Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 6
r
LJÓSAÚRVAL:
Loftljós
Veggljós
Standlampar
Borðlampar
og ýmsar
gjafavörur.
HEIMILISTÆKI:
Frystikistur
Frystiskápar
Kæliskápar
Eldavélar
og fleira.
VERZLUNARTÆKI:
Djúpfrystir
Kæliborð
Kælihillur
Kæliklefar
í þrem stærðum
og fleira.
Sendum gegn póstkröfu.
RAFTÆKJAVERZLUN
H. G. GuOiónsson
Stigahlíð 45 - Suðurveri — Sími 37637
Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum.
Postulins-veggflísar — stærSir 7V2xT5, Tlxll og 15x15 cm.
Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile.
Þýzkar gólfflísar — DLW.
Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baSgólfdúkur.
Málningarvörur — frá Hörpu hf., Mólning hf. og Slippfél. Rvíkur.
Teppi — ensk, þýzk, belgisk nylonteppi.
Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex.
Silicone — úti — inni.
Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung.
Vinyl veggfóSur — br. 55 cm.
VeggfóSur — br. 50 cm.
DAGLEGT
B
Ristill - Vítiseldur?
Lesandi spyr hvaða sjúkdóm-
ur sé kallaður vítiseldur. Við
höfum aldrei heyrt þetta nafn,
en eftir lýsingunni, þá er þetta
líklega það sem kallað er ristill
(Herpes zoster), og gerir fyrst
vart við sig með sárum verkjum,
svo sárum að þeim er gjarnan
lýst sem brennandi verkjum,
öðrum megin á líkamanum,
(búk, höfði eða limum). Sé
læknis vitjað strax, sér hann oft
fljótlega hvað er í uppsiglingu.
Þessar kvalir geta varað í viku,
áður en einkenni koma í ljós, en
húðin er samt mjög aum og sár
viðkomu. Svo koma útbrotin,
sem eru smáar bólur eða blöðr-
ur og undir þeim rauðir blettir,
margir í hóp eða röðum, sem
svo verða beltislaga, eftir þeim
hluta líkamans, sem sjúkur er.
Oftast byrjar þetta á bakinu og
heldur áfram fram með annarri
hliðinni fram á maga öðrum
megin.
En ristill getur komið fram
víðar á líkamanum. Þessir út-
brotablettir geta verið dreifðir
og þeir geta líka verið það þétt-
ir að þeir renni saman í eina
heild. Það er glær vökvi í blöðr-
unum, sem springa fljótt, verða
svo að dökkri skorpu. Undir
skorpunni eru oft djúp sár, sem
geta skilið eftir ljót ör.
Ef rannsakaðir eru sogæða-
hnútar á veika staðnum, þá eru
þeir oft bólgnir og sogæðarnar
aumar.
Sársaukinn heldur áfram þótt
blöðrurnar séu sprungnar og
skorpan dottin af. Hann gerir oft
lengi vart við sig, og vikum,
mánuðum, jafnvel árum síðar
getur sársaukinn verið það
HEILSUFAR
slæmur að nota verður kvala-
stillandi lyf. Sumir segja að
þessir verkir geri helzt vart við
sig við veðrabreytingar.
Því fyrr sem leitað er til lækn-
is, því fyrr ætti að ráðast bót á
þessum sjúkdómi. En eins og áð-
ur er sagt getur það tekið langan
tíma, og örin geta verið ljót.
Bæði börn og fullorðnir geta
fengið ristil, en eldra fólk fær
meiri kvalir og óþægindi.
Ef ristillinn leggst á aðra hlið
búksins eða limanna, þá verða
eftirköstin ekki önnur en fyrr-
nefnd ör, og þau er hægt að fyr-
irbyggja ef nógu fljótt eru not-
uð rétt lyf.
Það getur verið verra að fá
ritsil kringum augun. Þá geta
komið örsmáar blöðrur á horn-
himnu augans, sem þykknar og
getur haft varanleg áhrif á sjón-
ina.
Ristill í hársverðinum er al-
gengari hjá gömlu fólki. Það er
ekki svo gott að lækna djúp sár
og skorpna húð með smyrslum,
nema að höfuð sjúklingsins sé
rakað. Höfuðkvalirnar geta ver-
ið mjög slæmar. Gamalt fólk,
sem hefur fengið ristil í hár-
svörðinn verður oft mjög slæmt
á taugum.
Nú á tímum er miklu betra að
ráða við þennan sjúkdóm held-
ur en áður, þegar lyf voru ekki
eins margbreytileg og nú.
Áður var ráðlagt að nota
græðandi smyrsl. Að vísu er ekki
enn fundið neitt lyf, sem lækn-
ar vírusbólgur algerlega, en
samt eru það betri og fleiri lyf,
sem læknar hafa nú yfir að ráða.
Þess utan eru kvalastillandi lyf
orðin fleiri og betri en áður.
☆
V.______
6 VIKAN
43. tbl.
y