Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 17
11 " 1 ■ ~ -'A - %' ■
♦ 4 I»ótt tólf1 ár væxu ' liðin var Ircne jafn aðlaðandi og áður. ÖRDRATTUR UR SDGU JOHNS GALSWORTHY 5 HLUTI Soames vildi ganga frá skilnaSi Winifred systur sinnai strax, hann vildi ekki láta hana lenda í þeim vandræðum, sem hann hafði orðið fyrir.
— ■f' '. «• r . . - .T<--
Timothy og auðvitað líka fyrir James, föður hans. Það var gott
að Roger hafði sloppið. við þær áhyggjur, það fannst Juley frænku
að minnsta kosti. Það hrökk tár úr öðru auga hennar við tilhugsunina.
Soames drakk te og borðaði þrjár af makkarónukökum systr-
anna, sem alltaf voru á boðstólum hjá þeim. Bros hans var
orðið svolítið stirðnað í munnvikjunum.
Það var furðulegt hvað þessi fjölskylda hans gat verið smáborg-
araleg, og þó var þetta einhver auðugasta fjölskyida Lundúnaborgar.
Juley frænka malaði áfram. Hafði Soames heyrt nokkuð frá
Irenu? Það var sagt að Jolyon hefði arfleitt hana að 15.000 pundum.
Vissi Soames að Jo frændi hans var búinn að missa konuna? Hann
vissi þó altént að Jo var fjárhaldsmaður Irenu?
Soames hristi höfuðið. Iiann vissi þetta allt, hafði vitað það 1
mörg ár, en hann vildi ekki kannast við að hann hefði nokkurn
áhuga á því. Hann hafði ekki séð Jo, síðan kvöldið sem Bosinney
lézt.
Hann stóð snöggt á fætur. Hann þoldi ekki þetta skvaldur lengur.
Frænkurnar höfðu hreyft við þeim málum, sem voru efst í huga
hans, og hann gat ekki talað um það við þær .
Það að hinn léttúðugi og samvizkulausi Monty Dartie bjó ennþá
í húsi því sem hann flutti inn í fyrir tuttugu árum, var eingöngu
því að þakka að tengdafaðir hans, James Forsy.te, hafði alltaf borg-
að húsaleiguna, skatta og öll opinber gjöld fyrir hann. Á þennan
einfalda, en nokkuð kostnaðarsama hátt, hafði James tryggl Wini-
fred dóttur sinni og börnum hennar nokkurn vegin örugga afkomu.
Það var huggun fyrir Winifred að hafa þak yfir höfuðið. Maður
hennar hafði alltaf verið forfallinn í hestaveðmál og allskonar
fjárhættuspil.
Soames hitti Val systurson sinn fyrir utan hús systur sinnar, og
fylgdist með honum inn. Hann fékk allt í einu góða hugmynd, sem
var afleiðing af skvaldri systranna. Hann ætlaði að fara út til
Robin Hill, og tala við Jo. Hann var fjárhaldsmaður Irenu. Það
gat verið gott að nota Val, til þess að hafa ástæðu til heimsóknar-
innar.
— Þú átt frænda, sem þú hefir aldrei séð, sagði hann við Val á
leiðinni inn. — Langar þig ekki til að koma með mér á morgun
og heimsækja Jo Forsyte? Sonur hans er við nám í Oxford, en hann
hlýtur að vera heima núna.
Val sýndi engan áhuga á þessu, en Soames flýtti sér að segja:
— Ég sæki þig þá á morgun, eftir morgunverð ....
Winifred reis strax upp frá skrifborði sínu og gekk t.il móts við
bróður sinn.
— Monty er stunginn af til Buenos Aires, með þessum kvenmanni,
og hann tók perlurnar mínar með sér, sagði hún með hljómlausri
rödd. Soames var lögfræðingur hennar og hún var vön því að snúa
sér til hans með vandræði sín.
— Ég skal gera ráðstafanir til að fá skilnað í gegn, sagði Soames
ákveðinn. — Hefir Monty lagt á þig hendur? Ekki það! En hann
hleypur á brott frá þér. Við krefjumst þess fyrir dómstólunum að
hann snúi strax heim. Ef hann gerir það ekki og það er sennilegast,
þá fær þú löglegan skilnað eftir hálft ár. Talaðu ekki um þetta við
nokkra sál, og borgaðu ekki skuldir hans.
— Þetta er allt svo andstyggilegt, sagði Winifred og andvarpaði.
Þrátt fyrir alia erfiðleika í sambúðinni við Monty, þá saknaði hún
hans. Það var eins og tilveran yrði litlaus. Hún var skilin eftir, ein
og sorgbitin, og eignalaus með öllu.
Framhald á bls. 47.
43. tbi. VIKAN 17