Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 16
Með árunum hafði samheldnin minkað töluvert innan Forsyte-
fjölskyldunnar. En það var þó ekki verra en það, að þegar Roger
var jarðsettur, fylgdu flestir. Roger lézt skyndilega um haustið 1899,
þá voru liðin sex ár frá því að Jolyon bróðir hans lézt.
Eftir jarðarförina fór Soames heim til Timothy frænda síns.
Hann og systur hans, Juley og Hester, höfðu ekki treyst sér til að
vera viðstödd jarðarförina.. Soames vissi að þau hefðu áhuga á
að heyra frá jarðarförinni. James Forsyte, faðir hans, sem var
orðinn 88 ára hafði heldur ekki treyst sér. En þetta var samt fjöl-
menn og myndarleg j arðarför ....
En Soames var ekki skrafgjarn þennan dag. Hann var í dökkum
fötum, ekki svörtum, því það var aðeins frændi hans sem hafði
verið borinn til grafar. Hann var mjög kyrrlátur þar sem hann
sat og horfði, ýmist niður á nefið á sjálfum sér, eða á himinbláa
veggina, sem voru þaktir gylltum myndarömmum. Beinabert For-
syte andlitið féll vel inn í þetta umhverfi.
Og sem hann nú sat þarna, fann hann það betur en nokkru sinni
áður að þetta heimili og þessir elztu ættingjar heyrðu fortíðinni
til. Hann þorði ekki að tala um það eina sem hann hafði hug á, það
sem hann hafði verið að hugsa um frá því um vorið.
Það var ný tilfinning, sem hafði gripið hann, og það var kannski
hægt að kalla það heimskulegt, þegar það var tekið til athugunar að
hann var orðinn 45 ára gamall. Honum var það ljóst að í viðskipta-
lífinu hafði hann haft heppnina með sér. Hann var ríkur maður,
þegar hann fékk hugmyndina um að byggja húsið við Robin Hill,
húsið sem eyðilagði hjór.aband hans og Irenu. En síðan höfðu
auðæfi hans aukizt, enda hafði hann ekki haft önnur áhugamál
en að sinna störfum sínum.
En hann átti enga erfingja. Hver átti að eignast þetta allt að
honum látnum?
Og nú, á þessum aldri, hafði ung stúlka heillað hann svo að
hann hugsaði helzt ekki um annað en hana.
Anette var frönsk, en alls ekki þannig stúlka sem gerði sig ánægða
með lauslegt samband, hún virtist hafa töluvert vit í kollinum.
Það hentaði Soames vel. Hann vildi kvænast henni, helzt í kyrrþey,
skreppa í stutta brúðkaupsferð og kynna hana svo fyrir fjölskyld-
unni, án þess að þurfa að greina fjölskyldunni frá uppruna henn-
ar. sem ættingjarnir höfðu líklega töluvert út á að setja. Hún
hjálpaði móður sinni við rekstur lítillar veitingastofu í Soho.
Hún hafði mjög góða framkomu og var smekkleg, og myndi sóma
sér ágætlega sem húsmóðir á setri hans við Mapledurham. En það
versta var að. hann hafði aldrei fengið löglegan skilnað frá Irenu,
og svo var það heldur ekki öruggt að Anette vildi hann! Hann
þorði ekki að biðja hennar, fyrr en hann væri orðinn frjáls maður,
og gæti boðið henni örugga, — já, glæsilega framtíð.
Hann sat í hægindastól í dagstofu systranna og hlustaði hálf
viðutan, á spurningar þeirra. Hvernig leið föður hans? Hann var
trúlega hættur að fara út, síðan það kólnaði svona í veðri? Hafði
Soames heyrt um uppistandið hjá Winifred systur hans og Monty
Dartie? Það gengu sögur um það að hann hefði gefið einhverri
hræðilegri dansmær skrautgripi konu sinnar. Þetta var ekki gott
fordæmi fyrir Val, son þeirra, sem nú var að hefja nám í Oxford!
Soames yrði að tala við systur sína og komast til botns í þessu!
Og svo vo.ru það þessir Búar var það satt að þeir væru í
uppreisnarhug? Timothy var svo æstur út af ástandinu í Afríku.
Ríkisskuldabréf voru í háu verði, og hann átti mikið af þeim.
Timothy var hræddur um að' þau myndu falla í verði, ef það kæmi
til stríðs.
Soames kinkaði kolli, annars hugar.
En stríðið myndi aldrei standa lengi. Því það yrði slæmt fyrir
16 VIKAN 43 tbl