Vikan - 26.06.1969, Side 16
ANDRÉS INDRIÐASON
Svanhildur syngur „Út við himinbláu sund-
in“. Myndin er úr sjónvarpsþættinum „Hér
gala gaukar“.
Fyrir nokkru kom út ný fjögurra laga hljóm-
plata frá Ólafi Gauki og hans góða fólki.
Tvö laganna á plötunni er eftir Gauk, eitt
eftir Rúnar en fjórða lagið er af erlendum
toga. Útsetningar hljómsveitarstjórans eru í
sama andanum og á undanfarandi plötum
sextettsins; allt er fjarskalega fínt og fágað,
gítar og saxófónn klingja saman að vanda
og skapa þennan sérstaka hljóm (,,sound“),
sem ætíð einkennir hljómsveitina. Spila-
mennska hljómsveitarinnar er líka svo pott-
þétt, að hvergi er finnanlegur blettur eða
hrukka. Sama er raunar að segja um söng
Svanhildar og Rúnars.
Því miður réttlætir þetta þó ekki þau um-
mæli útgefanda aftan á plötuumslagi, að
þetta sé tvímælalaust bezta fjögurra laga
16 VIKAN 26- tbL
plata sextettsins. Fjarri því. Höfuðgallinn er
sá, að það vantar allt líf í músikina. Lag eins
og „Út við himinbláu sundin“ er nánast stein-
dautt í meðförum hljómsveitarinnar. Hvað
veldur? Jú, lagið er skrúfað svo rækilega
ofan í útsetninguna og allar dúllurnar, að
allur léttleiki er víðs fjarri. Eflaust hefði það
líka gert lagið fjörlegra hefðu hljómsveitar-
mennirnir tekið undir viðlagið með Svanhildi.
Ekkó er notað í miklu óhófi, og er það skilj-
anlega til lýta. Sama er að segja um lagið
„Tvisvar tveir“, sem er eftir Ólaf Gauk. Lag-
línan er mjög skemmtileg, en af sömu ástæðu
og fyrr greinir er lagið ekki eins áheyrilegt
og orðið gæti. Lagið er upphaflega samið
sem „beat“, en í þessari útfærslu er því mið-
ur ekki unnt að skilgreina það sem slíkt. Um
textann skal ekki fjölyrt að öðru leyti en
því, að mér fannst hinn upprunalegi texti,
„Táraflóðið", mun betri. Þegar við snúum
plötunni við á fóninum, verður fyrst fyrir
lagið „Kóngur í Kína“, sem er einnig eftir
Ólaf. Þetta er rólegt lag og virkilega fallegt.
Hér er útsetningin líka mjög vel við hæfi og
skemmtilega útfærð. Sérkennileg rödd Rún-
ars nýtur sín vel í þessu lagi og textinn er
afbragð. Sem sagt: Gott. Fjórða og síðasta
lagið á plötunni er eftir Rúnar Gunnarsson
og heitir „Fáð ér sykurmola". Þetta lag er
samansett af mjög undarlegum hljómgangi
og mjög er það í öðrum dúr en búast hefði
mátt við frá Rúnari. Sýnir það ljóst, að
Rúnari er ekki alls varnað, og víst er það
plús fremur en hitt að eiga fleiri en eina
hlið. Sjálfsagt á Ólafur Gaukur líka fleiri
hliðar en þá einu, sem kemur fram í útsetn-
ingum hans á plötunni. Slíkum hæfileika-
manni sem honum ætti að vera í lófa lagið
að koma fram með eitthvað nýtt, frískandi
og freskandi, eitthvað frábrugðið því, sem
maður heyrir alltaf á hljómplötum með Sex-
tett Ólafs Gauks. "ú
leimir 09 Jónas
Margir muna sjálfsagt eftir þessum ungu
mönnum, Heimi Sindrasyni og Jónasi Tómas-
syni, sem sungu saman í eina tíð lög í þjóð-
lagastíl og í léttum dúr. Heimir og Jónas
sungu saman meðan þeir voru í menntaskóla,
en síðan skildu leiðir. Heimir hélt utan til
náms í tannlækningum en Jónas hóf nám
við Tónlistarskólann. Áður en leiðir skildu
sungu þeir tólf lög inn á hljómplötu og nú
um þessar mundir er þessi plata að koma út
á vegum Fálkans. Á plötunni eru fjögur lög
við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi,
fjögur við ljóð eftir Tómas Guðmundsson og
fjögur sitt úr hverri áttinni, gamanvísur og
þjóðlög. Heimir og Jónas fengu til liðs við
sig þær Vilborgu Árnadóttur og Þóru Krist-
ínu Johansen, og syngur Vilborg í lögunum
við ljóð Tómasar en Þóra Kristín í lögunum
við ljóð Davíðs. Vilborg hefur stundað söng-
nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og er
nú við framhaldsnám í London en Þóra
Kristín er í Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Ekki er að efa, að lögin á þessar plötu eiga
eftir að heyrast oft. Kemur þar bæði til, að
flutningurinn er með miklum ágætum, •—
söng og spilastíll þeirra félaganna (þeir leika
undir á gítara og flautu) er mjög sérstæður
og mun án efa koma á óvart. Svo er hitt,
að mörg laganna eru velþekkt en heyrast nú
í nýjum og skemmtilegum útsetningum, t.d.
lögin „I Vatnsmýrinni" og „Fyrir átta árum“,
svo eitthvað sé nefnt, en einnig eru á plöt-
unni lög, sem Heimir og Jónas hafa samið
við nokkur ljóð Davíðs og Tómasar, m.a.
„Bréfið hennar Stinu“, og Húsið í bænum“.
Útsetningarnar hafa þeir félagar sjálfir unn-
ið ásamt Páli Einarssyni, sem einnig leikur
undir á bassa í öllum lögunum.
☆
Y/.V.V.V'
. . ■ ■
: :
■Pfelpi
iitlfttiiili
i
v>
"
mmmmm