Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 26
En svo var ekki. Vikur liðu, án þess að nokkuð gerð-
ist. Loks kom dómurinn frá Deeca. Þeir höfðu komizt
að þeirri niðurstöðu, að gítarhljómsveitir væru ekki
lengur vinsælar.
„Ykkur skjátlast,“ sagði Brian. „Þessir strákar eiga
eftir að verða vinsælli en EIvis Prestley.“
Síðan hófst píslarganga Bítlanna frá einu hljóm-
plötufyrirtækinu til annars, „Pye“, „Columbia“, „His
Masters Voice“ og „EMI“. AIIs staðar var sama svar-
ið: Því iniður, við höfum ekki áhuga.........
„Við biðum með óþrevju eftir, að Brian hringdi
og hefði góðar fréttir að færa okkur,“ segir Paul. „En
hann hringdi ekki, heldur kom sjálfur með möppu fulla
af alls konar skjölum. Hann bauð okkur í kaffi á eitt-
hvert veitingahúsanna — til þess eins að segja okkur
frá einhverju nýju plötufyrirtæki, sem ekki hefði kunn-
að að meta okkur.“
„Samt vorum við sannfærðir um, að við værum stöð-
ugt á uppleið,“ segir George. „John var vanur að hrópa:
„Hvert ætlum við okkur að komast, strákarp“ Við svör-
uðum um hæl: „Upp á toppinn, Johnnv!“ Þá kallaði
John aftnr: „Hvað topp?“ Og við svöruðum: „Toppinn
á poppinu!““
T apríl 1962 fóru Bítlarnir til Hamborgar í þriðja
sinn. Þeir léku nú á miklu betri stöðum en þeir höfðu
áður gert, til dæmis í „Star Club“, sem var stærstur
sinnar tegundar í Ilamborg.
„Það voru meira að segja teppi á sviðinu,“ segir
George.
Astrid Kirchner kom ekki til að hlusta á Bítlana i
þetta sinn. Hún syrgði Stu Sutcliffe enn. Bítlarnir heim-
sóttu hana, færðu henni gjafir og reyndu að gleðja hana.
„Mér hafði aldrei dottið í hu'?:, að þeir gætu verið
svona tillitssamir og góðir,“ segir hún.
I Englandi vann Brian Epstein að því öllum árum
að koma Bítlunum á framfæri við plötuútgefendur. Hann
hahði meðferðis scgulbandsupptöku með beztu lögun-
um þeirra. Þcgar hann komst í samband við George
Martin hjá „Pariaphone“, fór loksins að birta ögn til.
ITann sagði, að Paul hefði góða rödd og George væri
snjall gítarleikari. Hann vildi fá þá til reynsluupptöku.
Þetta var í maí 1962 og Bítlarnir voru enn í Ham-
borg. Brian sendi þeim skeyti þegar í stað.
„Við vorum ekki komnir á fætur“, segir l’ete Best.
„Það var venja hjá okkur, að sá sem vaknaði fvrstur,
ætti að sækja póstinn. I þetta sinn var það George.
Það var því hann, sem kom hoppandi með skeytið og
réði sér ekki fyrir kæti. John og Paul tóku þegar í stað
að semja ný lög og texta. George sá í hillingum peninga
í stríðum straumum. Hann ætlaði að kaupa sér hús
með sundlaug og strætisvagn handa föður sínum, en
hann var strætisvagnastjóri.
Bítlarnir komu heim frá Hamborg í byrjun júní 1962.
6. júní fór reynsluupptakan fram. George Martin var
m'ög ánægður. Hann sagði, að þeir mundu heyra frá
honum síðar.
En fleira gerðist ekki. Þeir fóru aftur til Liverpool og
tóku að leika í Cavern og á fleiri stöðum eins og áður.
Júnímánuður leið og einnig júlímánuður. George Martin
lét ekkert frá sér heyra. Bítlarnir voru orðnir sannfærðir
um, að þeim hefði enn einu sinni verið hafnað.
