Vikan - 26.06.1969, Side 17
I
og Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Þýzkalandi.
I síðast talda landinu var hann kjörinn vin-
sælasti erlendi söngvarinn 1968. Þess má
geta, áður en lengra er haldið, að Barry er
einkum þekktur fyrir nýjasta lag sitt, Eloise,
sem komst á blað á brezka vinsældalistanum.
Óhappið gerðist í Miinchen 31. marz sl.
Barry var þangað kominn til þess að veita
viðtöku verðlaunum, sem þýzka unglinga-
blaðið Bravo, ætlaði að veita honum fyrir að
vera kjörinn vinsælasti erlendi söngvarinn í
Þýzkalandi. Athöfninni átti að sjónvarpa og
var einn liðurinn á dagskránni þannig, að
Barry skyldi sitja við símann en síðan skyldi
aðdáendum hans gefinn kostur á að hringja
í hann og spyrja hann ýmissa spurninga.
Þetta átti að heita „Barry Ryan and the hot
line“, sem mætti útleggja „Glóandi símalína
hjá Barry Ryan“. Einhver höfuðsnillingur
hafði þá tillögu fram að færa, að snúran í
síma Barry skyldi vera glóandi og var það
óðara samþykkt, án þess að Barry fengi að
láta álit sitt í ljós. Átti þetta að tákna það,
að símalína til pop-söngvara væri sífellt
„heit“. Ekki ætlaði að ganga vel að fram-
kvæma þessa „snjöllu" hugmynd og höfðu
ýmsar tilfæringar verið reyndar, þegar gap-
„rildi nokkurt gerði sér lítið fyrir og hellti
iijþensínslurk á eldinn. Skipti þá engum togum,
áð spreriging varð. Gerðist þetta svo snögg-
lega, að engum vörnum varð við komið, þeg-
ar eldtungurnar gusu upp og í andlit Barry.
Barry segir sjálfur frá:
Umboðsmaður minn, Jay Vickers, stóð
við hliðina á mér. Þegar bensíninu var hellt
á þráðinn, brá hann skjótt við og kippti
mér undan. Hefði hann ekki verið svo snar
í snúningum, hefðu mínir dagar verið taldir.
Þegar ég vaknaði til meðvitundar, dag-
inn eftir óhappið, kvaldi mig hræðileg óvissa.
Ég vissi ekki, hvort ég væri blindur, hvort
ég væri afskræmdur. Þessu gat enginn svar-
að mér. Það mundi koma í ljós, þegar unnt
yrði að taka reifarnar frá. É'g var þakklátur
fyrir eitt; að ég skyldi vera á lífi. Læknarnir
á sjúkrahúsinu voru stórkostlegir. Það fyrsta,
sem ég ætla að gera, þegar mér batnar, er
að halda til Múnchen, þar sem ég ætla að
halda hljómleika. Ágóðann af hljómleikunum
ætla ég að gefa sjúkrahúsinu til þess að sýna
þakklæti mitt.
Þegar Barry lcom til Lundúna eftir sjúkra-
húsdvölina í Múnchen var höfuð hans reifað,
þannig að ekki sást í annað en munn og
augu. Var þetta gert til þess að koma í veg
fyrir utsq^aðkomandi smitun, en flestir álitu,
sem vorilegt var að andlitið væri allt flakandi
í sárum. Ástandið var þó ekki alveg svo
slæmt, þrátt fyrir nokkur brunasár. Barry
var fluttur rakleiðis í sjúkrahús í London,
þar sem hann dvaldi nokkrar vikur. Daginn
eftir komuna á sjúkrahúsið í London voru
reifarnar teknar burtu.
Meðan Barry dvaldi á krankhúsi hugsuðu
aðdáendurnir hlýlega til hans. Gjafirnar
streymdu til hans og bréf — um tuttugu
þúsund bréf. Sjúkraherbergi hans var eins og
blómagarður.
Meðan á öllum þessum hörmungum stóð,
skaut gömul vinkona Barry upp kollinum,
Theresa Fraey. Hún tók til við að hughreysta
söngvarann hrjáða og fór svo að lyktum, að
kærleikar tókust með þeim á ný. Þegar Barry
kemst aftur á ról, ætlar hann að syngja inn
á 12 laga plötu, en síðan ætlar hann til
Jamaica til að hvílast ásamt heitkonu sinni
og tvíburabróður sínum kærum. ☆
Barry var útlitandi sem egypzk múmía,
pakkaður inn í reifin, meðan hann dvaldi á
sjúkrahúsi.
Roof Tops eru um þessar mundir að koma
með nýja hljómplötu á markaðinn. Fjögur
lög eru á plötunni, „Söknuður“, sem er ró-
legt, fallegt lag, sungið af Ara Jónssyni,
trommuleikara hljómsveitarinnar; „Það fer
ekki eftir því,“ einnig tiltölulega rólegt lag
með þungu „beat“-i, sem kallað er, sungið
af Ara; „Fólk á flótta“, mjög æsilegt lag eftir
Svein Guðjónsson, organistann, og Ari syng-
ur sem fyrr. Að lokum er svo „Sjúkur draum-
ur um lasin blóm“, en það lag verður tæpast
ílokkað í neina ákveðna takttegund, þvi að
hvað það snertir ægir öllu saman, enda er
lagið meira upp á grín en viðleitni til alvar-
legrar listsköpunar. Textann gerði Þorsteinn
Eggertsson og á hann skilið orðu með stjörnu
og hala fyrir að láta sér detta í hug þvílíka
þvælu. Þetta lag syngur Sveinn, og er ekki
ólíklegt að það eigi eftir að verða „langsam-
lega vinsælasta lag vikunnar“ í óskalaga-
þáttunum. Myndin sýnir Svein og Guðna
Pálsson (í balanum), en Guðni er þessi með
rörið í hljómsveitinni.
*
MftBGT MEGfl
ÞEIR ÞBLA
Söngvarar og hljómsveitarmenn, sem vin-
sælda njóta, verða oft að sitja og standa,
eins og húsbændum þeirra þóknast. Hús-
bændurnir eða umboðsmennirnir neyta allra
bragða til að vekja athygli á sínu fólki. Þeir
eru í rauninni ekki annað en bíssnismenn.
Mikill er máttur auglýsinganna, og alla vöru
þarf að auglýsa, það hefur reynslan leitt í
ljós. Gildir þar einu, hvort um er að ræða
niðursoðnar baunir, þvottaefni eða söngvara.
Hugmyndafluginu virðast engin takmörk
sett, þegar auglýsa skal eitt stk. söngvara.
Kann þá oft að vera illt í efni fyrir vesalings
söngvarann, því að hann hefur engan at-
kvæðisrétt.
Tilefni þessara hugleiðinga er óhapp, sem
kom fyrir Barry Ryan, brezkan söngvara sem
vinsælda hefur hlotið í sínu heimalandi, sem
26. tw. vtkAN 17