Vikan - 26.06.1969, Síða 18
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys
12. HLUTI
- ÞaS er meS þig eins og austurlönd, Dinny, maSur elskar
þig viS fyrstu sýn, og ekkert er eins dásamlegt ....
Brúðkaup Clare Cherrell í Hannover Street var glæsileg at-
höfn, og þar mátti sjá margt af því fólki sem átti nöfn sín vís
á forsíðum dagblaðanna.
Dinny kom til kirkjunnar með móður sinni, nokkru á undan
brúðinni. Hún dokaði við framarlega í kirkjunni, og kom þá auga
á Wilfrid. Hann stóð aftarlega og horfði á hana. Hún brosti í laumi
til hans og flýtti sér svo á eftir móður sinni. Michael hvíslaði að henni:
— Það er naumast að fólkið hefir fjölmennt.
Það mátti segja það. Clare var vel þekkt og vel liðin líka;
■Jerry Corven var líka þekktur, en ekki vel liðinn að sama skapi.
Dinny leit í kringum sig, og augu hennar staðnæmdust við
Adrian, sem sat rétt fyrir aí'tan hana. Hann brosti til hennar, þessu
sérstæða brosi, sem gerði hann ólíkan öllum öðrum. Hann var bezti
maður í heimi. Hún hallaði sér að honum og hvíslaði: — Þetta er
ekki amalegt beinasafn, frændi.
— Eg gæti þegið beinagrindina úr þér, Dinny.
—■ Eg hef ákveðið að láta brenna mig og dreyfa öskunni út í
vindinn. Uss-s.
Athöfninni var lokið, brúðhjónin gengu út til vinstri.
Dinny heyrði hvíslað í eyra sér: — Lánaðu mér vasaklútinn þinn
Dinny, minn er rennbautur og frænda þíns er blár.
Dinny náði í lítinn knipplingssnepil úr tösku sinni, og púðraði
nefið á sjálfri sér um leið.
— Góða, láttu gifta þig á Condaford, hélt frænka hennar áfram.
— Það er ómögulegt að vera innan um svona margt fólk, og svo
erfitt að muna hver er hver. Var þetta ekki móðir hans? Hún er
þá ekki dáin ennþá. Stattu hjá mér Dinny, og klíptu mig ef með
þarf.
Húsið í Mont Street fylltist af gestunum, og þegar brúðhjónin
voru farin, laumaðist Dinny inn í vinnuherbergi frænda síns og
hallaði sér aftur í hægindastól og lokaði augunum. Þá heyrði hún
rödd hans:
— Ó, Dinny, en notalegt að sjá þig eftir allt þetta skvaldur! Það
mátti segja að allir voru í fullu skrúði! Þekktir þú helminginn af
þessu fólk'? Hversvegna fer fólk í brúðkaupsveizlur? Þetta á að ger-
ast hjá fógeta eða bara undir stjörnunum. Frænka þin, veslingur-
inn, er farin í rúmið. En svo við snúum okkur að öðru. Það geng-
ur fiöllum hærra að Wilfrid Desert hafi tekið Múhameðstrú. Hefir
hann sagt þér frá því? Ég hefi aðeins tvisvar vitað til að Vestur-
landamenn hafi gert það. Þeir voru báðir Frakkar og vildu fá
kvennabúr.
Dinny hrökk við, og reis upp.
18 VIKAN 26'tbl-
— Skipta trúarbrögð svo miklu máli, frændi, svo lengi sem menn
skipta sér ekki af málefnum annarra?
— Ja, hjá sumum Múhameðstrúarmönnum er réttur konunnar
nokkuð frumstæður. Þeir eiga það til að hegna þeim grimmilega
ef þær gerast brotiegar. Þegar ég var í Marakesh kom eitt slíkt
atvik fyrir, það var hræðilegt.
Dinny skalf.
— Frá ómunatíð, eins og sagt er, hélt Sir Lawrence áfram, — hafa
trúarbrögð orðið orsök hryllilegra hryðjuverka. Mér dettur í hug
hvort Desert hefur gert þetta til að fá aðgang til Mecca. Ég hefði
haldið að trúarbrögð skipti ekki svo miklu máli fyrir hann. Annars
er það aldrei að vita, þetta er skrítin fjölskylda.
Dinny hugsaði með sér: — Ég hvorki get eða vil tala um hann.
— Hve margir heldur þú að hafi nokkra trú yfirleitt núna?
— Á norðurslóðum? Það er erfitt að segja. í þessu landi kannski
fimmtán prósent af eldri kynslóðinni. En í Frakklandi og suðrænni
löndum, er fólkið vfirleitt trúaðra.
— Ert þú kristinn, frændi?
— Nei, vina mín; ef það væri eitthvað, myndi ég helzt hallast
að Confucíusi, siðfræði hans er einföld og skiljanleg. Svo getur
maðui' elskað fegurðina, en maður verður ekki beinlínis ástfanginn
af sólarlaginu.
— Þú ert vitur, Lawrence frændi, sagði Dinny, — en nú ætla ég að
fá mér svolítinn göngutúr, og hrista niður brúðarkökuna ....
Dinny var hugsandi þegar hún hitti Wilfrid næst í Richmond
Park. En áður en hún gat greint sundur hug'sanir sínar sagði hann
skyndilega:
— Ef þú trúir á hjónaband, Dinny, viltu þá giftast mér?
Þetta kom henni svo á óvart að hún náfölnaði, en svo fann hún
roðann þjóta upp í kinnar sínar.
— Ég skil ekki vel hversvegna þú spyrð, þú þekkir mig ekki.
— Það er með þig eins og Austurlönd, maður elskar þig við
fyrstu sýn, og ekkert er eins dásamlegt.
Dinny hristi höfuðið: — Ó, ég er ekkert dularfull.
— Ég gæti aldrei fengið nóg af þér. Viltu svara mér, Dinny.
Hún stakk hönd sinni í lófa hans. — Þetta hlýtur að vera met.
Og þá fann hún varir hans við sínar, og um stund vissi hún
ekkert af sér. Þetta var án efa það stórkostlegasta sem hafði hent
hana fram að þessu, og þegar hún kom til sjálfrar sín, sagði hún
það.
— Þetta var það yndislegasta, sem þú gazt sagt og gert.
Hún horfði á andlit hans, sem henni hafði oft fundizt undarlegt.
Varirnar, sem venjulega voru samankipraðar, voru nú hálfopnar