Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 40
tíma um sex. Landsmönnum þyk-
ir vænt um þessa minnkandi
fjölgun og virðast hreyknir af
henni.
— Landið?
Það er mjög fallegt. Eyjan
er hálend mestanpart, en fjöllin
yfirleitt gróin, vaxin skógi en
víða hafa menn gert utan í þau
stalla til að rækta á hrísgrjón,
eins og víða í Austur-Asíu. Yfir-
leitt má segja að hver ræktan-
legur blettur sé þaulræktaður,
enda veitir ekki af til að fæða
allan þennan mannskap. Fyrir
utan hrísgrjón, sem þarna eru
aðalfæðan, eru ræktaðar margs-
konar matjurtir aðrar. Te vex
þarna sjálfsáið, eins og vínið fyr-
ir vestan þegar Leifur kom þang-
að fyrst, en að auki er það rækt-
að í stórum stíl, enda þjóðar-
drykkur Kínverja. Þarna fram-
leiðir hvert þorp te með sínu
sérstaka bragði og keim, líkt og
bæirnir á vínræktarsvæðunum í
Þýzkalandi og Frakklandi, sem
allir framleiða einhverja vínteg-
und, sem er sérkennandi fyrir þá
eina.
— Hvernig er hagur manna
þarna?
— Mjög góður skilst mér, eftir
því sem gerist í Austur-Asíu.
Framundir byltinguna í Kína
áttu sárfáir stóreignamenn þarna
mestallt jarðnæði, en eftir að
Sjang Kaí-sék flýði þangað 1949,
lét hann skipta því öllu milli
bændanna. Mun hann hafa gert
það að ráði Bandaríkjamanna til
að skapa sér vinsældir hjá al-
menningi. í borgunum er það
sama að segja og í sveitunum,
lífskjörin eru góð miðað við það
sem gerist þarna í álfu, en eftir
mínum smekk er allmikil fátækt
til dæmis í Taípei. Þessi tiltölu-
lega góðu lífskjör eru líka mik-
ið að þakka efnahagsaðstoð frá
Bandaríkjunum, en 1965 nam
hún tíu dollurum á hvert manns-
barn á eynni.
— Það er þá að heyra að Sjang
kallinn stjórni þarna eitthvað
betur en á meðan hann réði öllu
Kína.
Já, þarna virðist vera mik-
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hafa eytt
þrautum margra.
Reynið þau.
■EMEDIA H.F
LAUFÁSVEGI 12 - Simi 16510
Fæst í næstu
kaupfélagsbúö
HÁRLAKKIÐ
sem vandlátir velja
il stjórn og agi á öllu. Opinber
afskipti af verzlun og atvinnu-
rekstri eru mikil; þannig verða
allir bissnissmenn að gefa ná-
kvæmar skýrslur af öllum reksti
sínum mánaðarlega. Þetta er
sjálfsagt gert til að forðast svindl
og spillingu. Það má víst segja
um þetta að batnandi mönnum
sé bezt að lifa.
— Fólkið þarna er flest kín-
verskt?
— Einskonar Kínverjar, get-
um við sagt. Meginstofn eyjar-
skeggja eru afkomendur Kín-
verja, sem fluttust út á eyna fyr-
ir nokkur hundruð árum. Þeir
nefnast Taívanesar, en Taívan er
kínverska nafnið á eynni, heitið
Formósa er komið frá Portúgöl-
um og þýðir Hin yndislega; má
víst kallast sannnefni. Taívanes-
ar tala ýmis suður-kínversk mál
eða mállýskur og líta á sig sem
sérstaka þjóð eða allt að því. En
völdin eru öll í höndum liðsafla
þess er fylgdi Sjang Kaí-sék yf-
ir í lok borgarastríðsins. Auk
þessa búa þarna enn nokkrir
ættbálkar frumstæðra manna,
sem sátu eyna alla fyrir daga
Kínverja. Þeir munu vera í ætt
við Malaja. Þeir eru almennt
kallaðir Höfðaveiðararnir, og
munu hafa stundað íþrótt þá,
sem þeir eru kenndir við, í sam-
bandi við trúarathafnir. Þeir
voru áður fyrr miklir veiðimenn
og færðu guðum sínum eða önd-
um mannfórnir.
— Japanir komu þarna líka
við.
— Þeir náðu eynni af Kínverj-
um í stríði við þá 1895 og ríktu
þar til stríðsloka 1945, er þeir
urðu að skila henni aftur til fyrri
eigenda. En margt minnir ennþá
á Japani þarna. í Taípei eru frá
þeirra tíð forkunnarfallegir
blómagarðar og trjáreinar með-
fram vegum, en Japanir eru orð-
lagðir listamenn í meðferð gróð-
urs.
— Kynntist þú nokkuð and-
legu lífi landsmanna?
