Vikan


Vikan - 27.03.1969, Síða 2

Vikan - 27.03.1969, Síða 2
 Colgate f luor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. IFIILLRI Leiðirnar skipta minnstu Menningarþjóð erum við; bók- menntaleg arfleifð okkar stendur traustum fótum langt aftur í aldir, erlendar þjóðir dást að henni og hún blæs okkur hetjuanda í brjóst. Enda sannast það á okkur, að við erum menningarfólk að langfeðratali, því hvert eitt okkar veit alla skapaða hluti betur en allir aðrir. — Hvert eitt okkar hefur hina einu hárréttu skýringu á flestum hlutum, og hvert eitt okkar veit upp á hár hvernig bjarga skal öllum sköpuðum hlutum. Þessi óskeikulleiki hvers eins gerir það að verk- um, að ekkert verður úr neinu og flest mistekst eða rennur út í sandinn, sem við reynum að brydda upp á. I bráðgóðum sjónvarps- þætti 11. marz var tæpt á því þjóðarmeini okkar, að hafa þvílíkan fjölda smákónga, sem raun ber vitni um. Og hver smákóngur þarf að láta alla þjóðina finna fyrir valdi sínu. Það er vald smákónganna, sem eyðileggur flest það, sem ef til vill yrði til bóta í lífs- kj arakapphlaupi okkar. Svona smákóngavald hefur víða og oft skotið upp koll- inum. Og sjaldan endað öðru- vísi en á einn veg. Dæmi um endalok smákóngavaldsins höfum við úr íslandssögunni, útþurrkun þess á sínum tíma í Noregi með sverði og blóði leiddi til landflótta þaðan en varð til þess að ísland byggð- ist. Ef til vill getur það for- dæmi orðið okkur í senn við- vörun og hvatning. Það getur varað okkur við því að leggja út í harðvítug átök, en á hinn bóginn að hefja á ný jákvæða uppbyggingu íslands og ís- lenzkrar þjóðar. En til þess verða smákóngarnir að slá af valdi sinu og sameinast um markmiðið í stað þess að láta allt stranda í þrasi um leið- irnar að því. S. H.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.