Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 3
i r
á
l
K
VIKU BROS
»
y; to-n
IÞESSARIVIKU
i V
NÚTÍMINN Á NJÁLUSLÓÐUM
BRUSSEL
Bls. 4
Bls. 6
Bls. 7
Bls. 8
Bls. 10
Bls. 12
BIs. 16
Bls. 18
Bls. 20
BIs. 22
Bls. 24
Bls. 29
VISUR VIKUNNAR:
Tæpt er þeim háu að trúa
og tíminn hann líður hratt
í október eftir venju
er Alþingi saman kvatt.
Alþýðan endalaust bíður
örlaga sinna spennt
og kommarnir jafnvel kunna
að klofna í tvennt eða þrennt.
Þrátt fyrir bágan búskap
býður hér enginn fórn
plágan er mörg sem plagar
peningalausa stjórn.
UR VIZKULIND VIKUNNAR-
Morgundagurinn er ávísun, dagsett fram í tímann.
Dagurinn í dag er reiðufé.
FORSlÐAN:
A
Sjaldan hefur verið meiri gróska í heimi tízkunnar en síð-
ustu árin. Alltaf kemur eitthvað nýtt og frumlegt fram á hverju
ári. Hvernig skyldi tízkan verða á næsta ári? Á blaðsíðum
12—15 birtum við myndir af hugsanlegri tízku árið 1969, ásamt
stuttu viðtali við Pálínu Jónmundsdóttur.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIIt HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 —
35323. Pósthólf 533. VerS i lausasölu kr. 40.00. ÁskriftarverS er 400 kr.
ársfjórSungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir-
fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst.
INJESTU
í næsta mánuði eru þrjátíu
ár liðin frá að VIKAN hóf
göngu sína. í tilefni af því
gefum við út stórt og vandað
afmælisblað. Efni þess verður
m.a. þetta:
* Hvar hefst prentfrelsið
og hvar endar það, viðtal við
Hilmar A. Kristjánsson. Hilm-
ar rekur sögu Vikunnar síð-
asta áratuginn, þegar vöxtur
blaðsins og uppgangur var
hvað mestur. Einnig segir
hann frá lífi sínu og starfi í
Suður-Afríku, þar sem hann
er búsettur.
N
★ Þetta er bæði vinna mín
og hobbý, viðtal við Halldór
Pétursson, listmálara. Lesend-
ur Vikunnar þekkja Halldór
af ótalmörgum skemmtilegum
forsíðum hans, en hann hefur
teiknað fyrir Vikuna allt frá
upphafi. Viðtalinu fylgja
margar myndir af teikning-
um Halldórs og málverkum,
prentaðar á sérstakan mynda-
pappír.
★ Flýt þér — drekk út
nefnist smásaga eftir Guð-
mund Daníelsson, rithöfund.
Þessi saga er jafngömul Vik-
unni og ein af fyrstu innlendu
sögunum, sem birtust í blað-
inu. Hún er gott dæmi um
þann skáldskap, sem mest var
í tízku fyrir þrjátíu árum og
oft er kenndur við grátljóð.
Sögunni fylgir stutt viðtal við
höfundinn.
í þættinum Eftir eyranu er
viðtal við söngkonu Hljóma,
Shadie Owens. Hljómar eru
fyrir nokkru komnir frá Lon-
don, þar sem þeir léku inn á
nýja tólflaga-plötu.
Ótalmargt fleira efni verður
í afmælisblaðinu. Til dæmis
verða myndasögurnar um
Gissur gullrass og Binna og
Pinna litprentaðar, en þetta
ágæta fólk hefur fylgt Vik-
unni frá upphafi.
43. tbi. VIKAN 3