— Það er hægar sagt en gert
fyrir Vesturlandamenn að skilja
hvað þessu fólki býr í hug. Ég
kynntist þarna talsvert tveimur
Bandaríkjamönnum, sem höfðu
átt þarna heima árum saman og
voru meira að segja kvæntir As-
íukonum, annar kóreanskri en
hinn kínverskri, frá meginland-
inu. Annar þeirra sagði við mig:
Þegar ég var búinn að vera hér
í fjögur ár, hélt ég að ég væri
farinn að skilja fólkið, en síðan
hef ég orðið æ ruglaðri í ríminu
og er nú alveg hættur að reyna
að botna í því. En eitt af því sem
einkennir Formósumenn og aðra
á þessum slóðum er ákaflega
mikil kurteisi og nærgætni. Ég
sá-sláandi dæmi um það í Tókíó.
A flugstöðinni voru nokkrar
hreingerningakonur og sumar
þeirra með grisjur fyrir vitum.
Ég hélt að þær væru með þetta
til að losna við að anda að sér
ryki, en heyrði svo að því væri
ekki aldeilis þannig varið, held-
ur væru þær með kvef. Þar í
landi þykir sem sagt dónaskap-
ur af kvefuðu fólki að umgang-
ast það, sem ekkert kvef hefur,
án þess að hafa þetta fyrir vit-
unum. Ég tók líka eftir því að
menn tóku þessi bindi af sér þeg-
ar þeir voru einir, en settu þau
upp aftur þegar einhver nálgað-
ist.
— Hvernig gekk þér að vinna
með þeim kínversku?
— Ágætlega. Yfirmaður þeirra
talaði ágæta ensku, hafði verið
lengi í Bandaríkjunum og í flug-
her Sjangs í fimmtán ár. China
Airlines hefur múg manna í
þjónustu sinni, og á viðgerða-
verkstæði þeirra þarna á flug-
vellinum unnu tvö þúsund flug-
virkjar. Þeir eru mikið með verk-
efni fyrir Bandaríkjamenn, lappa
til dæmis upp á flugvélar, sem
hlekkist á í Víetnam. Furðu-
margir þarna gátu bjargað sér á
ensku, enda hafa Bandaríkja-
menn verið þarna tíðir gestir frá
í stríðslok. Ekki hafa þeir þarna
mikið setulið, en koma hinsveg-
margir til eyjarinnar í orlof frá
Víetnam, Ókínava og öðrum
stöðum þarna austur frá þar sem
þeir hafa her. Það þykir gott að
skemmta sér á Formósu. Þarna
er mikið af svokölluðum kaffi-
og tehúsum og öðrum veitinga-
stöðum.
— Þú hefur mestanpart dval-
izt í Taípei?
— Já. Ég bjó á ágætu hóteli,
sem milljónafursti frá Taílandi
átti. Ég sá hann einu sinni sjálf-
an, þegar hann kom að líta eft-
ir eigum sínum. Þetta var nokk-
uð sérkennilegur náungi. Hann
taldi sig þannig ekki hafa efni á
að búa á þessu hóteli sínu, held-
ur leigði sér herbergi úti í bæ.
Þetta hótel var nokkrum sinn-
um notað fyrir alþjóðaráðstefn-
ur, meðan ég var þar. Eitt sinn
voru þar að verki samtök, sem
kölluðust Prentarafélag Suðaust-
ur-Asíu, hvorki meira né minna.
Þá ráðstefnu sátu fjögur þúsund
manns. Ein meginástæðan til að
ég ákvað að búa þarna var að
þar var hægt að fá vestrænan
mat. Hann er að vísu tífalt dýr-
ari en sá innlendi, en ég lét mig
hafa það, leizt ekki á allt það,
sem ég sá þá kínversku láta of-
an í sig og ekki heldur hvernig
sMBregæai iii i tfinn—ii»m—
Fjarlægið nagla-
böndin á
aufiveldan hátt
Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj-
andi ianolínblandaðan snyrtilög, einn
dropa í einu, sem mýlcir og eyðir
óprýðandi naglaböndum.
Cutipen er elns og fallegur, óbrj&tandi
sjálfblekungur sérstaklega gerður til
snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans
snyrtir og lagfærir naglaböndin svo
að neglur yðar njóti sín.
Engra pinpa eða bómullar er þörf.
Cutipen er algerlega þéttur, svo að
geyma má hann i handtösku.
Cwttp&fv
fæst 1 öllum snyrtivöruverzlunum.
Handbærar áfyllingar.
Fyrir stökkar neglur biðjið um
Nutrlnail,
vítamfnblandaðan naglaáburð, sem
seldur er í pennum, jafn handhæg-
um í noktun og'Cutipen.
40 VTTCAN 43- tbI-