Vikan - 26.06.1969, Side 11
George Chapman er alltaf í transi, er hann rannsakar sjúklinga eða framkvæmir
á þeim aðgerðir. Þá minnir hann í rödd og framkomu á aldraðan mann og er
að öllu ólíkur sjálfum sér dagsfarslega.
Bernard Iiutton var orðinn óvinnufær sökum sjóndepru, en hefur nú sæmilega
sjón og er tekinn til starfa á ný.
William Lang læknir dó 1937. Nú George Chapman lítur á sig sem
kvað hann framkvæma lækningar verkfæri æðri máttarvalda.
gegnum George Chapman.
Hann mætti á tilsettum tíma og var vísað
inn til manns í hvítum slopp. Sá líktist að
vísu myndum, sem birzt höfðu af Chapman
miðli í blöðum, en var langtum ellilegri.
Hutton sá fyrir sér andlit gamals manns, en
hann vissi að Chapman var aðeins rúmlega
fertugur.
Maðurinn í sloppnum stóð upp, og virtist
svo sem hann væri í einskonar dái. — Í5g er
Lang læknir, sagði hann,
Einnig röddin var ellileg. Hann lét gestinn
setjast og byrjaði með að skoða gleraugu
hans. — Það var það, sagði hann. — Mínus
átján.
Það var rétt með farið. Linsurnar í gler-
augum Huttons voru mínus átján, en hann
hafði ekki látið þess getið. Maðurinn í
sloppnum fór nú að þreifa á augum sjúk-
lingsins með þumalfingrunum. Eftir andar-
tak sagði hann: — Þér hafið verið skorinn
upp við sjónskekkju í bernsku. Það hefur
tekizt mjög vel.
Hutton varð steinhissa. Hvernig gat lækn-
ir þessi vitað það? Jafnvel ekki konan hans
vissi það. Hann hafði aðeins verið sex óra
og átt heima erlendis, í Tékkóslóvakíu, þeg-
ar uppskurðurinn var gerður.
Rannsóknin hélt áfram og á meðan kom
maðurinn í sloppnum stöðugt með hinar og
þessar læknisfræðilegar útskýringar á sjúk-
leikanum. Hann var fljótur að gizka á að
Hutton hlyti að sjá tvöfalt. Eftir að hafa far-
ið með fingrum um efri hluta líkamans sagði
sloppmaðurinn:
— Veiran sem hafði í för með sér sjúk-
dóminn, sem læknir yðar taldi lömunarveiki,
er farin. En þér hafið annað, einskonar gulu
sem hefur áhrif á lifrina.
Undrun Huttons jókst nú um allan helming.
Hann hafði ekki minnzt einu orði á önnur
vandamál sín en sjóndepruna við Chapman.
Gæti þetta verið hugsanalestur? datt honum
í hug.
— Eg kemst ekki hjá að gera á yður
augnauppskurð, ungi maður, sagði gamal-
mennisröddin. — Þér þurfið ekkert að óttast,
því að allir hafa tvo líkami, holdlegan og
sálrænan. É'g ætla að skera upp sálræna
líkamann og reyna að láta árangurinn koma
fram á þeim holdlega. Þér munið heyra mig
tala, gefa fyrirmæli og biðja um áhöld. Verið
ekki hræddur. Margir starfsbræður mínir
munu aðstoða, en þér getið ekki séð þá. Og
þér finnið ekki til sársauka. Leggið yður nú
útaf þarna á sófann.
Hutton lagðist þegar á bakið og hafði aug-
un galopin. Sá í sloppnum lyfti höndunum
og hreyfði þær á ýmsa vegu yfir augum hans.
Sjálfur hafði hann augun lokuð. Hann
kreppti fingurna og rétti úr þeim eins og
hann héldi til skiptis á áhöldum og legði þau
frá sér. Hutton virtist þetta allt saman svo
ótrúlegt og fáránlegt, að hann átti erfitt með
að stilla sig um að reka upp skellihlátur.
— Nú hef ég sálarlíkama yðar fyrir fram-
an mig og geri uppskurðinn, sagði læknir-
inn. — Nú er ég bakvið augað....
Skyndilega fannst Hutton sem farið væri
inn í annað auga sitt, án þess þó að hann
finndi til nokkurs sársauka. Chapman snerti
hann aldrei, en litlu síðar fannst honum sem
sár væru saumuð saman. Þá hætti Hutton að
langa til að hlæja. Þegar „uppskurðinum“
var lokið, hafði hann á tilfinningunni að
ósýnilegir aðstoðarmenn ræddu aðgerðina
sín á milli og styddu sjónarmið læknisins.
Svo heyrði Hutton gamalmennisraustina
segja að ekki yrði hjá því komizt að taka lifr-
arsjúkdóminn einnig til meðferðar, annars
kæmi augnauppskurðurinn að engu gagni.
Hutton var beðinn að setjast upp. Hann fann
Framhald á bls. 32.
26. tbi. VIKAN 11