Vikan


Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 21
til hamingju með þessa hrífandi og hæfileikaí'ullu eiginkonu. Hún er athyglisverður málari, ‘mjög athyglisverður. — Það er rétt, sagði Robert. — Mér ætti gaman að vita hver keypti þetta málverk? Ambrose sá Harriet hrista höf- uðið í áttina til Wainwright. Ehm, sagði Wainwright, svo hélt hann áfram eins og ekk- ert hefði í skorizt. Ég er hræddur um að kaupandinn óski ekki að láta nafns síns getið, herra. Nújá. En segið honum eða henni að ég óski að kaupa þetta málverk. Það verður kannske ofurlítill hagnaður í sórabæt- ur. Ambrose sperrti ayrun. Ofur- lítill hagnaður myndi gera hon- um kleift að kaupa svolítið meira til heimilisins, ón þess að ganga um of á tekjulind Harriet. Það er mjög mikilvægt, sagði Ro- bert. — Auðvitað, verið þér sælir, herra. Gaman að kynnast yður. Hópurinn var tekinn að þynnast, sérfræðingsaugu Wainwrights reikuðu um salinn. — Þetta er mjög góð opnun, herra Blossom. Hann flýtti sér í burtu til að tefja áhrifaríka viðskiptavini og gagnrýnendur, sem enn var ef til vill hægt að trekkja til að segja eitthvað fallegt um sýningarsal- inn, og ef með þyrfti listamann- inn um leið. Harriet reyndi að draga Ro- bert áfram, Ambrose sá tilgang hennar; hún ætlaði að ná honum í flýti framhjá málverki, sem hún hafði lengi unnið að og lagt mikið í - - mynd af Ambrose í mexíkanska búningnum með hund í fanginu. Robert nam staðar. Hann starði. -— Hver er þetta? — Frændi minn. — Hvaða frændi? Frá Mexíkó. —- Ég vissi ekki að þú ættir frænda í Mexíkó. Var það þessi einkennilega of- skynjun Harriet sjálfrar, sem kom Ambrose til að finnast að hann hefði örugglega komið auga á Dylan í dulargervi í hópnum? Dylan í dulargervi listamanns, með sítt hár og sól- gleraugu, hlustandi á hvert orð. Nei. Það var hlægilegt. Dylan hafði gefizt upp fyrir mörgum árum. Hann hafði engin spor að fara eftir. Lízt þér á hana? spurði Harriet. Mjög vel, sagði Robert. Það er mikið í þessu andliti. En hvenær sat hann fyrir hjá þér? — Hann . . . ég . . . hér . . . ég málaði eftir minni. - Bíddu aðeins! Nú þekki ég hann! Robert gekk nær. Harriet svitnaði. Ambrose stirðnaði þar sem hann stóð. Svo leiknum var lokið. En hann ætlaði ekki að bregð- ast. Það sem máli skipti nú var að vernda hið góða nafn Harri- et og framtíð hennar. Það gat vel verið að hann væri 'ekki nema ungur, óbreyttur hermaður í Indlandi án allra fjölskylduauð- æfa, sem sluddu við bakið á fé- sýna þeim að Tuttle gæti staðið i á eígin fótum. Með því að steia | hjarta hinnar ungu, aðdáanlegu konu yfirmanns síns, hafði hann svivirt helgustu eríðavenju hers- ins — sem leyfði aðeins foringj- um af jafnhárri gráðu að stela konunum hver frá öðrum en hann virti samt sínar eigin heið- ursreglur. Hann rétti úr sér. Hann ætlaði ekki að flýja það sem koma skyldi: herréttinn, hina hættulegu sendiferð sem hann átti ekki að koma úr aftur nema hann væri reiðubúinn að láta reki sig úr hernum.... Robert sagði: - Já, það cr hann. Ambrose heyrði fjaiiægt sönglið í villimönnunum fyrir eyrum sér. Það var sama hvaða þjáningar þeir höfðu búið hon- um, hann ætlaði að vera hraust- ur fram í andlátið. — Það er Dinkie! sagði Ro- bert. Ójá, sagði Harriet andstutt. Já, ég bætti honum við til skrauts. Líka eftir minni, flýtti hún sér að bæta við. — Vesalings Dinkie, skvýt-ið hvernig hann hvarf. Ambrose var feginn að flýja og klöngrast aftur upp í helgireit- inn heima. Það lá ljóst fyrir að skær ljós og samkvæmislíf voru ekki fyrir hann. Það voru of margar hættur á sveirni þarna úti. Það liðu margar klukkustund- ir þangað til honum varð rórra. Hann varð að marglesa um ýms- ar mikilvægustu greinarnar í bæklingnum um djúpa . einbeit- ingu hugans, til þess að and- rúmsloftið í risinu yrði aftur samt. Róin kom aftur með ljósa- skiptunum og allt var fallið í ljúfa löð, þegar Robert stjórnaði tónverki Moussorgsky‘s Myndir á sýningu í konsertsalnum niðri. Á meðan fékk Ambrose sér gönguferð um þakið í tunglskin- inu með Dinkie á hælum sér og sá síðarnefndi þefaði ákaft af reykháfnum og sjónvarpsloftnet- inu og sýndi hvoru tveggja fulla liundsvirðingu. — Heima var bezt. 10. Það varð sííellt dýrara og dýrara að lifa. Þetta var oröið hreinasta morð. Robert reyndi að sannfæra sjálfan sig um að það væri samt þess virði að berj- ast ennþá, en álagið var farið að segja til sín. Ilann unni heimili sínu, en hann komst ekki hjá því að sjá hvað heimilisreikningarn- ir fóru síhækkandi. Hann átti