Vikan - 27.03.1969, Side 19
/
Mannætan
Jim var boð-
in í hádegisverð
til mannætunnar Jom.
Allt í einu sagði mannætan
Jim: — Jom, mér fellur ekki
við konuna þína I*á svaraði mann-
ætan Join: — Jim, þegiðu þá og éttu
bara kartöflurnar. ★ í troðfullum Ár-
bæjarvagninum lagði ungi inaðurinn
höndina á öxl stúlkunnar, sem spurði
illskulega: — Getið þér ekki haft lúk-
una á einhverjum betur viðeigandi
stað? Ungi maðurinn kafroðnaði
og sagði feimnislega: — Ég
þekki yður ekkert, svo
ég kann eiginlega
ekki við það.
—
ur oft verið ærið skoplegur. Ég
man alltaf eftir verkstjóranum,
sem ég var hjá á vellinum; það
var vænsti karl og mér var vel
við hann. En hann kunni ekki
stakt orð í ensku og hafði tölu-
verða minnimáttarkennd af því.
Ævinlega, þegar kanarnir voru
að segja eitthvað við hann, svar-
aði hann því sama: — Ja, det
kommer. Og ef þeir létu sér ekki
segjast við það, kaUaði hann í
einhvern okkar skólastrákanna,
sem nærstaddir voru, og sagði:
— Tala þú við helvítið, hann
skilur ekkert, sem maður segir.
En málamisskilningur þarf
ekki alltaf að vera milli tveggja
tungumála. Það er allt eins hægt
að misnota og fá misskilning út
úr einu og sama tungumálinu,
til dæmis íslenzkunni. Nýlega
var í fréttatíma útvarpsins talað
um „sýningu á vegum Braga Ás-
geirssonar“. Varðandi það sagði
kunningi minn, sem er listamað-
ur í frístundum, að hann hefði
nú haldið, að vegir Braga væru
órannsakanlegir.
Um svipað leyti var eftirtekt-
arverð klausa í dánartilkynn-
ingadálki Morgunblaðsins. Ég
tilfæri hana hér, auðvitað með
breyttum nöfnum:
Sérstaklega þökkum við Jónasi
Jónassyni forstjóra (hér var nafn
drykkjarvöruverksmiðju) og
fjölskyldu hans fyrir rausnarlega
aðstoð við fráfall Friðriks.
Já, rausnarlegir menn eru
rausnarlegir í hverju sem þeir
taka sér fyrir hendur.
V________________________________________)
Áður en við snúum frá tungu-
málum, langar mig að hafa yfir
eina stöku, sem ég sá í erlendu
blaði í vetur. Hún er um skraut-
miða, sem ákveðið olíufélag gef-
ur á bíla, og gefur þar með til
kynna að þeir bílar, sem nota
ákveðna bensíntegund séu öðrum
frískari, því þeir hafi óargadýr í
tanknmn. Þið hafið sjálfsagt séð
svona miða, á þeim er mynd af
æðandi tígrisdýri og við stendur:
TIGER IN THE TANK.
Stakan sem ég sá og nam var
kveðin á enska tungu og ég reyni
ekki að þýða hana, þessir fjór-
ir fimmtu hlutar þjóðarinnar,
sem ekki höfðu aðstöðu til að
læra ensku af Keflavíkursjón-
varpinu, eru löngu búnir að
læra ensku af íslenzka sjónvarp-
inu. En vísan er svona:
Tiger, tiger in my tank,
I don‘t care how much you
drank.
But I ask you, now when I’m
towed,
that next time you leave me
one for the road.
Og svo mikið er víst, að sé
fiskisagan rétt, að hækka eigi
bensínið upp í 15 krónur líterinn
(sumir segja raunar 17 krónur,
og guð má vita hvað bensínverð-
ið verður þegar þessi orð koma
út á prenti), mun mörgum þykja
sem þeir hafi ærið þorstlátan
tígur í tankinum, en það verður
sjálfsagt álíka áhrifamikið fyrir
bílaeigendru- að biðja það villi-
dýr griða og ríkisstjórnina. Mað-
ur nokkur, sem er sjálfmenntað-
ur hagfræðingur og drekkur í
V_________________________________ V
sig allar tölur eins og þerripappír
blek, sagði mér um daginn, að
ef einkabílaeigendur og leigubíl-
stjórar gerðu allir verlcfall í 17%
dag og notuðu ekki bíla sína
þann tíma, yrði fjárhag ríkisins
að endalegu hruni. En nóg vun
það, við skulum ekki fara út í
þau alvörumál hér. Það er ekki
hægt með bros á vör.
Vendum nú okkar kvæði í
kross. Sagt er frá slökkviliði úti
á landi, er eftirlitsmaður að
sunnan var að aðgæta, hvernig
liðið væri tækjum búið. Hann
spyr:
— Hafið þér handdælur, vél-
dælur, haka og stiga?
— Já.
— Kúbein, járnkalla og axir?
— Já.
— En lúktir?
— Hvaða luktir?
— Það stendur í reglunum, að
það verði að vera til luktir.
— Það varðar okkur fjanda-
kornið ekkert um. Fyrr mætti nú
vera eldsvoðinn, að það þyrfti að
leita að honum með logandi ljósi!
Þótt prestar séu nú til dags
ekki meiri forvígismenn bind-
indissemi en aðrir, eimir samt
enn eftir því, að þeir reyni að
hvetja sóknarbörn sín til guðs-
ótta og góðra siða. Fræg er sag-
an af listamanninum þjóðkunna,
sem bjó í kaupstað úti á landi,
og var allmjög fyrir ölið. Eitt
sinn sem oftar var hann staddur
á aðaltorgi staðarins allvel punt-
aður, þegar prestinn ber að.
Framhald á bls. 48.
V_________________________________________>
y
i3. tw. viKAN 19