Vikan - 26.06.1969, Qupperneq 44
Hjá venjulegu fólki eru trúarbrögðin að verða eingöngu siðfræði-
leg.
— Ég held að ég viti ekki nógu mikið um þessi mál til að
ræða þau, og ég held því sé líka þannig varið með þig, vina mín.
— Elsku mamma mín, strjúktu mér um kollinn.
— Ó, Dinny! Ég vona bara að þú hafir valið viturlega.
— En elskan, ég var valin.
Hún vissi mætavel að hún hafði ekki sannfært móður sína, svo
hún valdi þann kostinn að bjóða henni góða nótt.
Og þá um kvöldið skrifaði hún sitt fyrsta ástarbréf.
Sir Lawrence Mont fór til Burton-klúbbsins, kvöldið eftir að
Dinny hafði sagt þeim frá trúlofun sinni. Hann leit í meðlima-
skrána undir stafnum D. Þar stóð: Æruv. Wilfrid Desert. Það var
ekkert skrítið við að hann tilheyrði þessum klúbbi, þar voru yfir-
leitt aðalsmenn og aðrir, sem mikið voru erlendis.
— Kemur herra Desert oft hingað? spurði hann dyravörðinn.
— Já, Sir Lawrence, hann hefur komið hingað síðastliðna viku;
þar áður voru liðin mörg ár síðan hann var hér.
— Hann er mikið erlendis. Á hvaða tíma kemur hann venjulega?
— Aðallega til miðdegisverðar, Sir Lawrence.
— Ég skil. Er herra Muskham hér núna?
— Ne:, herra, hann er í Newmarket í dag.
— Ó, auðvitað. Hvernig getið þér munað þetta allt?
— Það er orðinn vani, herra.
— Ég vildi að ég væri svona minnisgóður. Sir Lawrence hengdi
upp hattinn sinn og stóð hikandi um stund í anddyrinu; svo fór
hann inn í bókasalinn, þar sem mest líkindi. voru fyrir því að
hann gæti setið í ró og næði; en fyrsti maður sem hann sá þar var
Jack Muskham, sem sat úti í horni og talaði við lítinn dökkhærð-
an mann.
— Nú skil ég hversvegna ég á svo erfitt með að finna flibba-
hnappana mína, hugsaði Sir Lawrence, — dyravörðurinn var svo
viss um að Muskham væri í Newmarket í dag, að hann kannað-
ist ekki við hann, þegar hann gekk inn.
Hann náði í bók og hringdi eftir tei, en hann var ekki með hug-
ann við það, þegar mennirnir tveir úr horninu komu til hans.
— Sittu kyrr, Lawrence, sagði Jack Muskham, — Telfourd Yule,
frændi minn, Sir Lav/rence Mont.
— Ég hef lesið sögur yðar, herra Yule, sagði Sir Lawrence, og
hugsaði með sér: — Þetta er skrítin skrúfa!
Andlitið á honum minnti á apa, hann brosti. — Sönnu sögurnar
eru að útrýma skáldsögunni, sagði hann.
— Yule hefir verið í Arabíu og reynt að ná í eina eða tvær
hreinræktaðar merar fyrir mig, og hann hefur heyrt sitt af hver’U
þar, meðal annars nokkuð, sem mig langaði til að tala um við
þig. Má ég setjast?
Hann teygði úr sér í stól og litli. skrítni maðurinn náði sér í
annan. og beindi dökkum augunum að Sir Lawrence, sem fannst
augnaráð hans ónotalegt.
— Þegar Yule var í arabízku eyðimörkinni, heyrði hann því
fleygt meðal Bedúínanna að ungur Englendingur hefði verið tekinn
til fanga af Aröbum, og verið þröngvað t;l að taka Múhameðstrú.
Hann þráttaði við þá og sagði að slíkt gæti enginn Englendingur
gert. En svo fór hann til Egyptalands og flaug inn í Libyueyði-
mörkina, og lenti þá í því sama, en það voru nákvæmari fréttir,
því það var sagt að þetta hafi skeð í Darfur. og nafn mannsins var
Desert. Svo þegar hann kom til Kartoum, þá komst Yule að því
að það gekk fjöllunum hærra, að hinn ung1 Desert hefði skipt um
trú. Þá lagði hann tvo og tvo saman. Það ei auðvitað mikill mun-
ur á því hvort menn skipta um trúarbrögð af fríálsum vilja, eða
hvort þeim er þröngvað til þess með vopnavaldi. Englendingur
sem gerir slíkt, svíkur þjóð sína.
Sir Lawrence sat hljóður um stund og fiktaði við einglyrni sitt;
svo lét hann það falla.
— Desert var svaramaður sonar míns, mig langar til að tala um
þetta við Michael. Ég treysti því að herra Yule tali ekki um þetta
við aðra.
— Því lofa ég, sagði herra Yule, — ég vona að þetta séu ekki
sannar sögur. Ég er hrifinn af ljóðum hans.
— En þú, Jack.
— Ég kann ekki við útlit hans, en ég neita að trúa slíku um
nokkurn Englending.
Þessi orð Muskhams höfðu óþægileg áhrif á Sir Lawrence, þar
sem hann sat emn eftir. Hann stóð upp til að hringja til Michaels,
en sá sig um hönd, náði í leigubíl, og ók til South Street.
