Vikan


Vikan - 27.03.1969, Síða 17

Vikan - 27.03.1969, Síða 17
LÚPUS HELDUR ÁFRAM AÐ SKRIFA PALLADÖMA SÍNA OG TEKUR ALÞINGIS- MENNINA FYRIR HVERN Á FÆTUR ÖÐRUM. - ÞETTA ER FJÖRÐI ÞÁTTURINN. SÁ FYRSTI FJALLAÐI UM FORSETA SAMEINAÐS ÞINGS, BIRGI FINNSSON. EN SÍÐAN KOMA ÞINGMENN í RÉTTRI STAFRÖFS- RÖÐ. ANNAR ÞÁTTURINN FJALLAÐI UM AUÐ! AUÐUNS, EINU KONUNA SEM SITUR Á ÞINGI, SÁ ÞRIÐJI UM ÁGÚST ÞORVALDS- ‘SON, OG NÚ ER RÖÐIN KOMIN AÐ ÁSGEIRI BJARNASYNI. - LÚPUS VARÐ FRÆG- UR FYRIR PALLADÖMA SÍNA, SEM BIRTUST í SUÐURLANDI OG SÍÐ- AN í SERSTAKRI BÖK FYRIR ALLMÖRGUM ÁRUM. ÞESSIR NYJU PALLADÖMAR HANS MUNU EKKI ÞYKJA SÍÐRI Hreppti Ásgeir Bjarnason svo ei'sta sætið á i'ramboðslista Framsóknarmanna í Vestur- landskjördæmi haustið 1959, enda reyndasti og álitlegasti baráttumaður llokks síns þar um slóðir. ITugðu sumir, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fagna þeim sigri að ná forustu við liðssöfnunina í kjördæm- inu, en svo varð ekki. Fram- sóknarflokkurinn spjaraði sig, fékk 113 atkvæðum meira og hélt enn frumkvæðinu við aukinn orðstír 1963 og 1967. Mun sá árangur sýnu frem- ur að þakka bóndanum í Ás- garði en Halldóri E. Sigurðs- svni og Daníel Ágústínussvni, þó að þeir séu ófriðlegri og gusi meira. Ásgeir Bjarnason hefur þannig orðið fyrsti þingmaður Vestlendinga þrisvar sinnum. Dalamenn reynast tryggir þeim foringj- um. sem þeir hefja til valda. Ásgeir í Ásgarði er ekki fjölbrögðóttur, sterkur né sérlega fimur í baráttu, en hins vegar traustur og farsæll og því sigurstranglegur. Hann á frammistöðu sína einkum að þakka stórri ætt, hug- stæðri föðurminningu og per- sónulegum vinsældum. Dala- menn völdu hann til þing- mennsku og annarrar forustu sem menntaðan fulltrúa ís- lenzkrar bændastéttar, nýtan dreng og skemmtilegan fé- laga, og Vestlendingar hafa á honum góðan þokka. Ásgeir er enginn skörungur til orðs eða æðis, en samferðamönn- um gezt vel að honum. Mað- urinn er hæggerður og sein- tekinn, andvígur því að beita olnbogunum, friðsamur bóndi að skaplyndi og í framgöngu fremur en stórbrotinn kappi. Eigi að síður rætist úr Ásgeiri við kynningu, og hæglætið fer af honum, ef í odda skerst, eins og Þorsteinn sýslumaður mátti reyna og Friðjón Þórð- arson getur um borið. Hann er geðríkur en hófsamur, ýt- inn en óáleitinn, kaldur á hör- und viðkomu en tilfinninga- næmur, rólegur en glöggur og ratvís, þegar hann er kominn af stað. Ásgeir mun rótta?k- ari og frjálslyndari en stétta- bræður hans á alþingi, enda veraldarmaður, þótt heima- kær sé, sjálfstæður í skoðun- um, þó að hann flíki þeim ekki að ráði hversdagslega, og þybbist við, ef ofríkismenn vilja f’ella á hann fjötur eða segja honum fyrir verkum, sem honum eru móti skapi. Hann leynir ekki vanþóknun sinni, þó að hann rísi ógjarn- an til uppreisnar, og fer ein- fari leiðar sinnar þvera heiði, ef honum sýnist svo, enda þótt samfylgd komi upp í vana og fótur þyngist með aldrinum. Ásgeir dylur þótta í fari sínu, og mörgum kvnni að bregða í brún, ef honum þætti sér misboðið. Hann er íslenzkur bóndi, en vill ekki vera húsdýr, þó að hann hafi hægt um sig á torgum og fari hjá sér í fjölmenni. Aðrir sýn- ast kannski yfirbragðsmeiri, en svipurinn á Ásgeiri Bjarna- syni er ósvikinn. Ásgeir Bjarnason lætur litt að sér kveða í þingsölunum og gerist þar aldrei hagvanur sauður. Hann nýtur sín bezt að búi sínu og í hópi jafn- ingja. Mannvirðingar borg- arastéttarinnar eru honum hégómi. Þess vegna þolir Ás- geir prýðilega veturvistina í höfuðstaðnum og ekur vagni sínum heilum heim í Dali, þegar þingi lýkur. Sveitung- ar hans þekkja hann fyrir sama mann og taka á móti honum eins og hann kæmi úr stuttri kaupstaðarferð en ekki af örlagaríkum fundi marg- lyndra en misviturra lands- feðra. Ásgeir gerir sér þetta ljóst, sættir sig við trúnaðar- störf, sem honum finnast til- komulítil og fagnaðarsnauð, en unir hlutskipti sínu bezt í Ásgarði eða á heimleið þang- að. Hann er ekki háleitur á þingbekknum, en horfir löng- um hvasst fram fyrir sig álútur í sætinu. Er þá eins og hann sjái vestur í Dali og gleðjist af tillmgsuninni að liverfa til fólksins og verk- anna í átthögunum við Breiðafjörð. Þá helzt vottar fvrir brosi á vörum hans. & j3. tbi. yiKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.