Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 2
V_____________________________________________________________________________/
Öflugasta tækið
Engin listgrein hefur átt
eins erfitt uppdráttar hér á
landi og kvikmyndagerð. Saga
hennar er bæði stutt og fá-
brotin: Oskar Gíslason, Loft-
ur Guðmundsson, Ósvaldur
Knudsen og fleiri ruddu
brautina við frumstæð skil-
yrði og mikla erfiðleika. Síð-
an hefur hópur ungra manna
helgað sig kvikmyndagerð:
eytt dýrmætum árum og lagt
í mikinn kostnað við að nema
þessa listgrein, sem nýtur
mestrar almenningshylli alls
staðar í heiminum. Þrátt fyrir
tilkomu ungra starfskrafta,
sem ættu að hafa betri kunn-
áttu í greininni en frumherj-
arnir, er þróunin enn hægfara.
Við erum langt á eftir ná-
grannaþjóðum okkar; við
stöndum verr að vígi í kvik-
myndagerð en nokkurri ann-
arri listgrein.
Ástæðan er fyrst og fremst
skortur á nauðsynlegu fjár-
magni og starfsaðstöðu fyrir
þá menn, sem vilja helga sig
þessari listgrein. Sinnuleysi
valdhafa bendir eindregið til
þess, að menn geri sér ekki
almennt ljóst, að kvikmynd-
in er nú á dögum það tæki,
sem nær til flestra hvað
fræðslu og listsköpun snertir.
Tímarnir hafa breytzt. Kvik-
myndin er tjáningartæki nú-
tímans, þótt vissulega séu
bókmenntir, myndlist og aðr-
ar listgreinar í fullu gildi.
Margir spáðu því, að til-
koma sjónvarpsins yrði ís-
lenzkri kvikmyndagerð mikil
lyftistöng. Stuðningi úr þeirri
átt er þó naumast að vænta,
meðan greiddar eru 20.000 kr.
fyrir hálftíma kvikmynd, sem
kostar hálfa milljón að fram-
Ieiða. En sjónvarpið hefur
sannað, hversu öflugt tæki
kvikmyndin er orðin. Yfir
hundrað þúsund manns geta
samtímis horft á nýtt, íslenzkt
listaverk, sem flutt er í sjón-
varpinu.
Hinn mikli kostnaður, sem
fylgir kvikmyndagerð, verður
líklega ævinlega erfiður ljár
í þúfu hjá okkur sökum fá-
mennisins. Þess vegna er enn
þá brýnni þörf á stuðningi
við þessa ungu listgrein. G.Gr.
2 VIKAN 43-tbl-