Vikan


Vikan - 27.03.1969, Síða 27

Vikan - 27.03.1969, Síða 27
MflBMBINH OG FJALIID Hiintilaya og Andersfjöllum, en þeir rísa á herðum mikilla fjalla, en Kilimansjaró rís einstakt af jafnsléttu. íbúar landsins hafa lengi litið upp til fjallsins í þeirri trú, að það væri bústaður æðri máttar- valda — Olympstindur Afríku. MEÐAN FÖRUNAUTUR MINN SVAF, ÁKVAÐ ÉG AÐ LFGGJA AF STAÐ UPP Á HÁFJALLIÐ Á leið frá Nairobi lagði ég leið mína rakleitt áleiðis til Kílimansjaró. I jeppa okkar frá Pan Africa Safari, voru, auk mín, vinur minn Lorenzo Tatulli (ítalskur maður sem búið hefur í Kenía í tuttugu ár) og Somalíumaður að nafni Muhamed, og stefndum við inn í frumskóginn, en brátt tóku við brattar brekk- ur og var vegurinn allur um- luktur háum trjám. áttum við þarna von á gististað, sælu- húsi, sem nefndist Rismarck. Þaðan biuggumst við við að geta skoðað þennan keilulaga tind, Kibo, með snæhettunni fögru, hæsta tind fjallsins. Nú kviknaði mér hin forna löngun, að klífa hinn hæsta tind, og mér tókst að telja Tatulli á að fylgja mér upp á fjallið þangað sein sér til Kibo. Svo lögðum við af stað. Muhamed varð eftir og lofaði að bíða eftir okkur til kviilds daginn eftir. Lengi var um tvær leiðir að velja: önnur algerlega ber og nakin, án trjágróðurs, hin lá beint upp í þær hæðir, þar sem ekki var annað en víðlendar eld- brunnar auðnir og ekkert vatn neins staðar. Ekki sá ég fyrir hve erfitt mundi að klifra, né hve kalt var þarna uppi: Ég var nakinn að beltisstað fyrsta áfangann. Fötin mín voru venjulegur hitabeltis- klæðnaður, úr sterku efni en léttu. Sokkar og skór sams- konar og hafðir eru á göngu- ferðum um grassléttur Afríku, 26 VIKAN 13- »1. til þess að hlífa höndunum hafði ég háa hanzka úr bóm- ull. Sem betur fór hafði ég svefnpoka meðferðis, mat í tösku, og drykkjarvatn, en það fann ég hvergi á leið minni upp fjallið. Daginn eftir hittum við í 4.500 m hæð leiðangur, sem var á niðurleið. Þetta var einn Bandaríkjamaður, og fimm burðarmenn með honum. Við heilsuðumst stuttlega, nærri því án þess að staldra við, og var fyrirliðinn undrandi að sjá okkur tvo saman fylgdar- mannalausa og allt að því áhaldalausa, að vera að leggja á þetta fjall, a.m.k. fimm dagleiðir báðar leiðir, hon- um fannst sjálfsagt að hver hvítur maður hefði nokkra innlenda burðarmenn sér til aðstoðar. Að kvöldi næsta dags átt- um við að vera komnir aftur í sæluhúsið Bismarck, og klifum við hærra og hærra án afláts, til þess að ná upp í sæluhúsið Kibo, sem er und- ir keilu háfjallsins. Við geng- um 50 kílómetra þann dag. Til þess að ná þangað urðum við að fara vfir Maluvenzi, hið ógreiðfæra fjall. Þegar of- ar dró, brevttist skógurinn í kjarr, síðan tóku við hrjóst- ur, síðan berar auðnir. eld- brunnar, svo okkur þótti sem við værum komnir til annars hnattar og nú var skollin á liríð. Hinn snæþakti tind- ur Kibo var beint uppi vfir, þúsund metrum fyrir ofan, ómótstæðilega heillandi. Þá sá ég engar líkur til að unnt væri að komast þangað. Fn það þoldi enga bið. f stað þess að fara að sofa, lagði ég einn á brattann. Ur sæluhúsinu fór ég stuttu eftir miðnætti. Hríðinni var ekki stytt upp, en ég lagði samt sem áður af stað. Um kvöldið hafði ég tekið eflir einstigi sem lá í einlægum bugðum upp hallann upp að gígnum. Svo dimmt var af Framhald á bls. 49. Á Mawenzi liggur hvítt þokuský, og úr því kom sá snjóbylur, sem Walter Bonatti lenti í síðustu nóttina sem hann gekk á fjallið, á leið sinni upp tindinn. Þessar tvær myndir eru af sama stað en hin efri er tekin um það leyti sem veðrinu slotaði, hin neðri þegar himinn- inn vp.rð skafheiðríkur allt í einu, og án nokkurs fyrirboða. Bonatti uppi á Gillmanstindi, sem er einn hinn lægsti þeirra sem eru á barmi Kibogígs. Hæsti tindurinn er svo nærri að ekki tók nema tvo tíma að ganga þangað upp. ísing hefur setzt á rauðu ullarhúfuna fjallgöngumannsiní meðan hann varð að bíða um nótt* ina eftir því að hríðinni slotaði, fáum metrum frá tindi þessum. — Myndin til vinstri: bakpokinn, hið eina sem Bonatti hafði með sér, við hliðina á flaggi, sem vefst um stöngina. Þetta flagg hafa fjall- göngumenn skilið þarna eftir. Nú er það allt í einum klakastokki eftir óveðrið. Af Gillmanstindi, þar sem óveðrið geisaði, } og svo skyndilega stytti upp, sá Bonatti fyrir neðan sig hinn frægr. Hlébarðatind þar sem doktor Reusch (þýzkur maður) fann hlé- barða, sem hafði frosið í liel. Þetta atvik varð efniviður í eina af hinum frægu sögum Hemingways. Hér er hæsti staður á Uhuru-tindi (orð- ið er úr swahili og þýðir FRELSI) og er í 5894 m hæð ofar sjávarmáli. Bonatti hefur sett bakpokann sinn ofan á hylkið, sem hann hafði utan um ljósmyndatæki sín til þcss að hlífa þeim í óveðrinu. Gilimanstindur. Eldsncmma morguns, þegar óveðrinu var farið að slota, lagði Bonatti einsamall leið sína upp á þennan klett, sem enginn hafði klifið fyrr. Að kvöldi þess dags sem Bonatti gekk á t hæsta tindinn, var hann kominn niður í Bismarck-sæluliús og hafði þá fariö 50 km vegalengd á einum degi. Hér er hann kom- inn úr skyrtunni og peysunni og ber þetta á baki sér. Áhaldið, sem hann hefur í hendi sér og fest er á fetil við beltið, hafði hann fyrir klakahögg þegar komið var upp í jökla. 11111111 13. tbi. V!KAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.