Vikan


Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 36
IfOLKSWAGENEIGENBUR Höfum fyrirliggjandi: BRETTI - HURÐIR - VÉLARLOK OG GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi meS dags- fyrirvara fyrir ákveðiS verð. REYNIÐ VIÐSKIPTIN BÍLASPRAUTUN EARBARS SIGMUNDSSOMAR Skipholt 25 - Símar: 19099 og 20988 V________________________________) ins laus í reipunum og stöðugar þrætur milli riddara, biskupa og kauphöndlara. Riddararnir ráku að vísu Rússa af höndum sér á köflum, en þá skorti styrk til að ganga endanlega frá þeim. Það var því sýnt að ríkið myndi leysast upp innan tíðar, og var nágrannaríkjunum öllum mikið kappsmál að skera sér sem stærsta sneið úr þeirri köku. Endanlegt dauðastríð þessa riddararíkis hófst 1558, er sonar- sonur ívans þriðja, ívan fjórði, sem þekktari er undir kenning- arnafninu hinn hræðilegi, sótti inn í Eystrasaltslönd með miklu liði. Rússar hegðuðu sér nú engu betur en í fyrra sinnið og ekki latti keisari þeirra illverkanna, því að hæpið er að annað eins úrþvætti og eindæmaóþverri hafi nokkru sinni verið til undir sól. Ivan gersigraði her Lívlenzku reglunnar og tók hverja borgina af annarri. Höfðingjar landsins vildu allt til vinna að sleppa við ok villimannanna að austan og buðu hver í kapp við annan ná- grannahöfðingjunum að gerast þeirra undirmenn, gegn tafar- lausri hjálp gegn rússnesku plág- unni. Sigmundur annar Ágúst, konungur pólsk litháíska ríkis- ins, varð fljótur til að hlýða þessu kalli og náði á sitt vald flestum helztu köstulum Lívon- íu. Eiríkur fjórtándi, hinn hálf- geggjaði Svíakonungur, nældi sér í norðurhluta Eistlands og Friðrik annar Danakonungur fór einnig á stúfana. ívan hræðilegi skelfdist við slíka samkeppni og tók það til bragðs að rægja Vest- urlandakonungana hvern við annan. Reyndi hann að komast að samkomulagi við Dani með því að bjóða Magnúsi Holtseta- landshertoga, bróður Friðriks annars, konungdóm yfir Lívoníu undir rússneskri vernd. En Magnús reyndist óþjáll leppur svo að konungdómur hans varð skammgóður vermir. ívan ákvað þá að leggja undir sig það sem hann átti óunnið af Lívoníu milliliðalaust, en tókst ekki að reka Svía úr Eistlandi né held- ur að bægja Pólverjum og Lit- háum fullkomlega af höndum sér. Hins vegar tókst honum að bæta á syndalistann dágóðum slatta illvirkja. Þegar lét hann, eftir að hafa tekið borgina Cesis í Lettlandi, slíta hjartað úr borgarstjóranum lifandi en tunguskera sóknarprestinn. Aðr- ir fangar voru píndir til bana af slíkri villimennsku, að það var í minnum haft í landinu öldum saman. Fjöldi manns, karlar og konur, leituðu hælis í kastala reglumeistarans á staðnum og sprengdu hann í loft upp með sjálfum sér heldur en að falla Rússum í hendur. Bjargvættur Lívoníu varð þá Stefán Bathory Póllandskonungur, sem var kappi mikill og að mörgu fyrir- myndarstjórnandi í friði og stríði. Hrakti hann Rússa úr Lív- oníu og urðu lok ófriðarins þau, að héruð þau sem nú eru Lett- land og Suður-Eistland voru lögð undir Pólland-Litháen, en Norður-Eistlandi héldu Svíar. En þegar um aldamótin 1600 var friðurinn úti á ný, er Svíar og Pólverjar