Vikan


Vikan - 27.03.1969, Page 16

Vikan - 27.03.1969, Page 16
Dalasýsla reyndist Fram- sóknarflokknum seinunnið ríki. Bjarni Jónsson frá Vogi var þingfulltrúi héraðsins seytján ár samíleytt, og þýddi engum að keppa við hann þar um vinsældir og áhrif allan þann tíma. I auka- kosningu að honum látnum 1926 náði séra Jón Guðnason síðar skjalavörður kjöri þar í umboði Framsóknarmanna, en varð skamma stund sigri feginn, því að hann féll fyrir Sigurði Eggerz ráðherra ári síðar og fékk aldrei uppreisn, þrátt fyrir ærna viðleitni. Sig- urður Eggerz var þó aðeins þingmaður Dalamanna eitt kjörtímabil, þar eð Jónas Þorbergsson ritstjóri og síð- ar útvarpsstjóri bar kempuna ofurliði 1931, en hann vék af hólmi 1933. Eftir það voru Þorsteinn Þorsteinsson og séra Þorsteinn Briem t.il skiptis ósigrandi í Dalasýslu við sex alþingiskosningar næstu sextán ár, svo að hætt var að telja Dali vafakjör- dæmi. Þá vænkaðist allt í einu hagur Framsóknar- flokksins á þessum slóðum. Asgeir Bjarnason bóndi í As- garði felldi Þorstein Þor- steinsson í kosningunum 1949. Raunar munaði næsta mjóu, en úrslitin vöktu mikla athygli og þóttu furðu gegna. Skellurinn af byltu Þorsteins sýslumanns heyrðist um ger- vallt landið. Asgeir Bjarnason fæddist í Asgarði í Hvammssveit í Dalasýslu 6. september 1914 og er sonur Bjarna hrepp- stjóra Jenssonar bónda þar og fyrri konu hans, Salbjarg- ar Jóneu Asgeirsdóttur frá Kýrunnarstöðum. Ólst Ásgeir upp í Ásgarði, er taldist lands- kunnur rannur, þar sem var margt, barna og hjúa og um- svif mikil. Hann stundaði nám í Reykholtsskóla tvo vetur, 1932—1934, en hélt síðan norður að Hólum í Hjaltadal, nam þar búnaðar- fræði og útskrifaðist þaðan 1937. Sigldi Ásgeir að því búnu austur um haf til Nor- egs, aflaði sér þar framhalds- menntunar í búnaðarfræð- um og vann svo við landbún- aðarstörf til haust 1941, en síðan árlangt í Svíþjóð. Þá fór styrjöldin mikla eldi sín- um um álfuna og heiminn, en Ásgeir lét ekki slíkt aftra för sinni. Lagði hann leið sína um Bretland og kom heini undir árslok 1942. Tók hann árið eftir við forráðum í Ás- garði af föður sínum aldur- hnignum og rekur þar búskap af dugnaði og snyrtimennsku. Situr hann í hreppsnefnd sveitar sinnar við Hvamms- fjörð, sinnir ýmiss konar trúnaðarstörfum innan hér- aðs og utan og hefur verið fulltrúi á fundum Stéttar- sambands bænda frá 1947 og búnaðarþingum síðan 19.50, svo að eitthvað sé talið. Bjarni heitinn í Ásgarði var þjóðfrægur fyrir rausn sína og forustu. TJann sat við þjóð- braut, hafði tal af mörgum og vildi öllum beina gefa, lmeykslaði ýmsa með orðum og athæfi og bauð höfðingj- um gjarnan byrginn, en reyndist hjálpsamur garpur sérhverjum gesti og förunauti, sem liðveizlu þurfti. Var Bjarni lengi í fylkingarbrjósti Framsóknarmanna í Dölum og lét sig miklu varða stjórn- málaskoðanir granna, ætt- ingja og tengdafólks. Gaf Ás- geir þó lítt kost á sér til stór- ræða framan af, enda ólikur loður sínum í fljótu bragði, ])ó að honum kippi í kvnið, ef á re.ynir. Eftir utanförina og námsframann eggjuðu flokksbræður Ásgeirs í Döl- um hann mjög að liefja bar- áttu gegn Þorsteini sýslu- manni og veldi hans í sýslunni. Fór svo, að Ásgeir réðst til atlögu við goðann í Búðardal og lagði hann rösklega að velli í kosningaglímunni 1949 eins og fyrr getur. Munaði aðeins ellefu atkvæðum, en þar með urðu kapítulaskipti pólitískra viðhorfa í Dölum vestur. Ás- geir hlaut svo 49 atkvæði umfram Friðjón Þórðarson í alþingiskosningunum 1953, og hélzt svipað bil með þeim 1956 og sumarið 1959. 16 VIKAN 13-tbl'

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.