Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 39
semi, smekkvísi og hugkvæmni.
Ólafur var einmitt svona,
draumamaðurinn, bóndinn, nátt-
úruskoðarinn. Ég saknaði hans
á hlaðinu, þegar við Jónas lögð-
um af stað. Mig hefði langað að
þakka honum myndirnar og
skora á hann að halda sýningu
á þeim.
Svo erum við á leiðinni út
Fljótshlíðina, og ný þula af bæja-
nöfnum kemur upp í huga mín-
um; Hlíðarendi, Teigur, Grjótá,
Sámsstaðir, Breiðabólsstaður og
Núpur. Einnig hér eru Njáluslóð-
ir, en ég held áfram að hugsa um
nútímann eins og niðri í Land-
eyjum í gær. Búsældarleg er
Fljótshlíðin, grasi vafin og hýr
á brá í sólskininu, sem flæðir
um gervallt Rangárþing. Forðum
riðu bræður tveir héðan úr sveit-
inni niður aurana og ætluðu til
skips. Annar sneri aftur og var
drepinn af óvinum sínum eftir
frækna vörn, sem lengi mun á
orði höfð. Hinn fór utan og átti
aldrei afturkvæmt. Og sagan
heldur áfram. Tveir ungir menn
bíða eftir áætlunarbílnum á
vegamótunum þarna, en hlut-
skipti þeirra er allt annað en
Gunnars og Kolskeggs. Þeir ætla
bara að skreppa til Reykjavíkur
að skemmta sér um helgina,
koma áreiðanlega báðir aftur og
þurfa ekkert að óttast.
Helgi Sæmundsson.
Formósa
Framhald af bls. 9
byrjun marz og fram í miðjan
Apríl.
— Hvaða leið var flogið milli
meginlanda?
Við flugum með Flying
Tiger frá San Fransiskó til Cold
Bay í Alaska. Þar komum við
snemma morguns meðan enn var
dimmt af nóttu, svo að ekkert
sást nema eitt gjósandi eldfjall,
sem lýsti eins og viti. Þaðan var
haldið áfram til Tókíó. Þar skipt-
um við um vél, tókum flugvél
frá China Airlines til Taípei á
Formósu.
— Hvernig leizt þér á Japan-
ina?
— Þeir komu mér þægilega á
óvart. Ég hafði heyrt að þetta
væru hálfgerðir rustar, en ég hef
sjaldan kynnzt kurteisara og al-
úðlegra fólki. Það sem maður
tekur helzt eftir við þá er hve
smávaxnir þeir eru flestir.
Frá Tókíó var haldið áfram
með viðkomu í Ósaka, sem er
ein af stærstu borgum landsins.
Annars er landið þarna svo þétt-
býlt að fullerfitt er að átta sig
á hvar borg er og hvar ekki. Yf-
ir Ósaka vorum við samfellt
fimmtán til tuttugu mínútur á
flugi yfir borg. Þar á heimssýn-
ing að verða 1970, og sá ég geysi-
miklar skálabyggingar, sem byrj-
að er á af því tilefni.
— Varðstu mikið var við víg-
búnað á Formósu?
■— Þeir eiga þar enn formlega
í stríði við kommúnista á megin-
landinu, svo að einskonar herlög
gilda á eynni. En ég varð hvergi
var við hermenn inni í Taípei,
sem er höfuðborgin. Þeir eru í
sérstökum herbúðum utanborgar.
■— Þarna er margt um mann-
inn, miðað við landsstærð?
— Jú, íbúar Foi-mósu eru alls
tæplega fjórtán milljónir, þar af
rúmar fjórar milljónir í Taípei.
Fólksfjölgunin er mikil en fer
minnkandi, er komin niður í
fimm prósent en var til skamms
KJOLA-
EFNI..
LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647
43. tbi. VTTCAN 39