Vikan


Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 10
Andalækningar eru eitt það atriði innan spíritismans, sem mesta athygli hefur vakið og deilur að því skapi, ekki sízt hérlendis, og ætti að nægja að minna á Friðrik huldulækni í því sambandi. Oft heyrist því haldið fram að andalækningar séu svik ein og prettir til að hafa fé út úr auðtrúa og örvæntingarfullu fólki, en aðrir fullyrða að ófáir sjúklingar hafi á þennan hátt fengið verulega eða fulla bót meina, sem læknar af þessum heimi kunnu engin ráð við. Því fer fjarri að íslendingar séu einir um að njóta læknishjálpar að handan eða deila um gildi hennar. í Bretlandi hefur löngum mikið kveðið að áhuga á allrahanda dulrænu, og telja sumir að þar komi fram áhrif kelt- nesks ætternis landsmanna. England var móðurland spíritismans og enn í dag ríkir þar mikill áhugi fyrir dulrænum fyrirbrigð- um og athugunum á þeim. Af slíkum fyrirbærum, sem athygli hafa vakið hjá þessum nágrönnum okkar undan- farið, mun „Lang augnlæknir" efstur á blaði. Fullyrt er að læknir þessi, sem dó 1937, stundi enn læknisstörf hér á jörðu með Ge- orge nokkrum Chapman, sem er án allrar læknismenntunar, sem miðil. Og að sögn hef- ur þeim félögum gengið vel. 10 VIKAN *■tbl' Kunnastur sjúklinga þeirra til þessa er blaðamaður og rithöfundur að nafni Bernard Hutton. Hann sýktist af lömunarveiki og byrjaði uppúr því að missa sjónina. Innan skamms var svo komið að hann sá fólk rétt hjá sér aðeins í þoku og fór loks að sjá tvö- falt. Hann var orðinn hræddur um að missa sjónina alveg. Þá var það að kona hans las blaðagrein um „undrin í Aylesbury“, augnauppskurði sem fullyrt var að hefðu verið gerðir í transi. Og læknirinn, sem að verki var, átti að vera William Lang augnlæknir, sem dá- inn var fyrir nærri þremur áratugum. Hutton var fyrir sitt leyti tortrygginn á þessa sögu, eins og vænta mátti um blaða- mann. En um síðir tókst konu hans að fá hann með sér til Aylesbury. Hann skrifaði miðlinum, George Chapman, lýsti sjúkdómi sínum og pantaði tíma. Tveimur dögum síðar fékk hann svar þess efnis, að Lang læknir tæki á móti honum klukkan tvö, sjötta jan- úar 1965. Lang læknir, ekki mr. Chapman. Það þýddi að Chapman yrði í transi og fram- kvæmdi uppskurðinn undir algerri leiðsögn dána læknisins. Hutton hugsaði sem svo: Nú þótt þetta reynist svikamylla, þá fæ ég alla- vega efni í góða blaðagrein. BREZKI BLAÐASVIAÐURINN BERNARD HUTTON VAR AÐ VERÐA BLINDUR. IIII^IHI■^ III■I■II^I■I III !■ II — IB IIT ■■■111 II I I HANN LE8TAÐI ÞÁ TEL GEORGES CHAPMANS, SEM SJALFUR HEFUR EMGA LÆKNBSMENNTUN, EN HELDUR ÞVf FRAM AÐ LÖNGU LÁTiNN AUGNLÆKNIR, LANG AÐ NAFNI, HAFI HANN AÐ MIÐLI.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.