Vikan


Vikan - 26.06.1969, Síða 36

Vikan - 26.06.1969, Síða 36
ana koma æðandi út. Þeir veif- uðu og æptu. Síðan stukku þeir inn í lokaðan bil, sem stóð fram- an við bardyrnar. Ég sá ljósa- kastarann þeirra í speglinum áð- ur en ég komst fyrir næsta horn. Göturnar voru níðþröngar í medínunni, svo að ég varð að aka á takmörkuðum hraða. Arabarn- ir í lokaða bílnum voru hér hins vegar kunnugir og drógu fljótt á mig. Ég verð að komast út á breið- ari götu, hugsaði ég örvænting- arfullur. Og sem betur fór komst ég fljótt inn í miðborgina. Umferð- in var veruleg. Eftir nokkra stund beygði ég inn á Sala el- Din. Lokaði bíllinn var enn á eft- ir mér. Svo komst ég inn á Fú- adsveg og gat keyrt langan spöl eftir auðri braut. Ég steig þá bensínið í botn, og lokaði bíll- inn varð langt á eftir. Þegar ég hafði ekið sitt á hvað í hverfinu um hríð þóttist ég nokkuð ör- uggur. Ég lagði bílnum upp við gangstétt og hvíldi mig eftir þennan taugaæsandi eltingaleik. Gunnel sat enn og horfði fram- undan tómum augum. Heili hennar var svo lamaður af eitur- lyfjunum að hún hafði greini- lega enga hugmynd um það, sem á gekk. Sem betur fór. Hefði hún farið að gera uppistand, hefði allt farið út um þúfur. Það hefði ver- ið vonlaust að aka í króka á slíkri æsiferð og halda henni jafnframt fastri. En nú leit hún til mín og spurði drafandi og hrifningarlaust: Er nýi barinn hérna? — Nei við ökum smáspöl í við- bót. Hún svaraði engu, en sneri sér frá mér og hélt áfram að stara. Ég hafði dálítið af fötum handa Gunnel meðferðis. Siðbuxur, peysu, regnkápu og skó. Ég sagði henni að fara í þetta. Fyrst skildi hún það ekki, en hlýddi þegar ég sagði að þetta væri samkvæmt skipun klúbbstjórans. Nú þurfti að hugsa út fram- hald áætlunarinnar. Fyrst datt mér í hug að aka beina leið út á flugvöll. Þaðan gætum við Gunn- el tekið flugvél úr landinu. Hvert skipti minna máli. En svo sá ég að á þessu voru ýmsir meinbugir. I fyrsta lagi vissi ég ekki einu sinni hvort nokkur flugvöllur var nálægt Al- exandríu! í öðru lagi: ef svo var, yrðu Arabarnir frá Bengasíba áreiðanlega á verði þar. Svo að ég tók í staðin nstefnu á Kaíró. Þar vissi ég að flugvöllur var. Klukkan var nú hálfellefu að kvöldi. Ég myndi komast til Kaíró á tveimur tímum. Þegar við komum á þjóðveg- inn utan við Alexandríu, fór Gunnel að mótmæla. Nú fyrst var hún farin að skilja að ég hafði logið að henni. — Nei! Nei! æpti hún. — Slepptu mér! Ég vil aftur á bar- inn. 36 VIKAN 26- tbI- - Vertu róleg, sagði ég. Þau laugst að mér, veinaði hún. Síðan fór hún að klóra mig og berja. Ég sá að ég kæmist aldrei til Kaíró ef hún héldi svona áfram. Ég ók þó áfram kílómet- ers spöl, þótt Gunnel slægist og hljóðaði. Þá komum við að bar. Ég stöðvaði bílinn, tók Gunnel föstu taki við hönd mér, gekk inn og keypti flösku af viskí. Ég þorði ekki að skilja Gunnel eftir í bílnum — þá hefði hún rokið á brott meðan ég var að kaupa flöskuna. Við settumst aftur inn og ég hellti í hana vænum sopa. Hún vildi ekki meira, en ég neyddi í hana töluverðu í viðbót. Annað ráð hafði ég ekki til að róa hana. Eftir þetta gekk ferðin til Kaíró vel. Jafnskjótt og Gunnel fór að láta ófriðlega bætti ég á hana viskíi. Við komum á Kaíró-flugvöll stundarfjórðung yfir eitt um nóttina. Við upplýsingaborðið var mér sagt að fyrsta flugvél úr landi færi til Rómar klukkan tvö. Það hentaði mér prýðilega. Ég keypti tvo miða. Gunnel sat hálfsofandi á bekk, meðan við biðum. Hún var stein- uppgefin, af eiturlyfjum, áfengi og þreytu. Sumt af farangri okkar Gunn- elar var í Kaíró, annað í Alex- andríu. En það skipti minnstu máli. Við höfðum ígangsklæði og ég peninga, svo að við vorum sæmilega sjálfbjarga. . Allt í einu