Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 43
— Veðrið hefur varla verið
þér til baga þennan tíma.
— Nei, það er hlýtt þarna,
enda er eyjan í jaðri.hitabeltis-
ins. Ég var þarna á árstíð blóm-
anna, sem landsmenn kalla svo,
en árið 1967 kalla þeir apaárið.
Þannig er tímatalið hjá þeim,
þeir kenna árin öll við einhverja
skepnu, og þau ganga í hring,
þannig að einhvern tíma kemur
aftur apaár. Nýárið halda þeir
hátíðlegt í febrúar, og er þá
skemmt sér í hálfan mánuð.
Eins og kunnugt er af fréttum
og drepið var á hér að framan,
eiga þeir fornkunningjarnir
Sjang Kaí-sék og Maó ennþá op-
inberlega í stríði og munu sjálf-
sagt eiga unz þeir eru allir. Við
hátíðleg tækifæri hefur Sjang
gjarnan við orð að fara í land
með lið sitt og ná aftur ríki sínu,
en fáir munu trúa að til þess
komi. Við spurðum þó Ólaf
hvort hann hefði orðið var við
mikinn vígahug hjá Formósu-
mönnum eða ótta við rauðu
hjarðirnar hans Maós.
Því svaraði Ólafur neitandi.
— Ég heyrði þá aldrei minnast
á kommúnista að fyrra bragði
og engan ótta eða spennu varð
ég var við. En eins og ég drap á
áðan gilda enn herlög á eynni
og hermenn eru á verði á flug-
völlum og við aðra þýðingar-
mikla staði. Og mér var sagt að
hér væru þeir ekki með byss-
urnar tómar eins og oft á Vest-
urlöndum, heldur hafa þeir í
þeim ósviknar kúlur og hika
ekki við að skjóta þeim, ef ein-
hverjar öryggisreglur eru brotn-
ar. í slíkum tilfellum kváðu þeir
þó fremur vægja útlendingum en
löndum sínum.
— Sástu nokkurn tíma gamla
Sjang?
__ Nei, en einu sinni kom
hann á flugvöllinn, þar sem ég
var að vinna, þá voru allir
reknir inn undir þak og hermenn
voru á hverju strái. Ég ætlaði að
klifra upp á upphækkun nokkra
til að sjá karlinn, en það var
harðbannað. Mér skildist annars
að hann væri nokkuð vinsæll af
þegnum sínum og kona hans
ekki síður. Þeir minntust oft á
að hún væri sálfræðingur frá
háskóla í Marylandi, USA.
Greinilega fannst þeim allmikið
til þess koma. dþ.
Framhald af bls. 29
— Eins og ég sagði. Þið getið
alltaf hringt í mig. Verið þér sælir,
herra Camber, og frú Camber, ég
hafði reglulega ónægju af að tala
við yður. Verið þér sælar. Svo lagði
hann ó.
— Mig langar svo mikið til að
gráta, sagði AKsa. Mig langar að
láta fallast á gólfið og öskra. Kon-
Oruggari en noickur Cnnur
gagnvart forvitnum börnuin og
unglingum.
Hurina er ekki hægt aS opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin aö tæm*
vélina.
RAFH/V-HAKA 500 þvottavelin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aöeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,1
þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin cru:
1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°.
2. Viðkvæmur þvottur 40°. .8 Heitþvottur 90°.
3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°.
4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°.
5. Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°.
6. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottui 40
Og að auki sérstakt kerfl fyrir þeytivindu og tæmingu.
Vlfl ÖOINSTORR
SIMI 10322
HIIAR H ÖBIim IAHS Hðfl?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir, Flekkudal, Kjós.
Vinninganna má vitja 1 skrifstofu Vikunnar.
Nafn _ _____________
Heimili
Örkin er á bls.
43. tt>i. VIKAN 43