Vikan


Vikan - 27.03.1969, Page 30

Vikan - 27.03.1969, Page 30
Þessi þægilegi samfestingur vakti mikla hrifningu. Hann fellur þétt nið- ur undir hné, en buxurnar víkka að neðan (sjóliðabuxur). Hann er með breiðum kraga, rennilás að framan og hvitu rendurnar setja mikinn svip á hann. Efnið er acrilan- og ullarjersey. VDRTIZKflN í BREILANDI Þessa nýtízkulegu búninga sýndu nemendur frá Royal College of Art. Efnið í þeim er úr skozkri ull og þau eru glæsileg, hlý og þægileg. Þessi jakkaföt eru úr mjúku glans- andi skinni, sem nú er mikið í tízku. Jakkinn, sem fellur að eins og glófi, er einna líkastur hermannajakka, buxurnar þröngar niður að hnjám en víkka þaðan. Þetta pils og vesti, sem er í sniðinu líkt og vesti frá 17. öld, er úr köflóttu, mjúku Ulster-ullarefni. Skotahúfan er úr sama efni. Dökk peysa og sokkabuxur eru einkar hentugar við þessa vestis- dragt. V___________________________________/ Herrafötin á þessari mynd eru kölluð „Samurai“, og er það dregið af japönsku sniði jakkans, sem er með kraga niður að mitti og Ijósu belti. Buxurnar eru víð- ar að neðan (sjóliðabuxur). Dömudragt- in er úr grófu írsku hörefni, pilsið er hringskorið og herðasláið er með stór- um kraga. Blússan er úr fínu hvítu hör- lérefti með blúndum framan á pífunum. \_____________________________________________y Notalegur heimaklæðnaður úr rósóttu nælonefni. Fatnaður þessi var á sýningu sem British, Associated Designers héldu nýlega í London.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.