fóru í hár saman út af fengnum og ýmsu öðru, þar á meðal erfðadeilum þeirra Sigmundar þriðja Póllandskon- ungs og Karls níunda Svíakon- ungs, sem voru náfrændur; kall- aði Sigmundur til ríkis í Sví- þjóð. Vígvöllurinn varð Eystra- saltslönd. Gekk á ýmsu framan af, en 1621 tók Gústaf Adólf Svíakonungur, sonur Karls ní- unda, Riga eftir að hafa sótt borgina í sex vikur frá sjó og landi. Átti hann síðan margar orrustur við lið frænda síns og hafði jafnan sigur. Þegar friður var saminn nokkrum árum síð- ar, urðu Pólverjar að láta Sví- um eftir hið núverandi Suður- Eistland og Norður-Lettland. Lutu þessi svæði Svíum í tæpa öld og hafði sú tíð margháttuð og djúptæk menningaráhrif á þjóðirnar. Mótmælendatrú, sem var ríkistrú Svía, varð ofan á í Eistlandi og Norður-Lettlandi, en Suður-Lettland varð sumpart ka- þólskt áfram eins og Pólland og Litháen. Hefur þessi trúarbragða- lega og menningarlega skipting að mestu leyti haldizt til þessa dags. í munni lettneskrar alþýðu er yfirráðatími Svía kallaður hin góða, sænska tíð, sem fólkið minntist með söknuði löngu eft- ir að Rússar höfðu gleypt það. Hafa landsmenn löngum síðan talið sig nákomnari Norðurlönd- um en öðrum þjóðum. Framfar- irnar urðu hvað mestar í menntamálum; skólar voru stofnaðir í mörgum borgum og árið 1632 gaf Gústaf Adólf -— þá önnum kafinn í þrjátíu ára stríðinu og staddur í herbúðum við Núrnberg suður í Þýzkalandi — út tilskipun um stofnun há- skóla í Dorpat, sem varð sá fyrsti í Eystrasaltslöndum nema ef telja skyldi akademíu jesú- íta í Vilnu, höfuðborg Litháens, sem stofnsett var 1579. Síðla á seytjándu öld þýddi þýzkur prestur að nafni Gluck Biblíuna á lettnesku. Svíar bættu hag al- mennings með fleiru móti, tóku til dæmis af aðalsmönnum lög- sagnarrétt yfir bændum, en fram til þess tíma höfðu lívónskir að- alsmenn lögum samkvæmt haft rétt til að leika bændur sína að eigin geðþótta. Miklar atvinnulegar framfarir urðu í landinu á þessum tíma, iðnaður og verzlun blómguðust. Riga var stærsta borg sænska konungsveldisins, meiri en sjálf- ur Stokkhólmur. Um hana fór mestanpart fram verzlun Vestur- Evrópu við Litháen, Belórússland og Rússland sjálft. Hafði sænska ríkið gífurlegar tolltekjur af þeirri verzlun. Helmingur þess brauðs sem Svíar átu þessi ár- in var bakað úr lívlcnzku korni. Að öllu samanlögðu er óhætt að fullyrða að Eistland og Lcttland hafi efnahagslega verið þýðing- armesti hornsteinn þess sænska stórveldis sem Gústaf Adólf grundvallaði. Af Vestur-Evrópu- þjóðum sigldu Hollendingar mest á Riga, enda voru þeir þá vold- ugastir allra siglingaþjóða og taldir hafa átt meira en helm- ing alls verzlunarflota heims- ins um þær mundir. Svo náin og mikil voru þá viðskipta- tengsli Eystrasaltslanda við Vestur-Evrópu að Riga og Reval (Tallinn), höfuðborg Eistlands, voru kallaðar „útborgir“ Lund- úna og Amsterdam. Þegar ríki Lívónsku riddara- reglunnar leystist upp, leitaði síðasti stórmeistari hennar á náðir Pólverja, sem gerðu hann að hertoga yfir Kúrlandi. Sátu ættmenn hans þar síðan að ríkj- 36 VIKAN «•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.