Vikan - 31.10.1968, Blaðsíða 11
ný saga, sem tekur Njálu langt
fram um hamingju.
Úti fyrir ströndinni gnæfa
Vestmannaeyjar úr hafinu eins
og álfaborgir. Þar hefur gerzt
þróun, sem undrum sætir. Verk-
smiðjan er komin í staðinn fyr-
ir króna, og vélarnar margfalda
svo afköstin, að mínútan jafn-
ast á við klukkustund forð-
um daga. Svipað ævintýri þarf
að gerast í sveitum Suðurlands
næstu áratugi, og það er nútíma-
fólki minna afrek eh fátækum
kynslóðum var að brúa fallvötn-
in, reisa sláturhúsin og mjólkur-
búið og leggja bílfæran veg
hingað austur.
K'volsvöllur er þorp, en gæti
ver:ð borg legu sinnar vegna
eins og Selfoss verður áður en
varir. Hér eru nýtízku hús og
mikil umsvif, en ég ætla staðn-
um sýnu meiri hlut í framtíð-
inni. Snyrtimennskan hér telst
gleðiefni. Véltæknin setur ríkan
svip á Hvolsvöll, og vel er hann
í sveit settur á fjölförnum vega-
mótum í miðju héraði. Hér voru
aðeins fáein hús fyrir aldarfjórð-
ungi, en nú rís Hvolsvöllur og
stækkar eins og laufgur hlynur.
Við Jónas eigum indæla stund í
kunningjahópi, og brátt hnígur
rökkur á fjall og grund. Sunn-
lenzk sumarnótt vefur Fljóts-
hlíðina dökkum hjúpi, þegar
bíllinn brunar akbrautina inn að
Múlakoti. Eg veit fræg og þekk
býli í námundanum, en ég sé
þau ekki, nema ljósin. Þau
minna mig allt í einu á kerta-
ljós í tjöldum úti í húminu, en
vitaskuld er rafmagnið kcmið á
þessar slóðir. Nú eru þeir flest-
ir dánir, sem hér þóttu mestir
/------------------------------------ -n
fyrir sér árin milli heimsstyrj-
aldanna, en ég rifja ekki upp
sögur af þeim í nótt. Maður ger-
ist þreyttur um lágnættið eftir
langan dag á Suðurlandi með
hugann á valdi sögu og minn-
inga en samtíðina í fanginu eins
og opna bók. Gott verður að
gista í Múlakoti. Gestrisnin þar
er einlæg og tilgerðarlaus og eins
og bezt verður á kosið.
Eg hátta í mjúkt rúm, loka
augunum og sofna. Þögnin hefur
mig á valdi sínu, kyrrðin og nótt-
in. Maður hlustar, en heyrir ekk-
ert hljóð, nema tíst í fugli milli
svefns og vöku. Sælt er þá að
berast eins og laufblað á lygnum
straumi inn í veröld draumanna.
Þorsteinn Erlingsson hefur áreið-
anlega verið að hugsa heim í
Fljótshlíðina, þegar hann kvað:
Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
þú bjarta, heiða júlínótt.
Og er þú vefur vængjum þínum,
þú voldug nótt, um kyrran heim,
þá kastar lífið lörfum sínum
og laugast frjálst í straumi þeim.
Mánuðurinn er annar og birt-
unni brugðið, en annars er allt
eins og segir í þessum ljúfu og
fögru erindum. Svona tekur
Fljótshlíðin á móti manni eins og
móðir barni.
E'g vakna við það, að sólar-
geisli kitlar mig í framan. Klukk-
an er sex að morgni, en dagur
fagur prýðir veröld alla. Eg er
þpgar kominn fram úr rúminu
cg farinn að tína á mig spjar-
irnar. Maður helzt ekki við undir
l___________________________________________) V
sæng slíkan morgun. Hann ber
mann út og upp i fjall eins og
kátur piltur leikfangið sitt.
Ég sit á steini í fjallinu og
horfi yfir héraðið. Víðsýnt er hér
í mildum árdagsljómanum. Augu
mín lesa í sjónaukanum slóðirn-
ar bröttu, sem ég smalaði sumur-
in mín í Stóru-Mörk. Þær hafa
ekkert breytzt, þó að ég sé all-
ur annar. Þung voru sporin þessi
seinförnu fjöll hjartabiluðum
tökusnáða, en aldrei gleymi ég
dögunum þar, og minningunum
skýtur upp úr djúpi munans.
Guðleif í Stóru-Mörk dó um ára-
mótin í vetur í hárri elli. Mér
finnst ég þiggja heita flatköku
úr hendi hennar við hlöðudyr,
hún er mér einhvern veginn ná-
læg, og nú veit ég, að umhyggja
hennar varð blessun mín. f þess-
ari blautu mýri vann ég það
kvennastarf að raka ljá, og svo
fór ég á milli á fljótsbakkanum.
Þetta var óraleið, en héðan blas-
ir hún við í sjónhendingu. Og
þarna inni frá opnast Þórsmörk-
in í dýrð sinni, en á aurunum
byltast vötnin ströng, Krossá og
Markarfljót. Ofar fjalllendinu
grúfir Eyjafjallajökull prúður og
glæstur, málverkið á austur-
veggnum. Mikið hefur guð al-
máttugur verið í góðu skapi,
þegar hann bjó til Rangárþing og
valdi því línur og liti.
Leiti skyggir á Merkurbæina,
en ég veit, hvar þeim var búinn
staður. Mig langar þangað, en
ég ræð ekki ferðinni heldur Jón-
as, og honum liggur á til Reykja-
víkur. Þess vegna læt ég mér
nægja þessu sinni að horfa á
Eyjafjöllin í sjónaukanum og
rifja upp liðnar stundir.
Framhald á bls. 37.
____________________________________J