Vikan


Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 15
Þetta eru þrír ólíkir klæðnaðir. Cour- regés sýnir þarna mikið smápils og heldur sér við stígvélin ‘og hvítan lit. Neðar er svo kjóll úr gullefninu skemmtilega, málmur allt í gegn, en samt mjúkt og þægilegt. Litlar perl- ur á faldi, ermum og þríhyrning í hálsmáli og vel stuttur, en svartir sokkar eru aftur ákaflega mikið not- aðir, jafnt að degi sem kvöldi. Þetta er kjóll, sem allir gætu hugsað sér að eiga. Neðst er svo rómantíkin í algleymingi með svarta flauelinu, nýju, víðu buxunum og prestakraga úr organdi í hálsinn. Myndirnar að ofan og neðan sýna plastfötin, sem sumir telja táknræn fyrir nútímann. Ég held bara að konan vilji ekki vera neitt geim- ferðatákn og hafi andstyggð á hörðu, köldu plasti. Kjóllinn að of- an tekur flestu fram hvað þetta snertir; virðist vera allur úr upp- hleyptu plasti. Ekki vildi ég klæð- ast þessu, nema þá á tízkusýningu. Það er enginn vafi á því, að flegna tízkan er að vinna á, þótt ekki sé gengið eins langt að vera í gagnsæju að ofan, eins og sýnt var á fyrri síðu. Þessi kjóll þekur svona rétt miðjuna, en perlufestin á líklega að bæta það upp og minnir einna helzt á hið þekkta tilsvar Marylyn Monroe, að hún svæfi 1 Channel 5! Hálsmálið á buxnadragtinni hér að neðan er allt annars eðlis, þótt fleg- ið sé. Kjóllinn t. v. minnir á tízkuna fyrir nokkrum áratugum, en þetta hálsmál er nýtt. Her er önnur tegund af flegn- um kjól. Kvikmyndir hafa haft úrslitaáhrif á tízkuna undan- farið — hvaða kvikmynd skyldi það verða í ár? Yrði það Romeó og Júlía, yrði hin nýja stúlku- myndi eitthvað á þessa leið. Hverfur þessi nutimastulka, kannski hálfnauðug, fyrir þeirri yzt á síðunni hér á móti. 43. tbi. VIKAN u

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.