Þá kom loksins bréf ásamt tilboði um samning. Brian
og Bítlarnir voru í sjöunda himni, — allir nema Pete
Best. Hann fékk ekkert um þetta að vita.
„Kvöldið 15. ágúst lékum við í Cavern,“ segir Pete
Best. „Kvöldið eftir áttum við að ieika í Chester, og ég
ætlaði að koma við hjá John eins og venjulega. Eg spurði
hann klukkan hvað ég ætti að koma. Hann svaraði snúð-
ugt, að ég þyrfti ekki að koma. Hann gæti séð um sig
sjálfur. Eg spurði hann, hvað væri að, en hann svaraði
mér ekki, heldur fór burt. Þá hringdi Brian og bað
mig að koma á skrifstofuna til sín daginn eftir. Ég gerði
það. ITann sagðist hafa slæmar fréttir að færa mér.
Strákarnir vildu, að ég liætti í hljómsveitinni, en Ringo
Starr kæmi í staðinn. Þetta kom yfir mig eins og reið-
arslag. Eg var orðlaus af undrun og skelfingu.“
„Eg var mjög leiður yfir þessu,“ segir Brian Epstein.
„Eg vissi hve vinsæll Pete var. En John, Paul og George
höfðu komið til mín og sagt, að þeir vildu ekki liafa
hann með í hópnum lengur. Þeir vildu fá Ringo í hans
stað. Eg hafði haft grun um þetta lengi, en vonaði, að
ekkert yrði úr því. Mér líkaði vel við Pete Best. Hann
var sá af Bítlunum, sem ég kynntist fyrst.“
„Eg fór ekki út fyrir hússins dyr í tvær vikur,“ seg-
ir Pete. „Eg vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Á
hverju kvöldi st.óð hópur af stelpum fyrir utan húsið
hjá mér og hrópuðu nafn mitt. „Pete er beztur,“ var
kallað og fleira í þeim dúr.“
„Pete átti stærstan þátt í því, hve vinsælir þeir voru
orðnir,“ segir frú Best. „Þeir öfunduðu hann, af því að
hann var vinsælastur og vildu þess vegna losna við
hann. Pete gerði sér ekki ljóst fyrr en hann hætti, hve
marga aðdáendur liann átti. Hann var alltaf svo feira-
inn og kyrrlátur. Ilann var ekki frekur og kjaftfor eins
og hinir. Hann hafði verið eins konar framkvæmda-
stjóri þeirra, áður en Brian kom til sögunnar. Hann
hafði séð um öll fjármál fyrir þá. Eg leit ii þá sem vini
mína. Eg hjálpaði þeim oft, lánaði þeim peninga og
gaf þeim að borða, þegar jæir voru svangir. Eg hugsaði
betur um þá en þeirra eigin foreldrar.“
Bítlarnir höfðu samvizkubit út af Pete, en sögðust
hafa verið sammála um að taka þessa ákvörðun. Þeir
sögðust aldrei hafa litið á Pete sem einn af þeim. Þess
vegna hlyti svona að hafa farið fvrr eða síðar.
,.En við vorum hræddir, þegar við rákum hann,“
segir John. „Þess vegna fengum við Brian til að gera
það. Ef við hefðum gert það sjálfir, hefði allt endað
með slagsmálum og ósköpum.“
Pete Best hafði verið sviptur tækifæri til að verða
heimsfrægur og flugríkur. Hann er nú kvæntur, á tvö
börn og vinnur í bakaríi. Hann hefur um 2000 krónur í
laun á viku. Brian segir, að þetta sé leiðinlegasta atvik-
ið, sem gerzt hafi á ferli Bítlanna og hið eina, sem geti
talizt óheiðarlegt. En mannaskiptin urðu Bítlunum til
26 VIKAN 43- tbl'