu. Hann var Ijóshærður og var með sundfötin í SAS-tösku, svo hann hlaut að tala ensku. Hann var frekar lang- leitur, og henni fannst það blessunarlega notalegt, eftir að vera búin að horfa á feitlagin andlit Portúgalanna allan þennan tíma. Henni fannst líka hlédrægni lians miklu meira spennandi, heldur en frekjuleg ágengni hinna. Henni fannst hár lians fallegt, sem sagt henni fannst hann ákaflega aðlaðandi. Hún var eiginlega hrifin af honum. 5 : O \ : wm WM ■- ■ I . ■ 10 VIKAN 34- tbl’ i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.