Vikan


Vikan - 27.03.1969, Síða 49

Vikan - 27.03.1969, Síða 49
meira en svo við þær. Þessa stúlku hefur maðurinn með upp- nefnið uppnefnt og kallar aldrei annað en Frelsisstyttuna. Við skulum svo ljúka þessu með einni eða tveimur sögum frá grannlöndum okkar. Frá Dan- mörku er sagan um mannin, sem hjólaði töluvert puntaður á blá- brúninni á bryggjunni þar til það gerðist, sem allir viðstaddir höfðu lengi óttazt. Hjól og maður steyptust í höfnina. Þegar pilt- urinn kom upp aftur, tók víga- legur lögregluþjónn á móti hon- um þegar í stað og sagði: — Fyrir þetta geturðu fengið tugthúsdóm, væni minn! — O, andskotixm, sagði mað- urinn og kafaði aftur ofan í höfn- ina. Hann var drjúglengi niðri, en kom loks upp aftur og beint í flasið á lögregluþjóninum sem fyrr. — Hva — hversvegna kafað- irðu aftur? spurði löggan. — Jú, svaraði maðurinn, — þú varst eitthvað að þvaðra um tugt- hús, og þá þorði ég ekki að fara án þess að læsa hjólinu! Og frá Svíþjóð kemur þessi saga: Kóngurinn var á ferðalegi um ríki sitt, og þegnarnir tóku hvarvetna á móti honum opnum örmum, fullir af fögnuði og lotn- ingu. En í smábæ einum í Áng- ermanland mega menn ekki vera að því að hugsa um kónginn seint og snemma, ekki þann sem í Stokkhólmi situr að minnsta kosti. Þar var nú samt safnað saman börnum staðarins til að hylla kónginn, og svo kom hann, blessaður, og sté út úr lestinni. Það var dauðaþögn í hópnum fyrst í stað, en svo gall einn unginn við: — Hvað þetta er enginn kóngur! Kóngar hafa hausa á báðum endum! Pass! AUra síðasta sagan að þessu sinni kemur frá Ó.B., sem segir frá á þessa leið. Fyrir nokkrum árum kom hingað imgur prestur með konu sína og fjögurra ára son. Þjóð- hátíðardagurinn 17. júní var fyrsti hátíðisdagurinn, eftir að hann kom, og hann gerði sér far rnn að blanda sem mest geði við heimafólk á staðnum og kynnast því. En sonurinn kunni því illa, að pabbi hans stæði lengst af á tali við ókunna menn, og þar kom, að prestvuinn keypti sér frið með því að rétta snáðanum aura og segja honum að fara og kaupa sér blöðru. Drengurinn skoppaði burtu, en kom von bráðar aftur, með blöðr- ima óblásna. Hann rétti hana að föður sínum og sagði: — Blást þú í hana, pabbi, þú ert með svo sterkan anda. ☆ MaSurinn og fjallið Framhald af bls. 26. náttmyrkri og hríð, að ég gafst upp við að rata Ijós- laust, heldur kveikti ég á vasaljósi mínu. Aðeins klukkutíma síðar sá ég að ég var á réttri leið, því ég fann götuna. Hún var auð, því stormurinn hafði feykt mjöll- inni frá, svo hún náði ekki að safnast fyrir og hylja slóð- ina. Þegar ég hafði lagt að baki fyrstu fimmhundruð metr- ana, upp í móti, fór mér að verða ógreitt um gang. Eg var þá kominn í 5.500 metra hæð, og andrúmsloftið orðið afar þunnt. Til þess að spara rafhlöðuna í vasaljósinu, slökkti ég á því milli jxess sem ég skipti um stefnu á jtessu bugðótta einstigi. Það hafði snjóað mikið, og ískaldur stormurinn af suðvestri jireytt i mig ákaft. ÓVEÐRIÐ SEINKAÐI E()R MINNI UPP Á HÆSTA TINDINN Allt í einu komst ég i námunda við klettabelti sem bentu til jæss að tindurinn væri ekki fjarri. Með jiví á ég við Gillmanstind, en há- tindurinn, Uliuru, er h'inu megin við þennan afarmikla gíg, á vesturbarmi hans, og var jjangað tveggja stunda gangur upp í móti. Allt í einu gaus mikill snjór í fang mér og skildist mér þá, að ég væri kominn á gígbarminn og fyrir framan mig gein jxessi djúpi gígur. Eg fann mér hvíldarstað undir þver- hníptum kletti, og ákvað að bíða jfar dögunar. Þá var klukkan 4,45. Klukkan 0,80 fór að birta, en allt var hulið skafrenningi og stormurinn æddi án afláts. Eg var allur brynjaður klaka. Eg ákvað nú að hætta við að reyna að komast upp á efsta tindinn á Kílimansjaró, en láta mér nægja að taka mvnd- ir af gígnum frá lægri tindi. En svo jnirfti ég líka að koin- ast sem fyrst niður til félaga minna, sem auðvitað voru orðnir hræddir um mig. Eg tiltók tímann. Ef veðrið væri ekki farið að skána klukkan Radiofonn hinna vandlátu Dual Yfir 20 mismunandi gerðir á verði við allra hæfi. KomiÖ og skoöiö úrvaliÖ í stærstu viÖtækjaverzlun landsins. Klapparstíg 26, sími 19800 r~-------------------------------'n Þér siiril mel áskrift 1IIKAN SkíphoISÍ 33 - sími 35320 k--------------------------------/ 13. tbi. VIKAN 40

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.