Vikan


Vikan - 26.06.1969, Síða 12

Vikan - 26.06.1969, Síða 12
Úr öskunni í eldinn óþægilegt fyrir hina gestina. Og hún spurði sjálfa sig aftur, hvernig gæti staðið á því að hann væri umborinn í þessu húsi. — Eigum við að spila bridge? spurði herra Proudfoot, þegar þau höfðu drukkið kaffið. Frú Digby var hrifin af því að láta Masters stjana við sig. Hann var hinn fullkomni þjónn, þótt hann væri líka bílstjóri herra Spillers. Það var sannarlega notalegt lífið á Mon Plesir. Hún leit út um gluggann, og virti fyrir sér nýju álmuna; þar var bíl- skúrinn og íbúð fyrir Masters. Á þakinu var gylltur vindhani, og það glampaði á hann í kvöldsóiinni. Og hér var líka ágætis mat- reiðslukona, það fann hún á matnum, og eftir öllum sólarmerkjum var stofustúlkan iíka prýðileg; þetta var sem sagt fyrirmynd- ar húshald. Ef hún giftist nú herra Spiller, þá fengi hún örugglega, í fyrsta sinn á ævinni, eigin herbergisþjónustu. Hér var nóg húsrými, ekki sízt þegar Betty væri gift og farin að heiman ... — Ég nenni ekki að spila, sagði herra Goosh. — Ég tek trjágarðinn fram yfir. Hvar í fjandanum er Masters? Segið honum að koma með viský og sóda út í garðinn, — flösku, það dugar ekkert minna. Hann stakk feitum hnefanum niður i vindlakassann og náði sér í lófafylli af vindlum, áður en hann gekk út um svalar- dyrnar á bókaherberginu, út í garðinn. Hin fjögur spiluðu til klukkan hálf ellefu, þeg- ar frú Digby stóð upp til að fara heim. Hús- bóndinn bauð henni kurteislega að fylgja henni. — Unga fólkið sér um sig sjálft, sagði hann í glettnistón, — það sér betur um sig heldur en við gamla fólkið. Frú Digby hló, svolítið vandræðalega, þegar herra Spiller stakk höndinni undir handlegg hennar, en hún maldaði ekki í mó- inn, þegar hann gekk með henni þennan stutta spöl að litla húsinu hennar. Henni datt jafnvel snöggvast í hug að bjóða hon- um inn, en henni fannst það ekki ráðlegt, og hún rétti honum hvíta og mjúka hönd sína. Hann hefði ekkert haft á móti því að kyssa hana, ilmurinn í garðinum hennar var svo tælandi. En áður en hann hafði kom- ið sér að því, var hún horfin inn um dyrnar. SIVÁSAGA EFTIR NKOTIV SAVERS Hinn mikli sannleikur í þessum gamla málshætti rann upp fyrir honum, þegar vindurinn breytti sér og vindhaninn ískraði....... — Mér finnst sjálfum að gosbrunnurinn sé punkturinn yfir i-inu, sagði herra Spiller, ánægður á svipinn. — Ég er mjög ánægður með trjágarðinn minn. — Lítið á þessa dásamlegu alparósarunna, sagði frú Digby dreymandi. — Sjáið hvað vatnsdroparnir á blöðunum eru töfrandi. Þeir glitra eins og demantar. Og steinbeðið, með dökkum sýprustrjánum — stórkostlegt! Það er einhver ítalskur blær yfir þessu öllu. Herra Spiller vissi að sýprustrén voru reyndar klippt rauðgreni, en hann leiðrétti hana ekki. — Kostar líka fúlgur, er það ekki? rumdi herra Goosh. Hann hafði fram að þessu verið þögull, og frú Digby fannst þessi athugasemd tákn- ræn fyrir manninn. Hún hafði lengi furðað sig á hvernig staðið gat á því að slíkur maður væri svo náinn vinur húsbóndans. -- Nei, nei, sagði herra Spiller, — þetta var ekki svo dýrt. Ég skal segja þér, gos- brunnurinn er svo snilldarlega útbúinn, að sama vatnið rennur í hring. Finnst ykkur það ekki sniðugt? Ég held að gosbrunnur- inn á Trafalgartorginu sé gerður á sama hátt. Það liggur í augum uppi að ég lagði töluvert í trén, en það er þess virði. — Vissulega, vissulega! sagði frú Digby. — Ég hefi alltaf sagt að þú ert sniðugur kapitalisti, sagði herra Goosh og skellihló. — Ég er enginn milljónamæringur, sagði herra Spiller stuttlega, en bætti svo við í vingjarnlegri tón: — En það gæti verið verra. Ég fer frekar sparlega með, til dæm- is læt ég loka fyrir gosbrunninn á kvöldin. — Það var þér líkt, gamli nirfill, sagði herra Goosh frekjulega. Spiller var um það bil að svara honum, en þá var hringt í matinn. — Jæja, maturinn bíður, sagði hann og honum var sýnilega léttara. Frú Digby fannst andrúmsloftið nokkuð þvingað, meðan á máltíðinni stóð, þótt Betty stæði sig með prýði sem húsmóðir. Hún var falleg og mjög ástfangin af herra Proudfoot. Það var Goosh sem truflaði; hann gleypti i sig matinn og drakk mikið. Hann fór í taugarnar á Proudfoot, og var rudda- legur við húsbóndann, að það var mjög 12 VIICAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.