Vikan


Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 14
TÍZKAN 1969 Myndin t. h. er bara eitt af uppátækjum tízkuhús- anna til að vekja athygli, og ég tel engar líkur á að þetta komist nokkurn tíma í flík á venjulega mann- eskju. Teiknaða myndin að neðan sýnir maxi-tízkuna með háa hálsmálinu og breiða beltinu, og þó kemur línan e.t.v. enn betur í ljós á neðri myndinni — eins og hún er verst, liggur mér við að segja, ein lengja, undirstrikuð af ljósu, lóð réttu röndinni, samlitu sokkunum og skónum og litlu höfði með alpahúfu efst. Hvíta handskjólið er það eina, sem mig mundi langa til að eiga. 'Wm r •\ Síðan Courregés var á hátindi, hefur enginn tízkuteiknari raunværulega hugsað í línum og formum í samræmi við nútímalist, annar en Jack Dela- haye hjá Heims. Þessi slá hefur ein- hvern djarfan og hreinan nútímasvip, sameinar þar að auki stutt og sítt, leður og ullarefni. Þessir tveir kvöldklæðnaðir eru eins ólík- ir og hægt er. T.h. er farið svo langt aft- ur í gamaldags skreytilist, að það nálgast poplist. Þó er einhver skemmtilegur glæsi- leiki yfir kjólnum. Buxnadragtin er enn mjög vinsæl til kvöldnota. Það má mikið vera ef einhver strútur er enn fullfjaðr- aður, svo vinsælar sem strútsfjaðrir hafa verið undanfarið, en svona langt hefur þó varla verið gengið áður. Takið eftir, að annaðhvort er allt haft ermalangt og upp í háls, eða svo flegið að fágætt er. 14 VIICAN 43 tbI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.