datt mér í hug bíll- inn, sem ég hafði leigt í Alex- andríu. Hvað átti ég að gera við hann? Það var ekki um margt að velja. Ég tók umslag, stakk í það bíllykiunum og skrifaði nafn bílaleigunnar utan á. Siðan fékk ég stúlkunni við upplýsingaborð- ið umslagið og sagði henni að bíllinn væri fyrir utan. Hún varð dálítið undrandi, en gerði engar athugasemdir. Ég hafði borgað leivuna fyrir bílinn fyrirfram, S”0 að.... Rétt fyrir tvö var kallað í há- talarana og farþegar beðnir að fara um borð í flugvélina. Gunn- el gat ekki gengið, svo að ég bað eina flugfreyjuna um aðstoð. Við hjálpuðumst að því að koma henni um borð. Eftir klukkutíma flug varð Gunnel ákaflega taugaóstyrk. hendur hennar skulfu og hún bað um sprautu. Hún var enn ölvuð, en eiturlyfjaáhrifin voru greini- lega byrjuð að dvína. Eftir klukkustund í viðbót var hún orðin alveg tryllt. Hún hljóðaði og barðist um. Flug- freyjurnar fóru með hana inn í sjúkraklefa flugvélarinnar og gáfu henni róandi sprautu. Þar lá hún allt þar til er við komum til Rómar. Henni skánaði mikið meðan við biðum á flugvellinum við Róm. Stundum óróaðist hún þó og varð ég þá að neyða ofan í hana viskíi. Frá Róm tókum við flugvél heim til Svíþjóðar, þar sem við fengum tækifæri til að jafna okkur eftir ævintýrin hræðilegu. Fyrir það höfðum við fulla þörf — sérstaklega Gunnel. ☆ Á túnslætti Framhald af bls. 27 og verzlunarmannahelgi. Það liggur við, að börn kunni varla að telja, þegar þau smitast af þeim hugsun- arhætti að selja hvert sitt viðvik og selja það dýrt. Smástelputryppi fæst varla til að sitja yfir krökkum kvöld- stund með frjálsan aðgang að út- varpi, sjónvarpi, síma og bókum, ísskáp og kökukössum, ásamt frírri heimkeyrslu, fyrir minna en 25 krónur á klukkutímann. Og 16 ára unglingur lætur ekki bjóða sér minna kaup fyrir sumarvinnu þótt atvinnuleysi sé en 30 ára maður þaulvanur og flinkur verður að láta sér og sínum duga til lífsframfæris. Hér ganga að sumu leyti opin- berir aðilar og stéttarfélög á undan með lélegu fordæmi. Mér er kunn- ugt um sveitarfélag, sem lét skóla- krakka taka til og snyrta í kringum skólann sinn eftir að skóli var úti f vor og borgaði hverjum krakka 60 krónur á dag. Fyrir 16 árum var éc á héraðsskóla þar sem við vorum látin gera sama verk að viðbættum landsbótum (gróðursetningu trjáa og lagfæringu rofabarða), en fengum ekki grænan eyri fyrir; mér er það minnisstætt hvað þetta voru skemmtilegir þrír dagar að vorinu og síðan finnst okkur við eiga um- hverfi skólans öðrum fremur. Samn- ingar stéttarfélaganna kveða á tm hvað skuli borgað fyrir ákveSið verk, og svo er það vinnuveitand- ans höfuðverkur hvort hann fær til þess vana menn og fullburða eða óharðnaða óvana unglinga. Vafalít- ið má benda á krökkt af dæmum þessu til sönnuar, ef út í slíka dæmasöfnun væri farið. Þá er blessaður gialdaseðillinn kominn til skila og heldur með fyrra móti í ár. Það er eins oq skatta- yfirvöldin finni á sér, að slaemar heimtur muni verða á tíundinni að þessu sinni. Enda kemur örugglega á daginn, að það vefst fyrir mörg- um að gjalda keisaranum af þeim tekjum sem unnið var fyrir f fyrra með þeim tekjum, sem unnið er fyrir f ár. Og menn spyrja nú sem lengi áður: Hvenær verður tekið upp staðgreiðslukerfi opinberra gjalda hér á þessu landi? Er ekki ólíkt heppilegra að gjalda þegar við móttöku launa ákveðna hárnarkspró- sentu í opinber gjöld og fá svo heldur endurgreiðsluávísun um mitt ár, í stað þess að fá tilkynningu um að eioa að areiða svo og svo mikið, minnst tugi en gjarnan hundruð þúsunda. Mannskeonan er einu sinni þannig sköpuð, að þegar hún fær 1000 krónur, eyðir hún þeim, en

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.