Þegar þangað kom, mætti hann Michael í forstofunni; og þar
sem hann hafði á tilfinningunni að samtal þeirra væri ekki fyrir
eyru Fleur, sagðist hann vilja tala við Michael í vinnustofu hans.
Hann byrjaði með því að segja frá trúlofun Dinnyar, og Michael
sýndi það með svipnum að hann tók því með blönduðum tilfinn-
ingum.
— En litla kisan að halda þessu leyndu. Fleur sagði reyndar að
hún væri fölleit, en mér datt þetta ekki í hug. Maður er orðinn
svo vanur því að Dinny sé einhleyp, og að eiga einhvern hlut í
henni; það á reyndar við um Wilfrid líka. Jæja, ég vona að hann
sé orðinn þreyttur á Austurlöndum.
— Það eru einhverjar kjaftasögur á gangi um trú hans, sagði
Sir Lawrence alvarlega.
— Ég get ekki séð að það skipti svo miklu máli. Dinny er ekki
svo áköf trúmanneskja, og ég hefði aldrei haldið að trúarbrögð
skiptu svo miklu máli fyrir Wilfrid, að hann hirti um að breyta
til.
— En það er önnur saga, sagði Sir Lawrence, og tók til að
segja honum sögu herra Yule. Þegar hann hafði lokið henni, var
Michael áhyggjufullur á svipinn.
— Þú þekkir hann betur en aðrir, Michael, hvað segir þú?
— Mér finnst andstyggilegt að segja það, en þetta getur verið
rétt. Það getur verið að honum hafi fundizt þetta eðlilegt, þó að
enginn annar skilji það þannig. En þetta er slæmt, pabbi, sérstak-
lega þegar Dinny er blandað í það.
— Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að ganga úr skugga
um hvort þetta sé satt. Getur þú ekki talað við hann?
— Ég gat það í gamla daga.
— Ég veit allt um það, en það er langt siðan.
Michael brosti dauflega. — Mér var ekki ljóst þá hvort þú vissir
eitthvað, en mig grunaði það. Ég hefi ekki hitt Wilfrid oft síðan,
en ég get talað við hann. Hann hikaði andartak. — En ef þetta
er satt, hlýtur hann að hafa sagt Dinny það. Hann gæti ekki beðið
hennar án þess.
— Ef hann er heigull á einu sviði, gæti hann þá ekki verið
það á öðru? sagði Sir Lawrence og yppti öxlum.
— Wilfr;d er svo blandaður persónuleiki, að það er ekki hægt
að dæma hann eftir venjulegum reglum, hann hefir einhverjar
hetjutilfinningar, sem koma fram á röngum stöðum. Þessvegna
er hann skáld.
Sir Lawrence hniklaði brúnirnar, og það var alltaf merki um
að hann hefði tekið ákvörðun.
— Það verður að horfast í augu við þetta. Ég hefi reyndar engan
áhuga á Desert.
— En það hefi ég.
— Það er Dinny, sem ég hefi áhyggjur af.
— Það hef ég líka. En þú veizt, pabb', að Dinny fer eftir sínum
tilfinningum, enginn getur haft áhrif á það.
— Þetta er eitthvað það óþægilegasta sem ég hefi komizt í kynni
við, sagði Sir Lewrence. ■— Jæja, drengur minn, ætlar þú að tala
við hann, eða á ég að gera það?
— Ég skal gera það, sagði Michael og andvarpaði.
Eftir miðdegisverðinn fór Michael út, án þess að segia hvert
hann var að fara. Síðan tengdafaðir hans lézt, og endi var bund-
inn á allt samband milli Fleur og Jon Forsyte, hafði sambúð
þeirra hjóna verið snurðulaus. Hann var frjálsari í fasi á heimili
sínu. Þó hafði aldrei verið talað um þá atburði, sem þá voru
svo afdrifaríkir. En þótt hann væri sá sami á yfirborðinu, var
h°nn undir einhverjum álögum innra með sér, og hún vissi það.
Viðvörun föður hans um að blanda ekki Fleur í mál Wilfrids hafði
verið óþörf. Ekk; þannig að hann vantreysti skynsemi hennar, —
henni gat hann alltaf treyst, heldur vegna þess að hann hafði ekki
trú á að ráð hennar kæmu að gagni í vandamálum Wilfrids og
Dinnyar.
Hann hugsaði sem svo: — Wilfrid er ástfanginn, þá hlýtur hann
að vera heima, nema þá að ljóðlistin hefði gripið hann; en þá var
líklegt að hann vildi vera í einrúmi.
Stack ljómaði, þegar hann sá Michael.
— Herra Mont, en hvað það er ánægjulegt að sjá yður.
— Hvernig líður yður, Stack?
— Ég er auðvitað orðinn eldri, annars líður mér vel. Herra
Desert er heima.
Michael hengdi upp hatt sinn og gekk inn.
Wilfrid, sem lá á legubekknum, í dökkum innislopp, reis upp.
— Halló!
— Hvernig líður þér, Wilfrid?
— Stack! Færðu okkur eitthvað að drekka!
— Ég óska þér til hamingju, gamli vinur!
— Ég hitti hana fyrst við brúðkaup þitt.
— Já, fyrir tíu árum. Þú hefir hlotið blómann út ætt okkar,
Wilfrid; við elskum öll Dinny.
— Ég vil ekki tala um hana, ég hugsa því me;ra.
— Ertu með einhver ljóð á döfinni?
44 VIKAN 26- tbl-