Vikan - 27.03.1969, Qupperneq 21
ekki þolinmæðina. Hún bað þess innilega, að einhver kæmi og losaði
hana við þá, einhver, sem kynni tungumál þeinra.
Henni fannst, að tilfinningar Outakke í hennar garð væru vafasamar.
Það leit út fyrir, að Swanissit hefði komið til að sjá kjörson sinn i
síðasta sinn, en það virtist jafn ljóst, að Outakke óskaði einskis fremur
en að rífast við hana, konuna, sem hafði auðmýkt hann.
— Á ég að kasta þeim út, Angelique, hvíslaði úrsmiðurinn.
—■ Nei, í öllum bænum. Þú myndir verða höggvinn í herðar niður!
Þótt þau hefðu taiað í hálfum hljóðum, sneru villimennirnir snöggt
við eins og til að standa þau að einhverju ódæði; en þeir gátu ekkert
lesið annað en rósemina úr svip Angelique, þar sem hún stóð og hallaði
sér upp að dyrastafnum.
Það leyndi sér ekki, að þeir höfðu gaman af þessu hrædda Evrópu-
fólki, og þeir skiidu allt eftir sig á rúi og stúi eins og spennt og ærsla-
fengin börn.
Allt í einu rak Swanissit augun í skartgripaskrin Angelique, fullt af
verðmætum hlutum. Hann stóð eins og negldur niður, en siðan tók hann
að fitla við kambinn, burstann, kertastjakann og innsiglið, en beindi að
lokum allri sinni ■ athygli að handaspeglinum, sem hann gretti sig og
geiflaði í, engdist sundur og saman af ihlátri. En þó hafði hann meiri
ágirnd á gullinu og skjaldbökuskelinni í rammanum og handfanginu,
en spegilmyndinni í glerinu.
Það leit ekki út fyrir, að Outakke tæki þátt i þessum fagnaði hans.
Hann kom með nokkrar spunastuttar atliugasemdir. Var hann að minna
æðsta höfðingja írokanna á, að fölandlitin væru ékki gjafmild, að þau
létu aldrei gjöf neraa til gjalda, og að þessi kona væri af sama aðsjála
stofni.
Allt í einu varð Swanissit aftur hinn mikli höfðingi, kaldur og fjand-
samlegur. Það var eins og hann kólnaði allur upp, hár og grannur, með
leðurpjötluna um lendarnar, og hann setti spegilinn aftur ofan i kistil-
inn. Hann laut höfði og hvessti augun á Angelique, eins og særður örn.
Það var athugull svipur á hr.ukkóttu andliti hans, eins og áður, þegar
hann horfði á litla kandiska drenginn. Svo var eins og honum snerist
hugur og hann tæki ákvörðun; sigurglampi færðist yfir andlit hans og
hann þreif spegilinn aftur og stakk honum í belti sitt með valdsmanns-
legri hreyfingu og leit um leið ógnandi í áttina til Angelique. Hann
var engu líkari en óþekkum strák, slóttugum og ögrandi.
Angelique gekk til hans, leit ofan i kistilinn og dró upp úr honum
rauðan silkiborða. Hún dró spegilinn upp úr belti Swanissits, lagði hann
upp að bringu hans, fyrir neðan bjarnartannahálsfestina, og með því að
binda rauða borðann um háls hans og i Skaftið, bætti hún þessari nýju
og framandlegu skreytingu við villimannlegt fínirí hans. Höfðingjarnir
tveir fylgdu hverri hennar hreyfingu og vissu ekki hvernig þeir áttu
að bregðast við.
— Þú talar og skilur tungu Frakka, sagði hún við Outakke. — Viltu
túlka orð mín fyrir hinum mikla höfðingja. Ég, kona Tekonderoga,
gef honum í nafni eiginmanns míns þennan spegil, sem hann er svo
hrifinn af.
Outakke túlkaði orð hennar með nokkurri lotningu, Swanissit leit á
spegilinn sem nú glitraði á bringu hans og spurði hraðmæltur:
— Ætlar hvíta konan að reyna að svíkja hinn mikla höfðingja Sen-
eka? Swanissit véit, að fölandlitin tigna slíka, fagra hluti aðeins í
þjónustu við guð sinn. Svartikufl hefur þegar neitað að gefa honum
spegilinn, sem hann skoðar sjálfan sig í á hverjum morgni, og sem
hann kyssir með vörum sínum, jafnvel þótt Swanissit hafði boðið hon-
um HUNDRAÐ bjórskinn í staðinn ....
— Hvað geta þeir átt við? spurði Angelique sjálfa sig í huganum. —
Líklega ihafa Jesúítafeðurnir neitað að gefa honum patinuna sina, eða
einhvern annan hlut, sem notaður er í trúarathöfnum. Hvernig get ég
útskýrt fyrir honum, að þetta sé ekki það sama? Nú jæja, það ætti að
vera óþarfi!
