Vikan


Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 5
tízku hjá strákum núnj. Það eru allir með þetta. En nú er hann búinn að kaupa sér jakkaföt með vesti. Mér finnst það ekki klæða hann vel. Hann er orðinn alltof karlalegur. Hann er nú ekki nema nítján ára Og ekki nóg með það. Hann er farinn að eanga með gamalt vasaúr með gullkeðju, sem afi hans átti, og montprik með silfurhnúð á endanum! Mér er svo sannarlega nóg boð- ið. Þessi sérvizka hans er að gera mig vitlausa. ’Ég hef enga ánægju af að fara út með honum lengur. Það glápa allir á hann, og ég hef séð stelpur bendn á hann og hlæja og flissa. Ég hef þegar reynt að tala um fyrir honum, en það gagr>- ar ekki. Hann verður bál- reiður. Ég þori ekki a'ð tala meira um þetta, af ótta við að hann segi mér þá að fara til fjandans. — Hvað ráðleggur þú mér að gera í málinu? Með beztu kveðjum og fyrirfram þakklæti. A. V. G. Þú erf of spéhrædd. Nú á dögum ríkir algert frelsi í tízkunni. Ungt fólk klæð- íst þeim fötum sem það vill sjálft. Yfirskegg, síðir bartar og alskegg þykir fínt núna. Líklega eru það áhrif frá Bítlunum eða öðrum átrúnaðargoðum. — Hvers vegna má strákur- inn þinn ekki vera svolítið frumlegur? Þú skalt kæra þig kollótta um stelpu- bjána, sem hlæja og flissa að öllu. Vertu hreykin af því að eiga sjálfstæðan mann fyrir kærasta. EINMANA í HEIÐAR- DALNUM Kæri Póstur! Þú ert svo úrræðagóður og vilt allan vanda leysa og öllum gott gera. Nú vill svo til, að ég tel mig vera í hópi hinna einmana. Mig langar til að eignast góð- an pennavin. Hann má vera á aldrinum 17—38 ára. Ég er sveitamaður og hef verið hér norður í landi alla mína ævi, að fráskildum sjö árum, sem ég var í atvinnu á Suður- landi. Ég eignaðist þar marga og góða vini, sem hugurinn er reyndar alltaf hjá. Þá gerist það, að mér berast þær fréttir heiman, að leysa eigi upp æskuheimili mitt sökum fátæktar. Við erum mörg systkinin og tvö voru fyrir innan fermingu, þegar þetta gerðist. Mig langaði til að reyna að halda æsku- heimilinu saman. Ég varð því að yfirgefa alla mína góðu vini og hverfa heim í heiðardalinn. Ég er 34 ára. Þar sem ég kann ekki við að flíka nafni mínu eitthvað út í loftið, gætir þú þá ekki, Póstur góður, tekið á móti bréfunum og komið þeim til mín, ef einhver vildi skrifast á við mig. Með kærri þökk. Einmana í heiðardalnum. Við höfum þegar gerzt milligöngumenn í bréfa- skiptum fyrir tvær ein- mana stúlkur og bréfun- um hefur rignt yfir þær. Og hér kemur sem sagt beiðni frá ungum manni, sem býr i afskekktri sveit. Það er vissulega vel gert og virðingarvert að snúa aftur til æskustöðva sinna til þess að koma í veg fyr- ir, að bernskuheimili manns fari í eyði. Það mættu fleiri fylgja for- dæmi þessa unga manns. HRÚTUR OG LJÓN Svar til S. H.: Það gleður okkur, að þú skulir fylgjast af lífi og sál með stjörnuspánni. Þú nefnir fæðingardag þriggja manna og spyrð, hvernig þeir hæfi þér samkvæmt stjörnuspánni. Sá, sem fæddur er í hrútsmerkinu og sá sem fæddur er í Steingeitarmerkinu hæfa þér báðir vel. Hins vegar skaltu varast þann, sem fæddur er undir nauts- merkinu. Nautinu og ljón- inu kemur illa saman. Við vonum, að þú hafir skilið þetta. P.S. Krossgátuverðlaun- in eru á leiðinni til þín. — Hann arfleiddi lækna- vísindin að líkama sínum! Befjunaráklæíi Gefjunaráklæðin breytast sí- féllt í litum og munstrum, því i æður tízkav hverju siu ni. Eitt breytist þó ékki, röru- vöndun verksmiðjunnar og gæði íslenzku ullárinnar. Allt þetta hefur hjálpað til að gcra Gefjunai áklæðið vinsælasca húsgagnaáklæðið i laudinu. Iíllarverksm iðjáv GEFJUN iiniiiniiiniiiTitr 43. tbk VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.