Vikan


Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 20
Hann yrði áreiðanlega djúpt snortinn og á annan hátt af þeirri bók, sem hann kynni að skrifa um Harriet og þau öfl er mótuðu verk hennar. En Am- brose fannst að hann skuldaði þetta komandi kynslóðum og auðvitað Harriet sjálfri. Það mátti alls ekki mistúlka eða rangtúlka verk hennar á kom- andi árum. Allir yrðu að vita um samspil þess að gefa og þiggja, jafnvaegi andlegrar og líkam- legrar orku, sem gerðu málverk Harriet að því sem þau voru. — Sjáðu bara, sagði gagnrýn- andi BBC við vinstra eyrað á honum. — Ut úr öllum þessum myndum skín yfirþyrmandi snertiskyn.... —• Snertiskyn, hugsaði Am- brose annars hugar. — Já, snerti- skyn! Um leið og hann kæmist aftur upp í risið ætlaði hann að byrja á bókinni. Hann var svo hepp- inn að hafa þegar aflað sér flestra undirbúningsupplýsinga og gat haldið áfram með frek- ari rannsókn á staðnum. Ef hann ynni jafnt og samvizkusamlega; segjum klukkutíma á dag. . . . En hvar átti hann að fá þessa aukaklukkutíma? Hann yrði að leggja eitthvað á hilluna. Harriet? Auðvitað ekki. Það myndi þess utan al- gerlega eyðileggja bókarefnið. Svo það varð að vera annaðhvort Sjálfsnám hans í óhlutlægri hag- fræði eða Leikfimisæfingar í takmörkuðu rúmi. Harriet skyldi verða gerð ódauðleg í sígildu ritverki. Ambrose tók allt í einu eftir því að hún stóð hógværlega við hliðina á honum, þekkti hann ekki og þorði ekki að horfa beint á hann. Hana langaði aðeins að vita hvað þessi ókunnugi maður væri að hugsa um málverkin hennar. Ambrose tók sig á og reyndi að gera sér grein fyrir því sem hann sá. Þetta var andlitsmynd af Ro bert og það góð. Handleggir Ro- berts voru uppteygðir eins og hann væri að lokka tónaregn úr hljómsveit og í bakgrunni blik- aði á klarinettur, trompeta og básúnur, en til vinstri og hægri voru sláttarhljóðfærin. Ambrose brosti. Upp á síðkastið var hon- um farið að þykja enn vænna um Robert. Að undanteknum þessum fáu vanhugsuðu setning- um, nóttina eftirminnilegu, hafði Robert reynzt vera ákaflega við- kunnanlegur maður. Hann var burðarfóturinn á hinum þjóðfé- lagslega þrífæti þeirra og Am- brose kunni vel að meta innri dyggðir hans, sennilega betur en nokkur annar maður. Þetta er góð mynd, sagði hann. — Þetta er Robert og ekk- ert annað en Robert. Ég verð að eignast þessa mynd. Harriet kipptist við. Hún leit gapandi á hann; svo varð hún allt í einu ótrúlega kvik og verzl- unarleg: — Númer tuttugu og fimm, Ambrose, sagði hún. — Og verðið er hóflegt. Það var Ambrose viss um. Hvaða verð, sem var, var hóf- legt fyrir þetta einstaka lista- verk. En áður en hann steypti sér út í það, sagði hann léttilega: — Gætir þú ekki lánað mér fyrir því? Lánað þér.... Ég skal borga það aftur, sagði Ambrose, um leið og þú hefur selt fyrir mig vasabrots- bókarforsíðuna, sem ég teiknaði í gær. . . . Það var einkar þægileg tilfinn- ing eignarréttar, sem hann fann til, þegar hann sá merkimiða með rauðum stöfum „seld“ límd- an á myndarrammann. Hann hélt sig nálægt Harriet og hugaði að því hvernig hún brást við lofsyrðum og gagnrýni, sem barst út úr öllum þessum þys. Hann var í þann veginn að draga hana út í horn og segja henni frá áætlun sinni varöandi ævisögu Harriet Blossom, þegar hann kom auga á Robert olnboga sig í gegnum þvöguna. Ambrose hörfaði aðeins. Elskan, sagði Robert. Elskan, sagði Harriet. — Ég hélt að þú ætlaðir ekki að hafa það af. — Ég gat ekki látið það ógert. En ég verð að flýta mér aftur í verksmiðjuna. Það er allt upp í loft. Nú — eins og venjulega vildi hann hafa allt í réttri röð, — hvar byrjum við? Þau gengu saman um sýning- una, námu staðar frammi fyrir hverri mynd. Ambrose andvarp- aði ofurlítið. Þetta voru ákaflega falleg hjón og greinilega þótti þeim mjög vænt hvoru um ann- að. Á þessum dögum spillingar og ónýtra hjónabanda, eyði- lagðra heimila og falskra verð- mæta, voru þau öllum gullin fyr- irmynd. Það var nokkuð, sem hann yrði að leggja áherzlu á í bókinni. Hann hélt verndandi og umhyggjusamur á eftir þeim — eins nálægt þeim og hann þorði, þegat- þau gengu um salinn. —- Hefurðu selt nokkuð? spurði Robert. Átta, sagði Harriet og var ennþá andstutt af undrun og ánægju yfir því. - Stórkostlegt, sagði Robert. Ánægja hans var einlæg og eðli- leg. Það var engin gremja fund- in í hans barmi, engin samkeppni milli eiginmanns og konu. Am- brose brosti fyrir aftan þau. Þau námu staðar frammi fyrir and- litsmyndinni af Robert og Ro- bert greip andann á lofti: -— Ég — seldur! — Þetta er ein af beztu mynd- unum mínum, sagði Harriet í vörn. —• En ég ætlaði að kaupa hana og gefa þér hana. — Það er allt í lagi, elskan. Harriet reyndi að draga hann með sér áfram. Robert var kyrr þar sem hann var. — Hver keypti mig, veiztu það? — Ég' hef enga hugmynd um það. - Við verðum að komast að því. Robert litaðist um og sá höfuðið á Humphrey Wainwright gnæfa upp úr niannþvögunni eins og á gíraffa. — Halló. . . . Harriet leit um öxl, sá Am- brose sem gretti sig og reyndi að ná í handlegginn á Robert. En Wainwright áleit að hér hefði hann náð í auðugan kaupanda og kom svo að segja hlaupandi. Hann réðist eins og gammur að Robert, en áður en hann gæti tekið til máls, sagði Harriet: — Herra Wainwright, þetta er eiginmaður minn. — Ójá. Wainwright endur- stillti brosið. — Komið þér sæl- ir, herra Blossom. Ég óska yður 20 VIKAN 43-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.