—■ Hversvegna óttast hinn mikli höfðingi Seneka, að ég sitji á svik-
ráðum við hann? spurði hún upphátt. Er þessi hlutur ekki þess virði
að prýða bringu hins mikla höfðingja Þjóðanna fimm?
Og hún var allt í einu viss um, að Swanissit skildi orð hennar, þvi
næstum barnalegur fögnuður glampaði úr augum þessa gráhærða Indí-
ána. Hann geislaði af stolti og gleði, en í hetjulegri tilraun til að halda
mannlegri virðingu sinni, hreytti hann út úr sér nokkrum stuttaraleg-
um orðum. sem Outakke heppnaðist að láta hljóma jafnvel enn fyrir-
litlegar.
— Mennirnir með hvítu andlitin kunna ekki að gefa gjafir. Þeir eru
slóttugur kaupmannaættbálkur. Hvers æskir hvíta ikonan að launum
fyrir gjöf sína?
— Hvíta konan hefur þegar þegið launin fyrir gjöf sína, svaraði hún.
— Heiðurinn af heimsókn hins mikla Swnissits, höfðingja Hinna Fimm
þjóða.
— Var franska konan ekki hrædd, þegar þessir grimmu stríðsmenn
komu í heimsókn? hélt Swanissit áfram með túlkun Outakkes.
—■ Jú, hrædd var ég, svaraði hún. — Koma hinna miklu Irokastriðs-
manna kom mér á óvart. Ég er aðeins veikburða kona — gersamlega
ófeeT um að nota vopn mér til varnar.
Meðan hún sagði þetta, starði hún beint í augu Outakkes. Hún hélt.
að aðeins hann gæti skilið broddinn í orðum hennar, en annaðhvort
hlaut Swanissit að hafa hugmynd um áfallið, sem næstráðandi hans
hafði orðið fyrir — að vera því sem næst skorinn á háls, með höndum
hvitrar konu — eða hann hlaut að hafa óvenjulegt innsæi, þvd að hann
rak upp hávaðasaman, frekjulegan hlátur, lamdi sér á lær á víxl og
leit striðnislega á hinn mikla Móhaukahöfðingja. Angelique uggði, að
hún hefði gengið of langt í að auðmýkja Outakke og ákvað að róa
hann með einhverskonar útskýringu.
— Sjáið þið til, einu sinni dreymdi mig draum, útskýrði hún. — Ég
stóð upp við læk uppi i hæðinni og sneri móti hnígandi sól. meðan
óvinur lá í leyni fyrir mér og stökk fram til að höggva mig. Svo dag-
inn eftir, þegar ég vaknaði, vopnaðist ég hnífi, áður en ég fór upp í
hæðina, því draumar eru oft viðvörun ....
Þegar hún minntist á drauma, urðu þeir aftur alvarlegir. Öll merki
haturs, hæðni og tortryggni voru eins og þurrkuð af þeim.
— Segðu okkur frá því! sagði Outakke rámri röddu. — Tala þú, ó,
hvíta kona, segðu frá draumsýn þinni.
Og þeir færðu sig nær henni, lutu að henni, eins og börn, sem biða
eftir framhaldinu af spennandi, en hræðilegri sögu.
Á sömu stundu var dyrunum hrundið upp af miklu offorsi og hópur
loðdýraveiðimanna og hermanna kom i ljós á þröskuldinum, undir for-
ystu Perrots, Pont-Briands, Maupertuiss og Þrífingurs. Þeir litu allir á
gólfið, og Angelique gat ekki betur skilið en að þeir hefðu búizt við að
sjá hana liggiandi þar steindauða, klofna i herðar niður, en þeir sáu
hana þess í stað standa þarna, lifandi og heila á húfi og að því er virtist
í vinsamlegum hrókasamræðum við hina .vafasömu íroka, vissu þeir
ekki hvaðan á þá stóð veðrið.
— Madame! stamaði Pont-Briand. Eruð þér ekki...? Hafði þér ekki?
— Nei, ekki er ég dauð, svaraði Angelique. — Hvað viljið þið?
— Okkur var sagt að Swanissit og Outakke hefðu sézt koma hingað.
— Já, sannarlega og hér eru þeir. Þeir komu til að vita hvernig hin-
um unga skjólstæðingi þeirra farnaðist og íæra honum vopnin sín. Það
var hugsunarsamt af þeim og ég kunni vel að meta það.
Það fór hrollur um Nicholas Perrot, þegar hann sá hana standa
þarna svona rólega með þessa tvo ljótu og vafasömu stríðsmenn svona
nálægt sér.
— Þér! hrópaði hann. — Þér hafðið aldrei hætt að koma mér á
óvart, síðan daginn, sem ég sá yður fyrst í La Rochelle. En hvað um
það, úr því að allt er með felldu, munum við ekki reiðast þeim fyrir
að ráðast hingað inn svona frekjulega.
Hann talaði til höfðingjanna tveggja á þeirra eigin tungumáli, og
Angelique skildist óljóst af ifasi þeirra, að hann byði þeim til veizlu
með hvítu mönnunum.