erfitt með að skilja hvert allir þessir peningar fóru. Og eins var það í verksmiðjunni. Hann hækkaoi launin, en afköstin juk- ust ekki í sama hlutfalli. Hann keypti nýjar, dýrar vélar. . . . Og það hreif ekki. Robert hafði byrjað rekstur sinn í smáum stíl og var enn tregur til að láta undirmenn bera of mikið af ábyrgðinni. Ef vanda bar að höndum vildi hann ráðá fram úr honum persónu- lega.' Þegar eitthvað gekk úr- skeiðis vildi hann sjálfur bretta upp ermarnar og ráða fram úr því sjálfur svo fremi sem verkamenn eða iðnaðarmanna- samböndin leyfðu honum það. Með uppbrettar skyrtuermarn- ar og harðkúluhattinn á höfð- inu, regnhlífina og skjalatöskuna ó nálægu borði, tók hann að glíma við stóran skiptilykil og ró, sem neitaði þrákelknislega að snúast. Og þar til hún snerist myndi vélin ekki snúast. Það þýddi að tuttugu konur sátu og prjónuðu, prjónuðu og lásu róm- antísk vikublöö, en tveir vesa- lings vélvirkjar hlógu í laumi, að aðförum -hans, og framleiðsla brjóstahaldaranna féll um þrjá- tíu pör á vinnustund, en það þýddi aftur að þrjátíu kven- barmar myndu lirynja á hverri klukkustund. Robert þeytt.i frá sér skipti- lyklinum. Hann reyndi skrúf- járn og fjóra mismunandi stjörnulykla. Samt haggaðist ró- in ekki. Honum lá við gráti. Róin passar ekki í neinn lykilinn. Vélvirkjarnir ypptu öxlum. Með axlaypptingunni sögðu þeir: Þannig er það. Robert rétti úr sér. Það leyndi sér ekki að brezkir staðlar voru nokkurn véginn að jafn miklu gagni í verki og yfirlýsing Nostradamusar éf til vill minna, Vélvirkjarnir, sem fengu borgað ákveðið kaup, plús ákveðpa yfirvinnu. ög bónús, jáfnvel þótt framleiðslan félli niður í núll, höfðu efni á að vera heimspekílegir. Robert, sem bar á herðum sér allan þunga verk- smiðjunnar, og hafði auk þess slcattana um hálsinn, að við- bættri ábyrgðinni að halda stöð- ugum útflutningi, til að stjórnin gæti aukið skattana, þegar hon- um gengi vel, fannst bæði krans- æðastífla og magasár. steðja að sér samtímis. Gí>rið eitthvað! hrópaði hann. Það færðist þjáningarsvipur á andlit vélvirkjanna. Ef Robert gei'ðist agnar ögn kröfuharðari yrðu þeir að kæra hann fyrir vél virk j af élaginu. Það verður engin fram- leiðsla með þessu móti. Annar vélvirkinn leit á hinn. Sjálfvirkni! sagði hann með hóglátlegri fyrirlitningu. Vinur hans kinkaði kolli: — Hún kemur aldrei í staðinn fyr- ir giftar hálfs-dags-konur. Robert lét þá um þetta. Það voru aðeins þrjátíu mínútur fram að kaffitíma, svo hann gerði ekki ráð fyrir að þeir tækju þá áhættu að verða óhreinir á fingrunum fyrir þann tíma. Konurnar myndu halda áfram að prjóna. Kjólar, peysur og sokkar yrði framleitt í ríkum mæli. Útbreiðsla kvennablað- anna myndi aukast, aðeins fram- leiðsla brjóstahaldaranna félli. Hann slagaði inn í fremri skrifstofuna sína. Uppi við vegginn voru þrír leðurstólar og bekkur. í öllum sætum var setið. Sex manns risu á íætur, þegar hann kom inn. Herra Blossom, verkalýðs- félagið er enn mjög óánægt með vinnutímadeiluna. Félagsmenn- irnir eru farnir að hafa áhyggj- ur af þessum eina og hálfa tíma, sem um er rætt í sambandi við yfirvinnuna. Vinnustöðvun er yf- irvofandi. — Já, sagði Robert. — Ég skal afgreiða það mál. Hann komst þrjú skref í við- bót, þegar lítill, horaður maður með gleraugu í stálumgjörðum og stáirödd sté í veg fyrir hann. ITerra Blossom. Ég er John- son. - - Því trúi ég. Ég er Johnson, frá Pette- grew og Stephens. -— Rétt, sagði Robert. — Vilj- ið þér gera svo vel að snúa yður til einkaritara míns.... — Þér eruð þegar orðinn þrem vikum á eftir með send- ingu yðar, og umboðsmenn okk- ar í Vestur-Þýzkalandi eru farn- ir að spyrjast fyrir hjá útflutn- ingsráðinu. — Ég legg mig allan fram. Robert mældi út vegalengdina að dyrum einkaskrifstofunnar. Svo tók hann stökk. Stór, fyrir- ferðarmikil kona lokaði leiðinni. - - Herra Blossom, dóttir mín hefur fengið útbrot á allan efri skrokkinn, sem eru bein afleið- ing af því að nota brjóstahaldar- ann yðar. Snúið yður til auglýsinga- stjórans. Þrjár aðrar raddir æptu að honum. Robert laut höfði og rykkti upp dyrunum. Honum tókst að skella þeim á eftir sér og hvíldi sig andartak upp við þær. Einkaritarinn hans, ungfrú Reece, beið eftir honum. ITún réð'st miskunnarlaust á hann. Herra Blossom. Bankinn hefur hringt tvisvar, nú þegar. Herra Unger segir að við höf- um lofað að gera eitthvað varð- andi lánið sem fallið er í gjald- Framhald á bls. 47. 43. tbi. ynCAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.