Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 22
I SKINIMILLISKÚRA
Texti: Sigurður Hreiðar.
Séð fram eftir listigarðinum og aftaná Albert 1. á hrossinu. Ráðhústurninní baksýn.
Þag rigndi í Brussel daginn
sem ég var þar í haust og rosk-
inn blaðasali í flugafgreiðslu
SABENA inni í borginni sagði
mér að það væri engin nýlunda.
Inntakið í ræðu hans var þetta:
Ég er nú svo gamall sem á grön-
um má sjá, en ég man ekki eftir
heillar viku góðviðri hér í
Brussel. Svo hélt hann áfram að
lesa blaðið sitt og svæla Gaulois,
en ég dró ýsur yfir Readers
Digest.
Allt í einu vissi ég ekki fyrr
til en sá gamli potaði í öxlina
á mér og sagði: Nú er stytt upp
ef þig langar að skoða borgina
hefurðu líklega svo sem þrjá
tíma til þess núna í þurru.
Og ég lagði af stað. Brussel er
höfuðborg Belgíu, þar að auki
stærsta borg þess lands, stendur
í Sennedalnum, en Senne er
fremur lítil á sem rennur í
Schelde. Upprunalega byggðin á
þessum stað er talin vera þar
sem nú stendur úthverfið Ander-
lecht; þar var eðlilegt rjóður í
skóginum og þar hafa fundist
merki um rómanska byggð og
Frankneska kirkjugarða, en
Frankar voru germanskur þjóð-
flokkur sem átti aðalaðsetur í
miðvesturþýzkalandi, á þeim
slóðum sem Frankfurt stendur
nú. f Anderlecht hafa einnig
fundizt menjar um mannavist
frá nýsteinöld.
Á 14. öld var reistur múr utan
um borgina, en sá var rifinn
niður aftur á nítjándu öld og í
staðinn lagður mikill búluvarði
þar sem veggurinn hafði stað.ið.
Síðar á síðustu öld var svo áin
Senne lögð í stokk og yfir henni
er gata í gegnum borgina,
en ásamt ánni liggur neðanjarð-
arbraut undir götunni milli að-
albrautarstöðvanna tveggja í
borginni, Gare du Midi og Gare
du Nord. Breiðgatan yfir Senne
gegnir þremur nöfnum, og um
ein nafnaskiftin er torg all veru-
legt, Place de Brouckére, núver-
andi miðpunktur Brusselborgar.
Flugafgreiðsla SABENA er
rétt hjá Place de Brouckére,
mikil bygging og reisuleg, og
þaðan gekk ég ofan á þetta torg.
Sólin var tekin að brjótast fram
milli skýja og allir litir voru
hreinir og tærir eftir rigninguna,
stafalogn og gott veður. Allir
voru að flýta sér, nema fáeinir
22 VIKAN
43. tbl,