E'n þeir skóku höfuðin.
— Þeir segjast aðeins sitja veizlu með Tekonderoga, og ekki fyrr en
allir Frakkarnir frá Quebec eru farnir, þýddi Perrot. — Þeir biðja
fyrir kveðju til þín og segjast koma aftur.
Því næst létu höfðingjarnir tveir náðarsamlegast fylgja sér til dyra
og áfram út fyrir hlið virkisins.
Síðan var hliðunum lokað á eftir þeim.
25. KAFLI.
Fara þeir? Fara þeir allir? Hvenær verðum við aftur ein? Ein með
þögninni og auðninni.
Angelique yrði ekki hamingjusöm fyrr en sá heillatími kæmi, að hún
gæti verið einsömul, eitt, stutt andartak með eiginmanni sínum, fjarri
augum allra ókunnugra. Þá myndi hún láta höfuðið falla að öxl hans
og þrýsta honum ákaft að sér, neyta færis að draga þrótt frá honum
til að styrkja hana í veikleika hennai', því hún fann, að hann var rór
og óttalaus. Hræðsla var nokkuð, sem hann hafði aldrei, eða hérumbil
aldrei, kynnzt á allri sinni ævi, jafnvel þótt hann stæði frammi fyrir
dauða eða þjáningu. Augliti til auglits við pinslir og hættu herti hann
upp hugann til að berjast, eða þola það, sem annarsvegar var. Hann
vék sér aldrei undan áhættu eða erfiðu vandamáli, og myndi eftir
beztu getu neyta færis að sneiða hjá því, en hvað framtíðin kynni að
bera i skauti sínu eða ógnir ímyndunaraflsins höfðu aldrei haft neitt
vald yfir honum. Það eina, sem máli skipti, var áþreifanleiki nútímans.
Þessa erfiðu daga uppgötvaði Angelique leyndarmálið um það, hvernig
hægt var að horfa frá karlmannlegum sjónarhóli á margt, sem hinn
viðkvæmi og næmi konuhugur hennar átti erfitt með að umbera.
Þessi uppgötvun gerði hann að næstum ókunnum manni I vitund
hennar, en þægilegum og traustvekjandi manni; því hversu sem storm-
ar gnauðuðu, var hann eðlilega og örugglega rólegur meðan henni
fannst, að ef þetta mikla umstang, þessi áreynsla hverrar taugar, þess-
ar snöggu sviftingar milli vonar og örvæntingar, sem komu og fóru
eins og duttlungafullir vindsveipir, ef allt þetta héldi áfram stundinni
lengur, myndu taugar hennar bresta.
Allt síðan hún kom aftur með Outakke höfðingja ofan úr hæðinni,
hafði ekkert verið eins og það áður var. Allir aðrir höguðu sér á breytt-
an hátt gagnvart henni.
Nú fannst henni ihún vera möndull atburðanna, rammflækt í líf og
viðburði, sem hingað til höfðu verið henni lokuð bók.
Henni tók að skiljast, að smárn saman var hún að verða hluti af nýja
heiminum, að hún var að verða þátttakandi í ástum hans og hatri.
— Þeir eru að fara, endurtók Joffrey de Peyrac með svo miklu
trúnaðartrausti, að engu var líkara en að þeir væru þegar farnir. —
Þeir eru allir að fara, og við verðum eftir á eigin spýtur í Katarunk.
Smám saman var fleiri og fleiri eintrjáningum ýtt á flot frá árbakk-
anum.
Svo kom sá dagur, er Loménie Chambord greifi sjálfur lagði af stað;
hann varð síðastur til að stíga um borð í síðasta farkost franska leið-
angursins.
Málin höfðu ekki farið svo sem vænzt var, þegar þessi hópur lagði af
stað til Katrunk til að taka varðstöðina hernámi. En Mölturiddaranum
þótti það ekki miður.
Hann horfði á hjónin standa á ströndinni og nú sá hann þau allt i
einu eins og tákn þess, sem hann sjálfur hafði aldrei getað orðið, en
ævinlega vonazt til að verða.
I fjarska voru hestarnir á beit og tístið i trjátítunum fyllti loftið.
— Ég skil ykkur eftir, upp á ykkar eindæmi. sagði Loménie Cham-
bord greifi.
— Kærar þakkir.
— Og hvað ef yður tekst nú ekki að sannfæra Irokana um velvild
yðar, og þeir láta undan freistingunni að ganga frá hárinu á ykkur
og hafa á burt með sér eignir ykkar, þegar þér snúið aftur heim?
—• Ins Allah!
Loménie greifi brosti, því einnig hann var kunnugur Múhameðstrú.
— Allah Móbarek! (Allah er mikill) svaraði hann. Þegar hann 'hvarf
fyrir bugðuna á ánni, var hann enn að veifa hattinum.
Framhald í næsta blaði.
ts. tbi. VIKAN 21